Dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos en ekkert hægt að útiloka Magnús Jochum Pálsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 2. mars 2024 18:44 Magnús Tumi segir margar mögulegar sviðsmyndir í boði en ekkert sé hægt að útiloka. Stöð 2 Jarðeðlisfræðingur sem flaug yfir svæðið þar sem kvikuhlaupið fór af stað segir enga virkni sjáanlega úr lofti. Hins vegar séu dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos þegar kvika fer af stað. Hegðunin sé svipuð og í fyrri eldgosum en það sé ekkert hægt að útiloka. Fréttastofa ræddi við Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing, um sexleytið en hann var þá nýkominn úr útsýnisflugi í þyrlu yfir svæðið þar sem skjálftavirknin hefur verið og kvikuhlaupið fór af stað um 16 í dag. Hvað sáuði þið? „Við vorum að fljúga yfir nýja hraunið og gígana og skoða hvað væri að sjá. Það fór kvikuhlaup af stað núna klukkan fjögur. Það getur leitt til eldgoss. Við fórum af stað núna og það gaus ekki meðan við vorum á svæðinu. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Magnús Tumi. Það er í rauninni ekkert til að sjá núna? „Það er engin virkni sem sést núna. Það er ekki komið neitt gos og ekki víst að það verði gos. En þetta eru dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos, þegar kvikan fer af stað. En það er ekki alveg alltaf þannig að það endar með eldgosi. Við verðum að bíða og sjá,“ sagði hann. Kvikan leiti til hliðanna Hegðunin sé svipuð og í fyrri gosum en það sé erfitt að segja á hvaða leið hraunið sé. Kvikan leiti til hliðanna. Þetta er eins og hefur verið fyrir síðustu eldgos á þessu svæði? „Þetta er mjög í þeim stíl. En þegar maður er uppi í þyrlu er maður kannski ekki með augun á skjánum að skoða öll gögn og hvernig það hefur hegðað sér síðasta klukkutímann varðandi aðlögun og annað get ég ekki alveg sagt. Við verðum að sjá hverju fram vindur. Hvort þetta endar í eldgosi eða stoppar áður. Það er ekki útilokað,“ sagði Magnús Tumi. Skjálftahrinan virðist vera að leita til suðurs, heldurðu að kvikuinnskotið sé að fara nær Grindavík? „Það er erfitt að segja hvort það er á þeirri leið. Það voru einhverjiir skjálftar þar. Það er sennilega eins og kvikan sé að leita sér leiða til hliðanna. Það er ekki hægt að útiloka neitt á þessum tímapunkti. Við verðum að sjá hverju fram vindur þangað til þessi atburður er búinn. Hvort hann endar með eldgosi og hvar það er,“ sagði Magnús Tumi. „Það gæti verið beint við Sýlingarfellið þar sem hraunstraumið er, það gæti verið lengra til norðurs og það gæti líka verið lengra til suðurs, meira í átt að Grindavík. Þetta eru möguleikarnir og á þessari stundu er ekkert hægt að segja um hvort það endar með gosi og hvert það leitar. Þessi lengri tími bendir til þess að kvikan sé að leita fyrir sér til hliðanna,“ sagði hann að lokum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Fréttastofa ræddi við Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing, um sexleytið en hann var þá nýkominn úr útsýnisflugi í þyrlu yfir svæðið þar sem skjálftavirknin hefur verið og kvikuhlaupið fór af stað um 16 í dag. Hvað sáuði þið? „Við vorum að fljúga yfir nýja hraunið og gígana og skoða hvað væri að sjá. Það fór kvikuhlaup af stað núna klukkan fjögur. Það getur leitt til eldgoss. Við fórum af stað núna og það gaus ekki meðan við vorum á svæðinu. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Magnús Tumi. Það er í rauninni ekkert til að sjá núna? „Það er engin virkni sem sést núna. Það er ekki komið neitt gos og ekki víst að það verði gos. En þetta eru dæmigerðar aðstæður fyrir eldgos, þegar kvikan fer af stað. En það er ekki alveg alltaf þannig að það endar með eldgosi. Við verðum að bíða og sjá,“ sagði hann. Kvikan leiti til hliðanna Hegðunin sé svipuð og í fyrri gosum en það sé erfitt að segja á hvaða leið hraunið sé. Kvikan leiti til hliðanna. Þetta er eins og hefur verið fyrir síðustu eldgos á þessu svæði? „Þetta er mjög í þeim stíl. En þegar maður er uppi í þyrlu er maður kannski ekki með augun á skjánum að skoða öll gögn og hvernig það hefur hegðað sér síðasta klukkutímann varðandi aðlögun og annað get ég ekki alveg sagt. Við verðum að sjá hverju fram vindur. Hvort þetta endar í eldgosi eða stoppar áður. Það er ekki útilokað,“ sagði Magnús Tumi. Skjálftahrinan virðist vera að leita til suðurs, heldurðu að kvikuinnskotið sé að fara nær Grindavík? „Það er erfitt að segja hvort það er á þeirri leið. Það voru einhverjiir skjálftar þar. Það er sennilega eins og kvikan sé að leita sér leiða til hliðanna. Það er ekki hægt að útiloka neitt á þessum tímapunkti. Við verðum að sjá hverju fram vindur þangað til þessi atburður er búinn. Hvort hann endar með eldgosi og hvar það er,“ sagði Magnús Tumi. „Það gæti verið beint við Sýlingarfellið þar sem hraunstraumið er, það gæti verið lengra til norðurs og það gæti líka verið lengra til suðurs, meira í átt að Grindavík. Þetta eru möguleikarnir og á þessari stundu er ekkert hægt að segja um hvort það endar með gosi og hvert það leitar. Þessi lengri tími bendir til þess að kvikan sé að leita fyrir sér til hliðanna,“ sagði hann að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira