Klásúla í samningi Alfreðs: „Dálítið sérstakt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2024 08:00 Alfreð Gíslason gerði samning fram yfir HM í Þýskalandi 2027 en handknattleikssambandið þýska getur sagt honum upp ef illa fer í Ólympíuumspili síðar í þessum mánuði. Getty Alfreð Gíslason er í heldur sérstakri stöðu vegna klásúlu í nýjum samningi hans við þýska handknattleikssambandið. Hann vonast til að ljúka þessum kafla með liðinu á HM á heimavelli árið 2027. Alfreð hefur verið þjálfari Þýskalands frá árinu 2020 en samningur hans var við það að renna út. Þýska handknattleikssambandið tilkynnti í gær um framlengingu á samningnum, þó með þeim varnagla að sambandið gæti sagt þeim samningi upp ef komandi Ólympíuumspil gengi ekki sem skyldi. Nýr samningur Alfreðs gildir því til ársins 2027, eða til mánaðarloka í mars á þessu ári. „Þetta er dálítið sérstakt, ég viðurkenni það. Ég sagði við sambandið: Eigum við ekki bara að ræða málin eftir Ólympíuumspilið og vera ekkert að flækja þetta?“ segir Alfreð. „Þeir vildu framlengja þetta núna, og við gerðum það. Þetta er sérstakt en svona er lífið, greinilega.“ „Í rauninni hef ég alltaf litið á það þannig að ég þarf ekkert skriflegan samning. Þetta snýst um það hvort menn séu ánægðir. Er ég ánægður, eru þeir ánægðir, er liðið ánægt? Ef ekki, þá hættir maður bara,“ „Ég tek þessu rólega og held bara mínu striki,“ segir Alfreð. Vill klára þennan kafla á heimavelli Þýskaland lenti í fjórða sæti á Evrópumótinu í janúar en í þjálfaratíð Alfreðs hefur meðalaldur hópsins lækkað töluvert. Hann er spenntur fyrir því að byggja liðið áfram upp og stefnir að því að klára þennan kafla ferilsins eftir heimsmeistaramótið sem Þjóðverjar halda árið 2027. „Það áhugaverðasta fyrir mig er nú að ég er búinn að snúa þessu liði alveg á hvolf, þannig að þetta eru allt mjög ungir strákar. Við náðum með mjög ungu liði fjórða sætinu núna, þar sem sjö af 16 voru 2000 árgangur eða yngri,“ „Ég sé því mun meiri framtíð í þessu liði og með því að klára umspilsleikina þá á ég möguleika á að enda þetta á heimavelli á HM 2027 og hætta með þýska landsliðið eftir það.“ segir Alfreð. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Íslendingar erlendis Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Alfreð hefur verið þjálfari Þýskalands frá árinu 2020 en samningur hans var við það að renna út. Þýska handknattleikssambandið tilkynnti í gær um framlengingu á samningnum, þó með þeim varnagla að sambandið gæti sagt þeim samningi upp ef komandi Ólympíuumspil gengi ekki sem skyldi. Nýr samningur Alfreðs gildir því til ársins 2027, eða til mánaðarloka í mars á þessu ári. „Þetta er dálítið sérstakt, ég viðurkenni það. Ég sagði við sambandið: Eigum við ekki bara að ræða málin eftir Ólympíuumspilið og vera ekkert að flækja þetta?“ segir Alfreð. „Þeir vildu framlengja þetta núna, og við gerðum það. Þetta er sérstakt en svona er lífið, greinilega.“ „Í rauninni hef ég alltaf litið á það þannig að ég þarf ekkert skriflegan samning. Þetta snýst um það hvort menn séu ánægðir. Er ég ánægður, eru þeir ánægðir, er liðið ánægt? Ef ekki, þá hættir maður bara,“ „Ég tek þessu rólega og held bara mínu striki,“ segir Alfreð. Vill klára þennan kafla á heimavelli Þýskaland lenti í fjórða sæti á Evrópumótinu í janúar en í þjálfaratíð Alfreðs hefur meðalaldur hópsins lækkað töluvert. Hann er spenntur fyrir því að byggja liðið áfram upp og stefnir að því að klára þennan kafla ferilsins eftir heimsmeistaramótið sem Þjóðverjar halda árið 2027. „Það áhugaverðasta fyrir mig er nú að ég er búinn að snúa þessu liði alveg á hvolf, þannig að þetta eru allt mjög ungir strákar. Við náðum með mjög ungu liði fjórða sætinu núna, þar sem sjö af 16 voru 2000 árgangur eða yngri,“ „Ég sé því mun meiri framtíð í þessu liði og með því að klára umspilsleikina þá á ég möguleika á að enda þetta á heimavelli á HM 2027 og hætta með þýska landsliðið eftir það.“ segir Alfreð. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Íslendingar erlendis Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira