Hafa tryggt sér fjóra milljarða Samúel Karl Ólason skrifar 29. febrúar 2024 23:11 Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/Arnar Play hefur tryggt sér áskriftarloforð að andvirði fjögurra milljarða króna í heildina vegna hlutafjáraukningar sem unnið hefur verið að. Fjórir milljarðar var lágmark hlutafjáraukningarinnar og er hún nú háð leyfis hluthafa. Fáist það stendur til að auka hlutaféð á aðalfundi félagsins þann 21. mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play en þar kemur einnig fram að stjórn félagsins mun leggja til við hluthafa að henni verði veitt umboð til að efna til almenns útboðs að jafnvirði allt að átta milljónum evra í íslenskum krónum, á genginu 4,5 krónur á hlut. Þann 8. febrúar 2024 tilkynnti Play að félagið áformaði að sækja sér nýtt hlutafé sem gæti numið á bilinu þremur til fjórum milljörðum króna til að styrkja lausafjárstöðu félagsins. Erfiðar ytri aðstæður, einkum jarðhræringarnar á Reykjanesi sem höfðu neikvæð áhrif á eftirspurn og verkfall flugumferðarstjóra, þýddu að rekstrartap fyrir fjármagnsliði (EBIT) var nokkuð meira en gert var ráð fyrir á fjórða ársfjórðungi, eða 17,6 milljónir Bandaríkjadala, og um leið var sjóðstaðan því lakari en ella. Laust handbært fé Play var um 12,6 milljónir dala um áramótin og hefur að líkindum farið enn minnkandi á fyrstu vikum ársins. Sjá einnig: Play komið með vilyrði fyrir 2,6 milljörðum króna Í áðurnefndri tilkynningu segir að yfirfærsla Play yfir á aðalmarkað Nasdaq sé á áætlun og til standi að hún eigi sér stað í lok annars ársfjórðungs. Birgir Jónsson, forstjóri, segir virkilega ánægjulegt að sjá þær jákvæðu undirtektir sem fjárfestar hafi sýnt kynningu Play á hlutafjáraukningunni. „Með þeim skuldbindingum sem við höfum nú móttekið ásamt skuldbindingum okkar stærstu hluthafa, sem áður hafði verið tilkynnt um, hefur Play nú tryggt sér 4 milljarða eiginfjár innspýtingu. Sú tala kann að stækka í kjölfar útboðs sem áætlað er í kjölfar aðalfundar félagsins í mars,“ er haft eftir Birgi í tilkynningunni. „Hlutafjáraukningin styrkir fjárhagsstöðu félagsins verulega og gerir því kleift að grípa spennandi tækifæri til vaxtar og/eða mæta óvæntum áföllum. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkar góða félag og starfsfólk félagsins. Það er magnað að upplifa hvernig fagmennskan hjá starfsfólki félagsins heldur áfram að þróast. Metnaðurinn hjá hópnum er einstakur og það eru lífsgæði að starfa með jafn öflugu fólki og hér er að finna hjá PLAY.“ Play Fréttir af flugi Kauphöllin Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Milljarðatjón vegna umfjöllunar um jarðhræringar við Grindavík Forstjóri Play segir fréttir heimsfjölmiðla af umbrotunum í Grindavík fyrr í vetur hafa valdið íslenskri ferðaþjónustu milljarðatjóni. Hann hvetur íslensk stjórnvöld til að líta í eigin barm um hvað megi gera betur. 23. febrúar 2024 22:18 Töskugjöldin hjá Icelandair og Play hækka Töskugjöld hjá íslensku flugfélögunum hafa hækkað nokkuð undanfarin tvö ár. Töskugjaldið hjá Play er komið upp í 6.715 krónur fyrir aðra leið á meðan töskugjald með ódýrasta fargjaldi Icelandair er komið í 6.600 krónur. 21. febrúar 2024 10:15 Forstjóri Play segir gott að fá sterka traustsyfirlýsingu Forstjóri Play segir stærstu hluthafa flugfélagsins hafa sent traustsyfirlýsingu með vilyrðum um 2,6 milljarða króna nýtt hlutafé. Hann segir að þótt umræðan um fjárhagsstöðuna hafi verið óþægileg hafi hún hvorki skaðað félagið né komið niður á bókunum. 20. febrúar 2024 21:21 Play í hlutafjáraukningu og á aðalmarkað Forsvarsmenn Play hafa hafið undirbúning á hlutafjáraukningu fyrir félagið. Ráðgert er að sækja allt að þrjá til fjóra milljarða króna í nýtt hlutafé. Þá stefnir félagið á að flytja sig yfir á aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrri helmingi ársins. Gengi félagsins í Kauphöllinni var sextán prósentum lægra en í gær þegar markaðir opnuðu í dag. 9. febrúar 2024 10:11 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play en þar kemur einnig fram að stjórn félagsins mun leggja til við hluthafa að henni verði veitt umboð til að efna til almenns útboðs að jafnvirði allt að átta milljónum evra í íslenskum krónum, á genginu 4,5 krónur á hlut. Þann 8. febrúar 2024 tilkynnti Play að félagið áformaði að sækja sér nýtt hlutafé sem gæti numið á bilinu þremur til fjórum milljörðum króna til að styrkja lausafjárstöðu félagsins. Erfiðar ytri aðstæður, einkum