Aflétta rýmingu í Grindavík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. mars 2024 15:52 Frá Grindavík. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að opna aftur fyrir aðgengi að Grindavík eftir að svæðið var rýmt í gær í kjölfar kvikuhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að rýmingin í gær hafi gengið vel. Reynsla gærdagsins sýni að á háannatíma hjá Bláa lóninu taki um fjörutíu mínútur að rýma starfsstöðvar fyrirtækisins. Þá hafi enginn asi verið á rýmingu í Grindavík og tók hún um eina klukkustund. Fáir hafi verið á ferli í bænum fyrir utan viðbragsaðila og verktaka við vinnu við varnargarða. Sú vinna liggur niðri í dag samkvæmt áður ákveðnu skipulagi. Áður hefur komið fram að Veðurstofa Íslands telji enn auknar líkur á eldgosi og benda gögn til þess að kvikuhlaupið hafi stöðvast við Hagafell. Áfram er talið að kvikumagn undir Svartsengi aukist sem getur endað með öðru kvikuhlaupi eða eldgosi. Það getur hafist með stuttum fyrirvara. Til fyrra horfs hvað varðar aðgengi Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar að samkvæmt hættumatskorti Veðurstofunnar, sé á starfssvæði Bláa lónsins, Northern Light Inn og HS Orku talin vera mikil hætta á hraunrennsli. Litakvarði þess svæðis sýni töluverða hættu. Framangreind starfssvæði eru í dag varin með varnargörðum. Í Grindavík er talin vera mikil hætta á jarðfalli ofan í sprungur, hraunflæði og sprunguhreyfingum. Grindavík er varin varnargörðum en uppbyggingu þeirra er ekki lokið. Litakvarði fyrir Grindvík sýnir töluverða hættu. Þrátt fyrir að rýmingu verði aflétt áréttar lögreglan að enn séu hættur á svæðinu. Aðstæður þar geti breyst með litlum fyrirvara. Þá geti hættur leynst uatn merktra svæða og merki um að það styttist í næsta gos. Mikilvægt er að hafa neðangreint í huga: Íbúar og starfsmenn fari inn í bæinn á eigin ábyrgð. Hver og einn verður að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi. Lögreglustjóri tekur skýrt fram að Grindavík er ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Þar eru ekki starfræktir skólar og innviðir eru í ólestri. Lögreglustjóri mælir ekki með því að fólk dvelji í bænum. Jarðsprungur eru víða í og við bæinn og sprungur geta opnast án fyrirfara. Hætta er metin töluverð á jarðfalli ofan í sprungur og sprunguhreyfingum. Mótvægisaðgerðir eru og hafa verið í gangi sem felast m.a. í kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. Þá hafa sprungur verið girtar af. Opin svæði í og við Grindavík hafa ekki verið skoðuð sérstaklega. Fólk haldi sig við götur bæjarins og forðist að fara út á lóðir og önnur opin svæði. Grindavík er lokuð öllum öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum fyrirtækja bæjarins og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Fjölmiðlafólk hefur heimild til að fara inn í bæinn með sama hætti og íbúar og starfsmenn fyrirtækja. Á starfssvæði Bláa Lónsins, Northern Light Inn og HS orku er talin mjög mikil hætta á hraunflæði. Um tíma þrengdi að aðkomuleiðum þegar hraun rann yfir Grindavíkurveg og lokaði leiðinni inn að Bláa Lóninu, Northern Light Inn og HS orku. Lagður var vegur yfir ný runnið hraunið og aðkoma um Grindavíkurveg opnuð að nýju. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Þar segir að rýmingin í gær hafi gengið vel. Reynsla gærdagsins sýni að á háannatíma hjá Bláa lóninu taki um fjörutíu mínútur að rýma starfsstöðvar fyrirtækisins. Þá hafi enginn asi verið á rýmingu í Grindavík og tók hún um eina klukkustund. Fáir hafi verið á ferli í bænum fyrir utan viðbragsaðila og verktaka við vinnu við varnargarða. Sú vinna liggur niðri í dag samkvæmt áður ákveðnu skipulagi. Áður hefur komið fram að Veðurstofa Íslands telji enn auknar líkur á eldgosi og benda gögn til þess að kvikuhlaupið hafi stöðvast við Hagafell. Áfram er talið að kvikumagn undir Svartsengi aukist sem getur endað með öðru kvikuhlaupi eða eldgosi. Það getur hafist með stuttum fyrirvara. Til fyrra horfs hvað varðar aðgengi Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar að samkvæmt hættumatskorti Veðurstofunnar, sé á starfssvæði Bláa lónsins, Northern Light Inn og HS Orku talin vera mikil hætta á hraunrennsli. Litakvarði þess svæðis sýni töluverða hættu. Framangreind starfssvæði eru í dag varin með varnargörðum. Í Grindavík er talin vera mikil hætta á jarðfalli ofan í sprungur, hraunflæði og sprunguhreyfingum. Grindavík er varin varnargörðum en uppbyggingu þeirra er ekki lokið. Litakvarði fyrir Grindvík sýnir töluverða hættu. Þrátt fyrir að rýmingu verði aflétt áréttar lögreglan að enn séu hættur á svæðinu. Aðstæður þar geti breyst með litlum fyrirvara. Þá geti hættur leynst uatn merktra svæða og merki um að það styttist í næsta gos. Mikilvægt er að hafa neðangreint í huga: Íbúar og starfsmenn fari inn í bæinn á eigin ábyrgð. Hver og einn verður að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi. Lögreglustjóri tekur skýrt fram að Grindavík er ekki staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Þar eru ekki starfræktir skólar og innviðir eru í ólestri. Lögreglustjóri mælir ekki með því að fólk dvelji í bænum. Jarðsprungur eru víða í og við bæinn og sprungur geta opnast án fyrirfara. Hætta er metin töluverð á jarðfalli ofan í sprungur og sprunguhreyfingum. Mótvægisaðgerðir eru og hafa verið í gangi sem felast m.a. í kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. Þá hafa sprungur verið girtar af. Opin svæði í og við Grindavík hafa ekki verið skoðuð sérstaklega. Fólk haldi sig við götur bæjarins og forðist að fara út á lóðir og önnur opin svæði. Grindavík er lokuð öllum öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum fyrirtækja bæjarins og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa. Fjölmiðlafólk hefur heimild til að fara inn í bæinn með sama hætti og íbúar og starfsmenn fyrirtækja. Á starfssvæði Bláa Lónsins, Northern Light Inn og HS orku er talin mjög mikil hætta á hraunflæði. Um tíma þrengdi að aðkomuleiðum þegar hraun rann yfir Grindavíkurveg og lokaði leiðinni inn að Bláa Lóninu, Northern Light Inn og HS orku. Lagður var vegur yfir ný runnið hraunið og aðkoma um Grindavíkurveg opnuð að nýju.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira