Sýni að Vinstri græn séu í tilvistarkreppu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. mars 2024 12:07 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. Vinstri græn mælast með 4,7 prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn myndi detta af þingi yrði það niðurstaðan. Stjórnmálafræðingur segir flokkinn í tilvistarkreppu. Minna fylgi Samfylkingar milli mánaða og aukið fylgi Miðflokks megi rekja til útlendingamála. „Að flokkur forsætisráðherrans mælist undir þröskuldi og eigi það á hættu að falla út af þingi gerir auðvitað stöðuna einstaklega flókna fyrir þann flokk. Það blasir við. Þetta er flokkur í tilvistarkreppu,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur í samtali við fréttastofu. Flokkurinn hefur ekki mælst með eins lítið fylgi í könnunum síðan hann var stofnaður í febrúar 1999. Fyrir mánuði mældist hann með 5,5 prósent sem hefði dugað til þriggja þingsæta. Eiríkur segir fylgið þó ekki þýða að Vinstri græn með geti ekki leitt ríkisstjórn eins og staðan sé í dag. „En það veikir auðvitað forrystuna. Og það segir sig auðvitað sjálft, flokkurinn þarf auðvitað að reyna að finna einhverja viðspyrnu og hefur eflaust einhverjar áætlanir til þess.“ Útlendingamálin mögulega að koma í bakið á Samfylkingunni Eiríkur segir það athyglisvert að Samfylkingin sé í fyrsta sinn í langan tíma að mælast með minna fylgi á milli kannanna. Flokkurinn mælist með tveimur prósentustigum minna fylgi milli mánaða og er með 28,2 prósent. Eiríkur segir flokkinn ekki virðast njóta ummæla Kristrúnar Frostadóttur formanns flokksins um útlendingamál. „Það vekur auðvitað alveg sérstaka athygli að í kjölfar útspils formanns Samfylkingarinnar, breytta stefnu flokksins í raun og veru í málefnum útlendinga og hælisleitenda að þá fellur flokkurinn í fylgi. Hann nýtur semsé ekki þess útspils sem einhverjir hafa eflaust vænst að hann myndi gera,“ segir Eiríkur. „Á móti eykst fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, þeirra flokka sem héldu fyrir svona samsavarandi orðræðu og Samfylkingin hefur nú tekið upp. Við höfum séð það víða í löndunum í kringum okkur að stundum þegar flokkar taka upp málflutning annarra flokkka þá veitir það þeirra stuðningsmönnum réttmæti í raun og veru til að kjósa frummyndirnar frekar heldur en viðkomandi flokk og það getur vel verið að þarna séu slíkar hreyfingar á milli en við þurfum auðvitað að sjá fleiri kannanir áður en hægt er að slá slíku föstu.“ Umræðan færist nær stefnu Miðflokks Þá heldur Miðflokkurinn áfram að bæta við sig. Í skoðanakönnunum undanfarna mánuði hefur flokkurinn jafnt og þétt bætt við sig fylgi en flokkurinn er með tvo þingmenn í dag. Hann mælist nú með 12,8 prósent og segir Eiríkur umræðu um útlendingamál koma flokknum vel. „Ég myndi halda það að sú umræða sem verið hefur í landinu undanfarið um málefni útlendinga, hefur færst mun nær þeim málflutningi sem Miðflokksmenn hafa haldið úti yfir langa tíð og þar með eykst lögmæti málflutnings flokksins í augum kjósenda, við þá breytingu í umræðunn og það er augljóst að fylgi flokksins nýtur góðs af því.“ Alþingi Vinstri græn Samfylkingin Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Sjá meira
„Að flokkur forsætisráðherrans mælist undir þröskuldi og eigi það á hættu að falla út af þingi gerir auðvitað stöðuna einstaklega flókna fyrir þann flokk. Það blasir við. Þetta er flokkur í tilvistarkreppu,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur í samtali við fréttastofu. Flokkurinn hefur ekki mælst með eins lítið fylgi í könnunum síðan hann var stofnaður í febrúar 1999. Fyrir mánuði mældist hann með 5,5 prósent sem hefði dugað til þriggja þingsæta. Eiríkur segir fylgið þó ekki þýða að Vinstri græn með geti ekki leitt ríkisstjórn eins og staðan sé í dag. „En það veikir auðvitað forrystuna. Og það segir sig auðvitað sjálft, flokkurinn þarf auðvitað að reyna að finna einhverja viðspyrnu og hefur eflaust einhverjar áætlanir til þess.“ Útlendingamálin mögulega að koma í bakið á Samfylkingunni Eiríkur segir það athyglisvert að Samfylkingin sé í fyrsta sinn í langan tíma að mælast með minna fylgi á milli kannanna. Flokkurinn mælist með tveimur prósentustigum minna fylgi milli mánaða og er með 28,2 prósent. Eiríkur segir flokkinn ekki virðast njóta ummæla Kristrúnar Frostadóttur formanns flokksins um útlendingamál. „Það vekur auðvitað alveg sérstaka athygli að í kjölfar útspils formanns Samfylkingarinnar, breytta stefnu flokksins í raun og veru í málefnum útlendinga og hælisleitenda að þá fellur flokkurinn í fylgi. Hann nýtur semsé ekki þess útspils sem einhverjir hafa eflaust vænst að hann myndi gera,“ segir Eiríkur. „Á móti eykst fylgi Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, þeirra flokka sem héldu fyrir svona samsavarandi orðræðu og Samfylkingin hefur nú tekið upp. Við höfum séð það víða í löndunum í kringum okkur að stundum þegar flokkar taka upp málflutning annarra flokkka þá veitir það þeirra stuðningsmönnum réttmæti í raun og veru til að kjósa frummyndirnar frekar heldur en viðkomandi flokk og það getur vel verið að þarna séu slíkar hreyfingar á milli en við þurfum auðvitað að sjá fleiri kannanir áður en hægt er að slá slíku föstu.“ Umræðan færist nær stefnu Miðflokks Þá heldur Miðflokkurinn áfram að bæta við sig. Í skoðanakönnunum undanfarna mánuði hefur flokkurinn jafnt og þétt bætt við sig fylgi en flokkurinn er með tvo þingmenn í dag. Hann mælist nú með 12,8 prósent og segir Eiríkur umræðu um útlendingamál koma flokknum vel. „Ég myndi halda það að sú umræða sem verið hefur í landinu undanfarið um málefni útlendinga, hefur færst mun nær þeim málflutningi sem Miðflokksmenn hafa haldið úti yfir langa tíð og þar með eykst lögmæti málflutnings flokksins í augum kjósenda, við þá breytingu í umræðunn og það er augljóst að fylgi flokksins nýtur góðs af því.“
Alþingi Vinstri græn Samfylkingin Miðflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki við nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Sjá meira