jarðhræringarnar á Reykjanesi sem höfðu neikvæð áhrif á eftirspurn og verkfall flugumferðarstjóra, þýddu að rekstrartap fyrir fjármagnsliði (EBIT) var nokkuð meira en gert var ráð fyrir á fjórða ársfjórðungi, eða 17,6 milljónir Bandaríkjadala, og um leið var sjóðstaðan því lakari en ella. Laust handbært fé Play var um 12,6 milljónir dala um áramótin og hefur að líkindum farið enn minnkandi á fyrstu vikum ársins. Sjá einnig: Play komið með vilyrði fyrir 2,6 milljörðum króna Í áðurnefndri tilkynningu segir að yfirfærsla Play yfir á aðalmarkað Nasdaq sé á áætlun og til standi að hún eigi sér stað í lok annars ársfjórðungs. Birgir Jónsson, forstjóri, segir virkilega ánægjulegt að sjá þær jákvæðu undirtektir sem fjárfestar hafi sýnt kynningu Play á hlutafjáraukningunni. „Með þeim skuldbindingum sem við höfum nú móttekið ásamt skuldbindingum okkar stærstu hluthafa, sem áður hafði verið tilkynnt um, hefur Play nú tryggt sér 4 milljarða eiginfjár innspýtingu. Sú tala kann að stækka í kjölfar útboðs sem áætlað er í kjölfar aðalfundar félagsins í mars,“ er haft eftir Birgi í tilkynningunni. „Hlutafjáraukningin styrkir fjárhagsstöðu félagsins verulega og gerir því kleift að grípa spennandi tækifæri til vaxtar og/eða mæta óvæntum áföllum. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkar góða félag og starfsfólk félagsins. Það er magnað að upplifa hvernig fagmennskan hjá starfsfólki félagsins heldur áfram að þróast. Metnaðurinn hjá hópnum er einstakur og það eru lífsgæði að starfa með jafn öflugu fólki og hér er að finna hjá PLAY.“
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Milljarðatjón vegna umfjöllunar um jarðhræringar við Grindavík Forstjóri Play segir fréttir heimsfjölmiðla af umbrotunum í Grindavík fyrr í vetur hafa valdið íslenskri ferðaþjónustu milljarðatjóni. Hann hvetur íslensk stjórnvöld til að líta í eigin barm um hvað megi gera betur. 23. febrúar 2024 22:18 Töskugjöldin hjá Icelandair og Play hækka Töskugjöld hjá íslensku flugfélögunum hafa hækkað nokkuð undanfarin tvö ár. Töskugjaldið hjá Play er komið upp í 6.715 krónur fyrir aðra leið á meðan töskugjald með ódýrasta fargjaldi Icelandair er komið í 6.600 krónur. 21. febrúar 2024 10:15 Forstjóri Play segir gott að fá sterka traustsyfirlýsingu Forstjóri Play segir stærstu hluthafa flugfélagsins hafa sent traustsyfirlýsingu með vilyrðum um 2,6 milljarða króna nýtt hlutafé. Hann segir að þótt umræðan um fjárhagsstöðuna hafi verið óþægileg hafi hún hvorki skaðað félagið né komið niður á bókunum. 20. febrúar 2024 21:21 Play í hlutafjáraukningu og á aðalmarkað Forsvarsmenn Play hafa hafið undirbúning á hlutafjáraukningu fyrir félagið. Ráðgert er að sækja allt að þrjá til fjóra milljarða króna í nýtt hlutafé. Þá stefnir félagið á að flytja sig yfir á aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrri helmingi ársins. Gengi félagsins í Kauphöllinni var sextán prósentum lægra en í gær þegar markaðir opnuðu í dag. 9. febrúar 2024 10:11 Mest lesið Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Milljarðatjón vegna umfjöllunar um jarðhræringar við Grindavík Forstjóri Play segir fréttir heimsfjölmiðla af umbrotunum í Grindavík fyrr í vetur hafa valdið íslenskri ferðaþjónustu milljarðatjóni. Hann hvetur íslensk stjórnvöld til að líta í eigin barm um hvað megi gera betur. 23. febrúar 2024 22:18
Töskugjöldin hjá Icelandair og Play hækka Töskugjöld hjá íslensku flugfélögunum hafa hækkað nokkuð undanfarin tvö ár. Töskugjaldið hjá Play er komið upp í 6.715 krónur fyrir aðra leið á meðan töskugjald með ódýrasta fargjaldi Icelandair er komið í 6.600 krónur. 21. febrúar 2024 10:15
Forstjóri Play segir gott að fá sterka traustsyfirlýsingu Forstjóri Play segir stærstu hluthafa flugfélagsins hafa sent traustsyfirlýsingu með vilyrðum um 2,6 milljarða króna nýtt hlutafé. Hann segir að þótt umræðan um fjárhagsstöðuna hafi verið óþægileg hafi hún hvorki skaðað félagið né komið niður á bókunum. 20. febrúar 2024 21:21
Play í hlutafjáraukningu og á aðalmarkað Forsvarsmenn Play hafa hafið undirbúning á hlutafjáraukningu fyrir félagið. Ráðgert er að sækja allt að þrjá til fjóra milljarða króna í nýtt hlutafé. Þá stefnir félagið á að flytja sig yfir á aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrri helmingi ársins. Gengi félagsins í Kauphöllinni var sextán prósentum lægra en í gær þegar markaðir opnuðu í dag. 9. febrúar 2024 10:11
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent