Komast ekki í eigur sínar vegna lögregluaðgerða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2024 17:06 Aidan Flynn í símanum við blaðamann fyrir utan Kastala Guesthouse. Vísir/Vilhelm Írskur ferðamaður kom að lokuðum dyrum þegar hann sneri á Kastali Guesthouse í Kirkjustræti síðdegis eftir dagsferð út á land að skoða jarðhitasvæði. Aidan Flynn hefur gist tvær nætur á Kastali Guesthouse. Gistiheimilinu var lokað í dag í tengslum við umfangsmiklar lögregluaðgerðir sem samkvæmt heimildum fréttastofu snúa að Vy-þrif fyrirtækinu og eigandanum Davíð Viðarssyni sem einnig á Wok On og Pho Víetnam. Fram kom í tilkynningu lögreglu fyrir stundu að fjölmörg lögregluembætti hefðu sameinað krafta sína í aðgerðum sem hófust í dag og standa enn yfir, allt frá Suðurnesjum og til Norðurlands. Auk Kastala Guesthouse hefur veitingastöðum Wok On og Pho Víetnam verið lokað. Lögreglan réðst í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í dag. Engar upplýsingar hafa fengist eftir formlegum leiðum en lögregla segir von á tilkynningu. Lögregla rýmdi gistiheimilið í dag og ferðamenn tóku föggur sínar. Á meðan var Aidan Flynn að dást að náttúruperlum Íslands. „Við vorum að koma úr göngu. Þegar við komum að inngangnum þá beið okkur blátt límband sem við áttum ekki að fjarlæja,“ segir Aidan. Aidan ásamt tveimur konum sem komast ekki í föggur sínar.Vísir/vilhelm Um er að ræða innsigli á gistiheimilinu sem Davíð hefur rekið undanfarna mánuði. Hann keypti húsnæðið af Hjálpræðishernum fyrir hálfan milljarð árið 2022. Þá stendur á skilaboðum í glugga að fólk sem þurfi að komast í eigur sínar eigi að hafa samband í símanúmerið 112. Allir Won On staðirnir eru lokaðar. Aidan ætlaði að gista þriðju og síðustu nóttina á gistiheimilinu í nótt áður en för verður framhaldið til Kaupmannahafnar. Hann segist reyndar hafa tekið mestu verðmæti með sér í ferðalag dagsins. Á gistiheimilinu er mikið um sameiginleg rými þannig að hann ákvað að skilja ekki mikil verðmæti eftir á svæðinu. Hann vonast til að komast í föggur sínar sem fyrst. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Reykjavík Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Umfangsmiklar lögregluaðgerðir tengdar Vy-þrifum Miðlæg rannsóknardeild lögreglu lagðist í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í dag. Grunur um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi leiddi til aðgerða á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi og standa þær enn yfir. 5. mars 2024 16:24 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðarvíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Sjá meira
Aidan Flynn hefur gist tvær nætur á Kastali Guesthouse. Gistiheimilinu var lokað í dag í tengslum við umfangsmiklar lögregluaðgerðir sem samkvæmt heimildum fréttastofu snúa að Vy-þrif fyrirtækinu og eigandanum Davíð Viðarssyni sem einnig á Wok On og Pho Víetnam. Fram kom í tilkynningu lögreglu fyrir stundu að fjölmörg lögregluembætti hefðu sameinað krafta sína í aðgerðum sem hófust í dag og standa enn yfir, allt frá Suðurnesjum og til Norðurlands. Auk Kastala Guesthouse hefur veitingastöðum Wok On og Pho Víetnam verið lokað. Lögreglan réðst í umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í dag. Engar upplýsingar hafa fengist eftir formlegum leiðum en lögregla segir von á tilkynningu. Lögregla rýmdi gistiheimilið í dag og ferðamenn tóku föggur sínar. Á meðan var Aidan Flynn að dást að náttúruperlum Íslands. „Við vorum að koma úr göngu. Þegar við komum að inngangnum þá beið okkur blátt límband sem við áttum ekki að fjarlæja,“ segir Aidan. Aidan ásamt tveimur konum sem komast ekki í föggur sínar.Vísir/vilhelm Um er að ræða innsigli á gistiheimilinu sem Davíð hefur rekið undanfarna mánuði. Hann keypti húsnæðið af Hjálpræðishernum fyrir hálfan milljarð árið 2022. Þá stendur á skilaboðum í glugga að fólk sem þurfi að komast í eigur sínar eigi að hafa samband í símanúmerið 112. Allir Won On staðirnir eru lokaðar. Aidan ætlaði að gista þriðju og síðustu nóttina á gistiheimilinu í nótt áður en för verður framhaldið til Kaupmannahafnar. Hann segist reyndar hafa tekið mestu verðmæti með sér í ferðalag dagsins. Á gistiheimilinu er mikið um sameiginleg rými þannig að hann ákvað að skilja ekki mikil verðmæti eftir á svæðinu. Hann vonast til að komast í föggur sínar sem fyrst.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Reykjavík Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Tengdar fréttir Umfangsmiklar lögregluaðgerðir tengdar Vy-þrifum Miðlæg rannsóknardeild lögreglu lagðist í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í dag. Grunur um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi leiddi til aðgerða á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi og standa þær enn yfir. 5. mars 2024 16:24 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðarvíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Sjá meira
Umfangsmiklar lögregluaðgerðir tengdar Vy-þrifum Miðlæg rannsóknardeild lögreglu lagðist í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í dag. Grunur um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi leiddi til aðgerða á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi og standa þær enn yfir. 5. mars 2024 16:24