Ásgeir: Vorum bara geggjaðir, það er ekkert flóknara en það Þorsteinn Hjálmsson skrifar 29. febrúar 2024 22:27 Ásgeir Örn Vísir/Vilhelm Haukar unnu öflugan sigur á Aftureldingu í kvöld í leik í 18. umferð Olís-deildarinnar. Lokatölur 24-28 í leik sem var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var að vonum sáttur með sigur sinna manna í kvöld. „Í fyrri hálfleik vorum við aðeins að elta en við náðum að vera einu yfir í hálfleik. Þannig að við komum sterkt inn í hálfleikinn, þetta var bara járn í járn. Ég var svo sem ekkert óánægður með fyrri hálfleikinn en 14 mörk eru kannski í það mesta á sig en heilt yfir nokkuð ánægður.“ Heimamenn spiluðu ákafa 5-1 vörn í leiknum og kom það Ásgeiri Erni á óvart. Var það eitt af atriðunum sem farið var yfir á hálfleik. „Í hálfleik var ég nokkuð sáttur, það voru svona smáatriði sem við fórum yfir í hálfleik upp á þeirra sóknarleik og 5-1 vörnina þeirra kom smá á óvart þannig að við vorum líka að renna yfir það.“ Í síðari hálfleik spiluðu Haukar afskaplega góðan varnarleik enda fékk liðið aðeins á sig tíu mörk í síðari hálfleik. Ásgeir Örn var ekki með neinar flóknar skýringar á þeim sterka varnarleik. „Varnarlega í seinni hálfleik vorum við bara geggjaðir, það er ekkert flóknara en það.“ Haukar náðu þriggja marka forystu strax í upphafi síðari hálfleiksins sem heimamenn áttu í vandræðum með að halda í við. Þakkar Ásgeir Örn þolinmæði sinna manna sóknarlega fyrir sigurinn í kvöld. „Við vorum svo sem ekki að breyta miklu, við vorum bara að reyna nákvæmlega þetta og svo hjálpaði að Magnús Gunnar hafi komið frábærlega inn og varði hrikalega mikilvæga bolta. Þá bara rúllaði þetta og við gáfum ekkert eftir. Sóknarlega var ég mjög ánægður. Við vorum með meiri þolinmæði en við höfum oft verið með og fengum helvíti flottar sóknir þar sem boltinn var bara að ganga hægri og vinstri svo kom blokkering og yfirtala. Þannig að ótrúlega margt sem ég er ánægður með.“ Næsta verkefni Hauka er 6. mars þegar liðið mætir ÍBV í undanúrslitum Powerade bikarsins. „Við komum mjög vel stemmdir inn í undanúrslitin. Ef við tökum KA leikinn og segjum að hann hafi verið slys þá erum við á helvíti góðu róli og búnir að finna góðan takt. Við þurfum bara að halda því áfram, það er ekkert flóknara en það. Það eru engar töfralausnir, þetta er bara ógeðslega mikil vinna og við þurfum að undirbúa okkur vel og vera bara klárir í alvöru baráttu. Það verður alvöru Eyja-geðveiki sem mætir okkur.“ Leikurinn í kvöld var mjög prúðmannlega spilaður en aðeins eitt gult spjald og ein brottvísun leit dagsins ljós í öllum leiknum. Ásgeir Örn hrósaði dómurunum fyrir sinn þátt í því. „Ég verð bara að hrósa dómurunum fyrir þetta. Mér fannst þeir bara setja línu sem var svona alveg á mörkunum en leyfðu því að vera, báðu megin, og þá var þetta bara þægilegra fyrir þá í framhaldinu. Ég var aldrei svekktur með að fá ekki tvær mínútur og ég held að Gunnar [þjálfari Aftureldingar] geti það eiginlega ekki heldur. Ég held að þetta sé bara góð lína sem dómararnir settu, þetta er aðallega hrós á þá.“ Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, tók ekki þátt í leiknum í kvöld. „Hann er bara ekki nógu góður í skrokknum, það er ekki flóknara en það, og það er bikarhelgi um næstu helgi þannig að við tókum enga sénsa. Magnús var annars frábær í dag og ekkert síðri en Aron hefur verið.“ Olís-deild karla Haukar Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 24-28 | Haukar halda í vonina um heimavallarrétt Í kvöld hófst 18. umferð Olís-deildar karla. Að Varmá í Mosfellsbæ mættu heimamenn í Aftureldingu Haukum. Var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda en tókst Haukum að slíta sig endanlega frá heimamönnum í lokinn. Lokatölur 24-28. 29. febrúar 2024 20:58 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Sjá meira
„Í fyrri hálfleik vorum við aðeins að elta en við náðum að vera einu yfir í hálfleik. Þannig að við komum sterkt inn í hálfleikinn, þetta var bara járn í járn. Ég var svo sem ekkert óánægður með fyrri hálfleikinn en 14 mörk eru kannski í það mesta á sig en heilt yfir nokkuð ánægður.“ Heimamenn spiluðu ákafa 5-1 vörn í leiknum og kom það Ásgeiri Erni á óvart. Var það eitt af atriðunum sem farið var yfir á hálfleik. „Í hálfleik var ég nokkuð sáttur, það voru svona smáatriði sem við fórum yfir í hálfleik upp á þeirra sóknarleik og 5-1 vörnina þeirra kom smá á óvart þannig að við vorum líka að renna yfir það.“ Í síðari hálfleik spiluðu Haukar afskaplega góðan varnarleik enda fékk liðið aðeins á sig tíu mörk í síðari hálfleik. Ásgeir Örn var ekki með neinar flóknar skýringar á þeim sterka varnarleik. „Varnarlega í seinni hálfleik vorum við bara geggjaðir, það er ekkert flóknara en það.“ Haukar náðu þriggja marka forystu strax í upphafi síðari hálfleiksins sem heimamenn áttu í vandræðum með að halda í við. Þakkar Ásgeir Örn þolinmæði sinna manna sóknarlega fyrir sigurinn í kvöld. „Við vorum svo sem ekki að breyta miklu, við vorum bara að reyna nákvæmlega þetta og svo hjálpaði að Magnús Gunnar hafi komið frábærlega inn og varði hrikalega mikilvæga bolta. Þá bara rúllaði þetta og við gáfum ekkert eftir. Sóknarlega var ég mjög ánægður. Við vorum með meiri þolinmæði en við höfum oft verið með og fengum helvíti flottar sóknir þar sem boltinn var bara að ganga hægri og vinstri svo kom blokkering og yfirtala. Þannig að ótrúlega margt sem ég er ánægður með.“ Næsta verkefni Hauka er 6. mars þegar liðið mætir ÍBV í undanúrslitum Powerade bikarsins. „Við komum mjög vel stemmdir inn í undanúrslitin. Ef við tökum KA leikinn og segjum að hann hafi verið slys þá erum við á helvíti góðu róli og búnir að finna góðan takt. Við þurfum bara að halda því áfram, það er ekkert flóknara en það. Það eru engar töfralausnir, þetta er bara ógeðslega mikil vinna og við þurfum að undirbúa okkur vel og vera bara klárir í alvöru baráttu. Það verður alvöru Eyja-geðveiki sem mætir okkur.“ Leikurinn í kvöld var mjög prúðmannlega spilaður en aðeins eitt gult spjald og ein brottvísun leit dagsins ljós í öllum leiknum. Ásgeir Örn hrósaði dómurunum fyrir sinn þátt í því. „Ég verð bara að hrósa dómurunum fyrir þetta. Mér fannst þeir bara setja línu sem var svona alveg á mörkunum en leyfðu því að vera, báðu megin, og þá var þetta bara þægilegra fyrir þá í framhaldinu. Ég var aldrei svekktur með að fá ekki tvær mínútur og ég held að Gunnar [þjálfari Aftureldingar] geti það eiginlega ekki heldur. Ég held að þetta sé bara góð lína sem dómararnir settu, þetta er aðallega hrós á þá.“ Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, tók ekki þátt í leiknum í kvöld. „Hann er bara ekki nógu góður í skrokknum, það er ekki flóknara en það, og það er bikarhelgi um næstu helgi þannig að við tókum enga sénsa. Magnús var annars frábær í dag og ekkert síðri en Aron hefur verið.“
Olís-deild karla Haukar Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 24-28 | Haukar halda í vonina um heimavallarrétt Í kvöld hófst 18. umferð Olís-deildar karla. Að Varmá í Mosfellsbæ mættu heimamenn í Aftureldingu Haukum. Var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda en tókst Haukum að slíta sig endanlega frá heimamönnum í lokinn. Lokatölur 24-28. 29. febrúar 2024 20:58 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 24-28 | Haukar halda í vonina um heimavallarrétt Í kvöld hófst 18. umferð Olís-deildar karla. Að Varmá í Mosfellsbæ mættu heimamenn í Aftureldingu Haukum. Var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda en tókst Haukum að slíta sig endanlega frá heimamönnum í lokinn. Lokatölur 24-28. 29. febrúar 2024 20:58