„Við getum búist við að þetta endurtaki sig“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. mars 2024 23:27 Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, segir líkur á eldgosi fari minnkandi en að kvikuinnskot muni endurtaka sig á næstu dögum. Vísir/Arnar Kvikumagn undir Svartsengi heldur áfram að aukast en virkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur minnkað síðan í gær. Jarðeðlisfræðingur segir líkurnar á eldgosi fara minnkandi með tímanum en það geti samt enn gosið. Hann á von á því að kvikuinnskot endurtaki sig á næstu viku eða dögum. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, ræddi við Sindra Sindrason, fréttaþul, um atburðarás laugardagsins þar sem kvikuinnskot hófst og því lauk án eldgoss og hvernig framhaldið verður á næstu dögum. Geturðu aðeins útskýrt þessa atburðarás í gær? „Í rauninni byrjaði hún mjög svipað eins og fyrri eldgos, þessi þrjú eldgos sem hafa þegar orðið. Byrjaði með snarpri skjálftahrinu sem óx mjög hratt og við sjáum skýr merki um að það væri kvikuinnskot í gangi. En aftur á móti virðist það ekki hafa náð sér á strik eins og í síðustu þrjú skipti, heldur stöðvaðist það eftir einn og hálfan til tvo tíma og náði ekki upp á yfirborð,“ sagði Benedikt. „Það náði kannski norður undir Hagafell en svo virðist það hafa stöðvast og náði ekki nægu rúmmáli inn,“ bætti hann við. Eldgos geti læðst aftan að okkur þó það sé ólíklegt Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt og lækkað hættustig í Grindavík og á Svartsengi. Enn er ekki hægt að útiloka eldgos þó líkurnar fari minnkandi. „Við höfum meira eða minna breytt hættumatskortinu aftur í fyrra horf, eins og það var á laugardaginn áður en þetta byrjaði. Bæði Svartsengi og Grindavík eru komin niður á appelsínugult en við höldum þessu svæði rauðu í kringum þar sem kvikugangurinn myndaðist því við getum ekki útilokað ennþá að það komi gos úr þessu,“ segir hann. Veðurstofan uppfærði hættumat sitt í dag og er hættumatskort nú sambærilegt því sem það var fyrir kvikuskotið. „Það getur læðst aftan að okkur eins og í Fagradalsfjalli en við eigum ekki endilega von á því. Líkurnar minnka með tímanum en það er einn möguleiki sem getur gerst en það er þá ekki mikið magn. Við höfum varann á okkur með það. Aftur á móti fór mjög lítið rúmmál úr Svartsengi og við getum búist við að þetta endurtaki sig á næstu viku eða dögum,“ segir Benedikt. Ekki hægt að spá fyrir hvert kvikuinnskot leiðir Benedikt segir ómögulegt að spá fyrir um það hvort kvikuinnskot endi með gosi eða ekki. Ákveði menn að rýma ekki séu þeir að taka talsvert meiri áhættu en ella. Lögreglustjórinn hefur opnað aftur fyrir aðgengi að Grindavík. Hvað finnst þér um það? „Ég hef svo sem enga sérstaka skoðun á því. Það er bara í samræmi við hættumatið eins og við breyttum því í dag,“ sagði Benedikt. Bæjarfélag og fyrirtæki þarna í kring þurfa að rýma mjög oft og reglulega. Þetta er gagnrýnt af mörgum þeim sem hafa verið að stjórna fyrirtækjum. Erum við stunda að fara fram úr okkur að þínu mati? „Það er náttúrulega ekki okkar ákvörðun hvort menn rými eða ekki. En við getum ekki spáð fyrir um það fyrirfram hvort kvikuinnskotin enda svona eða hvort þetta endar í gosi eins og í janúar. Við höfum enga leið til að sjá það fyrir. Ef menn ákveða að rýma ekki þá eru þeir að taka talsvert meiri áhættu, það er alveg ljóst,“ sagði Benedikt. Og engin leið til að segja um hvort það sé að fara að gjósa? „Nei, við sjáum kviku fara af stað og svo kemur í ljós hvort það byrjar að gjósa eða ekki. Við fylgjumst með hvernig atburðarásin er. Þá getur verið betra að vera búin að koma fólki í burtu ef það byrjar gos,“ sagði Benedikt að lokum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Aflétta rýmingu í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að opna aftur fyrir aðgengi að Grindavík eftir að svæðið var rýmt í gær í kjölfar kvikuhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu. 3. mars 2024 15:52 Verulegar líkur á öðru innskoti á allra næstu dögum Líklegast er að annað kvikuinnskot hefjist á næstu dögum á Reykjanesskaga. Þó er ekki útilokað að kvika leiti enn til yfirborðs eftir innskot gærdagsins, sem jók á óvissuna fremur en að eyða henni, að sögn jarðeðlisfræðings. 3. mars 2024 11:49 Eldgos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. 3. mars 2024 10:37 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira
Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, ræddi við Sindra Sindrason, fréttaþul, um atburðarás laugardagsins þar sem kvikuinnskot hófst og því lauk án eldgoss og hvernig framhaldið verður á næstu dögum. Geturðu aðeins útskýrt þessa atburðarás í gær? „Í rauninni byrjaði hún mjög svipað eins og fyrri eldgos, þessi þrjú eldgos sem hafa þegar orðið. Byrjaði með snarpri skjálftahrinu sem óx mjög hratt og við sjáum skýr merki um að það væri kvikuinnskot í gangi. En aftur á móti virðist það ekki hafa náð sér á strik eins og í síðustu þrjú skipti, heldur stöðvaðist það eftir einn og hálfan til tvo tíma og náði ekki upp á yfirborð,“ sagði Benedikt. „Það náði kannski norður undir Hagafell en svo virðist það hafa stöðvast og náði ekki nægu rúmmáli inn,“ bætti hann við. Eldgos geti læðst aftan að okkur þó það sé ólíklegt Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt og lækkað hættustig í Grindavík og á Svartsengi. Enn er ekki hægt að útiloka eldgos þó líkurnar fari minnkandi. „Við höfum meira eða minna breytt hættumatskortinu aftur í fyrra horf, eins og það var á laugardaginn áður en þetta byrjaði. Bæði Svartsengi og Grindavík eru komin niður á appelsínugult en við höldum þessu svæði rauðu í kringum þar sem kvikugangurinn myndaðist því við getum ekki útilokað ennþá að það komi gos úr þessu,“ segir hann. Veðurstofan uppfærði hættumat sitt í dag og er hættumatskort nú sambærilegt því sem það var fyrir kvikuskotið. „Það getur læðst aftan að okkur eins og í Fagradalsfjalli en við eigum ekki endilega von á því. Líkurnar minnka með tímanum en það er einn möguleiki sem getur gerst en það er þá ekki mikið magn. Við höfum varann á okkur með það. Aftur á móti fór mjög lítið rúmmál úr Svartsengi og við getum búist við að þetta endurtaki sig á næstu viku eða dögum,“ segir Benedikt. Ekki hægt að spá fyrir hvert kvikuinnskot leiðir Benedikt segir ómögulegt að spá fyrir um það hvort kvikuinnskot endi með gosi eða ekki. Ákveði menn að rýma ekki séu þeir að taka talsvert meiri áhættu en ella. Lögreglustjórinn hefur opnað aftur fyrir aðgengi að Grindavík. Hvað finnst þér um það? „Ég hef svo sem enga sérstaka skoðun á því. Það er bara í samræmi við hættumatið eins og við breyttum því í dag,“ sagði Benedikt. Bæjarfélag og fyrirtæki þarna í kring þurfa að rýma mjög oft og reglulega. Þetta er gagnrýnt af mörgum þeim sem hafa verið að stjórna fyrirtækjum. Erum við stunda að fara fram úr okkur að þínu mati? „Það er náttúrulega ekki okkar ákvörðun hvort menn rými eða ekki. En við getum ekki spáð fyrir um það fyrirfram hvort kvikuinnskotin enda svona eða hvort þetta endar í gosi eins og í janúar. Við höfum enga leið til að sjá það fyrir. Ef menn ákveða að rýma ekki þá eru þeir að taka talsvert meiri áhættu, það er alveg ljóst,“ sagði Benedikt. Og engin leið til að segja um hvort það sé að fara að gjósa? „Nei, við sjáum kviku fara af stað og svo kemur í ljós hvort það byrjar að gjósa eða ekki. Við fylgjumst með hvernig atburðarásin er. Þá getur verið betra að vera búin að koma fólki í burtu ef það byrjar gos,“ sagði Benedikt að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Aflétta rýmingu í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að opna aftur fyrir aðgengi að Grindavík eftir að svæðið var rýmt í gær í kjölfar kvikuhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu. 3. mars 2024 15:52 Verulegar líkur á öðru innskoti á allra næstu dögum Líklegast er að annað kvikuinnskot hefjist á næstu dögum á Reykjanesskaga. Þó er ekki útilokað að kvika leiti enn til yfirborðs eftir innskot gærdagsins, sem jók á óvissuna fremur en að eyða henni, að sögn jarðeðlisfræðings. 3. mars 2024 11:49 Eldgos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. 3. mars 2024 10:37 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira
Aflétta rýmingu í Grindavík Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að opna aftur fyrir aðgengi að Grindavík eftir að svæðið var rýmt í gær í kjölfar kvikuhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu. 3. mars 2024 15:52
Verulegar líkur á öðru innskoti á allra næstu dögum Líklegast er að annað kvikuinnskot hefjist á næstu dögum á Reykjanesskaga. Þó er ekki útilokað að kvika leiti enn til yfirborðs eftir innskot gærdagsins, sem jók á óvissuna fremur en að eyða henni, að sögn jarðeðlisfræðings. 3. mars 2024 11:49
Eldgos líklegast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells Minnkandi líkur eru á að kvika komi upp í tengslum við kvikuhlaupið sem hófst seinni partinn í gær. Þrátt fyrir það eru áfram auknar líkur á eldgosi og kvikusöfnun undir Svartsengi heldur nú áfram. Veðurstofan telur mestar líkur á að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. 3. mars 2024 10:37