Innlent

Myndir: Marg­menni með Stiglitz

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz í Veröld - húsi Vigdísar í dag.
Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz í Veröld - húsi Vigdísar í dag. Vísir/Vilhelm

Margmenni var mætt á málþing með Nóbelsverðlaunahafanum Joseph Stiglitz sem fram fór í hádeginu í dag í Veröld - húsi Vigdísar.

Á málþinginu flutti Stiglitz erindi undir yfirskriftinni Freedom and Liberty: Perspectives from 21st Century Economics. Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands stýrði fundinum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hélt opnunarávarp og Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra lokaði fundinum með samantekt.

Stiglitz hlaut Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 2001. Hann starfar í dag sem prófessor við Columbia háskóla í New York. Um skeið var hann einn af efnahagsráðgjöfum Bill Clinton Bandaríkjaforseta og um tíma aðalhagfræðingur Alþjóðabankans.

Salurinn var þéttsetinn. Vísir/Vilhelm

Stiglitz mætti með punkta.Vísir/Vilhelm

Fylgst með af athygli.Vísir/Vilhelm

Fyrrverandi ráðherrann og hagfræðingurinn Gylfi Magnússon lét sig ekki vanta. Vísir/Vilhelm

Fræðasamfélagið lét sig ekki vanta. Már Wolfang Mixa dósent í viðskiptafræði í góðum félagsskap.Vísir/Vilhelm

Jón Atli Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir áhugasöm um erindið. Vísir/Vilhelm

Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri Regins og Ágúst Ólafur Ágústsson fyrrverandi þingmaður. Vísir/Vilhelm

Lilja Dögg Alfreðsdóttir tók samantekt í lokin og punktaði því hjá sér. Vísir/Vilhelm

Þorvaldur Gylfason prófessor emeritus í hagfræði tók hattinn ofan fyrir Stiglitz. Vísir/Vilhelm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×