Viðskipti innlent

Fjór­tán sagt upp í einu hóp­­upp­­­sögn mánaðarins

Atli Ísleifsson skrifar
Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Arnar

Fjórtán manns var sagt upp í einu hópuppsögn til tilkynnt var til Vinnumálastofnunar í síðasta mánuði.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vinnumálastofnunar. Þar segir að um hafi verið að ræða félag í fræðslustarfsemi.

Sagt frá því fyrr í mánuðinum að samkomulag hefði náðst um að Fjölbrautaskóli Suðurnesja myndi taka yfir hluta af starfsemi Keilis. Yrði fjórtán starfsmönnum Keilis sagt upp í kjölfarið.

Fram kemur að flestar uppsagnirnar komi til framkvæmda á tímabilinu júní til ágúst næstkomandi.

Með hópuppsögn er átt við uppsagnir atvinnurekanda á fastráðnum starfsmönnum þar sem fjöldi starfsmanna sem sagt er upp á þrjátíu daga tímabili er að minnsta kosti 10 starfsmenn í fyrirtækjum sem venjulega hafa 21-99 í vinnu, minnst 10 prósent starfsmanna í fyrirtækjum með 100-299 í vinnu eða minnst 30 starfsmenn þar sem venjulega eru 300 eða fleiri.

Í janúar barst Vinnumálastofnun ein tilkynning um hópuppsögn þegar 47 var sagt upp hjá Stakkavík í Grindavík.


Tengdar fréttir

47 sagt upp í hóp­upp­sögn

Fjörutíu og sjö starfsmönnum fyrirtækis í matvælaframleiðslu var sagt upp í nýliðnum janúarmánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×