Lýsir ráðningu Dags sem dauðadómi Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2024 13:01 Dagur Sigurðsson var kynntur til leiks á blaðamannafundi í Zagreb í gær, sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu. Instagram/@hrs_insta Ekki eru allir jafnhrifnir af komu Dags Sigurðssonar inn í króatískan handbolta en hann er fyrsti erlendi þjálfarinn til að taka við stjórn króatíska landsliðsins, sem um árabil var eitt það allra besta í heimi. Króatar hafa skipt ört um þjálfara síðustu misseri og vilja komast sem fyrst aftur á sama stall og áður. Á árunum 1996-2016 vann liðið fjórtán sinnum til verðlauna á stórmótum, meðal annars tvö ólympíugull og heimsmeistaratitil. Einn af þeim sem vann ólympíugullið 1996, Nenad Kljaić sem nú er þjálfari, segir Dag vissulega góðan þjálfara en að það réttlæti ekki dýra ráðningu á honum fram yfir króatíska kollega hans. Kljaić virðist líta svo á að með því að ráða Dag sé króatíska handknattleikssambandið að snúa baki við króatískum þjálfurum, eða fella dauðadóm yfir þeim. „Til hamingju, ágætu herramenn HRS [króatíska handknattleikssambandsins], undir stjórn Zokija. Þið hafið núna kveðið upp dauðadóm fyrir alla króatíska þjálfara. Þið komuð inn með útlending (sem er góður þjálfari) og gerðuð þannig lítið úr öllum okkar þjálfurum,“ skrifaði Kljaić á Facebook-síðu sína en króatískir miðlar hafa fjallað um skrif hans. Dagur fékk samning til fjögurra ára og byrjar á því að reyna að koma Króatíu í gegnum ólympíuumspilið eftir aðeins tvær vikur, þar sem Króatar berjast við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á ÓL í París. Í janúar á næsta ári verða Króatar svo gestgjafar HM, með tilheyrandi pressu, ásamt Danmörku og Noregi. Er hann þá sex sinnum betri en okkar þjálfarar? Ljóst er að Kljaić telur að Dagur fái mun betur borgað en forverar hans í starfi, jafnvel þó að Dagur hafi sagt að samningur sinn við Króata feli í sér mun lægri laun en hann hafði áður í Japan. „Bara svo að ég spyrji; Hvað gerist ef að við vinnum ekki medalíu á Ólympíuleikunum í París? Ætlið þið þá loksins allir að segja af ykkur?“ spyr Kljaić og heldur áfram: „Því ef þið borgið honum 30.000 evrur á mánuði og gefið honum samning til fjögurra ára, þá þýðir það að hann er 5-6 sinnum betri þjálfari en nokkur af okkar þjálfurum. Því þið borguðuð öllum fyrri þjálfurum 5-6 sinnum minna en þetta, og voruð of seinir að borga í 7-8 mánuði og greidduð þeim svo ekki neitt þegar þið rákuð þá. Þið verðið að standa við þetta allt til enda. Þið kynnið hann til leiks eins og Messías sjálfan, svipað og Serbar með Gerona en þið sáuð hvernig það fór.“ Þar vísaði Kljaic í spænska þjálfarann Toni Gerona sem Serbar ráku eftir EM í janúar, þar sem Serbar sátu eftir í riðli Íslands. Handbolti Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Króatar hafa skipt ört um þjálfara síðustu misseri og vilja komast sem fyrst aftur á sama stall og áður. Á árunum 1996-2016 vann liðið fjórtán sinnum til verðlauna á stórmótum, meðal annars tvö ólympíugull og heimsmeistaratitil. Einn af þeim sem vann ólympíugullið 1996, Nenad Kljaić sem nú er þjálfari, segir Dag vissulega góðan þjálfara en að það réttlæti ekki dýra ráðningu á honum fram yfir króatíska kollega hans. Kljaić virðist líta svo á að með því að ráða Dag sé króatíska handknattleikssambandið að snúa baki við króatískum þjálfurum, eða fella dauðadóm yfir þeim. „Til hamingju, ágætu herramenn HRS [króatíska handknattleikssambandsins], undir stjórn Zokija. Þið hafið núna kveðið upp dauðadóm fyrir alla króatíska þjálfara. Þið komuð inn með útlending (sem er góður þjálfari) og gerðuð þannig lítið úr öllum okkar þjálfurum,“ skrifaði Kljaić á Facebook-síðu sína en króatískir miðlar hafa fjallað um skrif hans. Dagur fékk samning til fjögurra ára og byrjar á því að reyna að koma Króatíu í gegnum ólympíuumspilið eftir aðeins tvær vikur, þar sem Króatar berjast við Þýskaland, Austurríki og Alsír um tvö laus sæti á ÓL í París. Í janúar á næsta ári verða Króatar svo gestgjafar HM, með tilheyrandi pressu, ásamt Danmörku og Noregi. Er hann þá sex sinnum betri en okkar þjálfarar? Ljóst er að Kljaić telur að Dagur fái mun betur borgað en forverar hans í starfi, jafnvel þó að Dagur hafi sagt að samningur sinn við Króata feli í sér mun lægri laun en hann hafði áður í Japan. „Bara svo að ég spyrji; Hvað gerist ef að við vinnum ekki medalíu á Ólympíuleikunum í París? Ætlið þið þá loksins allir að segja af ykkur?“ spyr Kljaić og heldur áfram: „Því ef þið borgið honum 30.000 evrur á mánuði og gefið honum samning til fjögurra ára, þá þýðir það að hann er 5-6 sinnum betri þjálfari en nokkur af okkar þjálfurum. Því þið borguðuð öllum fyrri þjálfurum 5-6 sinnum minna en þetta, og voruð of seinir að borga í 7-8 mánuði og greidduð þeim svo ekki neitt þegar þið rákuð þá. Þið verðið að standa við þetta allt til enda. Þið kynnið hann til leiks eins og Messías sjálfan, svipað og Serbar með Gerona en þið sáuð hvernig það fór.“ Þar vísaði Kljaic í spænska þjálfarann Toni Gerona sem Serbar ráku eftir EM í janúar, þar sem Serbar sátu eftir í riðli Íslands.
Handbolti Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira