Lífið

Prinsessan slökkti í sam­særis­kenningum með því að láta sjá sig

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Síðast sást til Kate Middleton meðal almennings á jóladagsmorgun. Samsæriskenningar um heilsu hennar hafa sprottið fram á undanförnum vikum.
Síðast sást til Kate Middleton meðal almennings á jóladagsmorgun. Samsæriskenningar um heilsu hennar hafa sprottið fram á undanförnum vikum. Getty

Kate Middleton sást meðal almennings í fyrsta sinn í rúma tvo mánuði í dag. Mikið hefur verið slúðrað um fjarveru hennar úr sviðsljósinu frá því hún fór í skurðaðgerð á kviði þann 16. janúar.

Vegfarendur sáu til Kate í Berkshire í suðausturhluta Englands í dag þar sem hún var farþegi bíls sem móðir hennar, Carole Middleton, ók.

Samkvæmt heimildarmönnum Mirror hefur Kate varið miklum tíma með móður sinni í Windsor á meðan hún jafnar sig á aðgerðinni. Middleton var útskrifuð af spítala þann 29. janúar en búist er við því að hún snúi ekki aftur til konunglegra skylda sinna fyrr en eftir páska.

„Prinsessan sat í farþegasætinu með dökk sólgleraugu en leit hraustlega út á meðan þær tvær ræddu saman,“ sagði vegfarandi sem sá til þeirra mæðgna.

Netverjar misstu sig í slúðrinu

Mikið hefur verið slúðrað um Middleton undanfarnar vikur og spruttu fram alls konar samsæriskenningar um fjarveru hennar. 

Vinsælustu kenningarnar voru þær að aðgerðin hefði mistekist og hún væri í hættu á að deyja, hún væri í dái eða þá að hún hefði farið í felur vegna þess að hjónaband hennar og Vilhjálms héngi á bláþræði. 

Ein grófasta samsæriskenningin snerist um að hún hefði logið til um eðli skurðaðgerðar sinnar og hefði í raun farið í rassastækkun (e. Brazilian Butt-Lift).


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×