Ásgeir: Vorum bara geggjaðir, það er ekkert flóknara en það Þorsteinn Hjálmsson skrifar 29. febrúar 2024 22:27 Ásgeir Örn Vísir/Vilhelm Haukar unnu öflugan sigur á Aftureldingu í kvöld í leik í 18. umferð Olís-deildarinnar. Lokatölur 24-28 í leik sem var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var að vonum sáttur með sigur sinna manna í kvöld. „Í fyrri hálfleik vorum við aðeins að elta en við náðum að vera einu yfir í hálfleik. Þannig að við komum sterkt inn í hálfleikinn, þetta var bara járn í járn. Ég var svo sem ekkert óánægður með fyrri hálfleikinn en 14 mörk eru kannski í það mesta á sig en heilt yfir nokkuð ánægður.“ Heimamenn spiluðu ákafa 5-1 vörn í leiknum og kom það Ásgeiri Erni á óvart. Var það eitt af atriðunum sem farið var yfir á hálfleik. „Í hálfleik var ég nokkuð sáttur, það voru svona smáatriði sem við fórum yfir í hálfleik upp á þeirra sóknarleik og 5-1 vörnina þeirra kom smá á óvart þannig að við vorum líka að renna yfir það.“ Í síðari hálfleik spiluðu Haukar afskaplega góðan varnarleik enda fékk liðið aðeins á sig tíu mörk í síðari hálfleik. Ásgeir Örn var ekki með neinar flóknar skýringar á þeim sterka varnarleik. „Varnarlega í seinni hálfleik vorum við bara geggjaðir, það er ekkert flóknara en það.“ Haukar náðu þriggja marka forystu strax í upphafi síðari hálfleiksins sem heimamenn áttu í vandræðum með að halda í við. Þakkar Ásgeir Örn þolinmæði sinna manna sóknarlega fyrir sigurinn í kvöld. „Við vorum svo sem ekki að breyta miklu, við vorum bara að reyna nákvæmlega þetta og svo hjálpaði að Magnús Gunnar hafi komið frábærlega inn og varði hrikalega mikilvæga bolta. Þá bara rúllaði þetta og við gáfum ekkert eftir. Sóknarlega var ég mjög ánægður. Við vorum með meiri þolinmæði en við höfum oft verið með og fengum helvíti flottar sóknir þar sem boltinn var bara að ganga hægri og vinstri svo kom blokkering og yfirtala. Þannig að ótrúlega margt sem ég er ánægður með.“ Næsta verkefni Hauka er 6. mars þegar liðið mætir ÍBV í undanúrslitum Powerade bikarsins. „Við komum mjög vel stemmdir inn í undanúrslitin. Ef við tökum KA leikinn og segjum að hann hafi verið slys þá erum við á helvíti góðu róli og búnir að finna góðan takt. Við þurfum bara að halda því áfram, það er ekkert flóknara en það. Það eru engar töfralausnir, þetta er bara ógeðslega mikil vinna og við þurfum að undirbúa okkur vel og vera bara klárir í alvöru baráttu. Það verður alvöru Eyja-geðveiki sem mætir okkur.“ Leikurinn í kvöld var mjög prúðmannlega spilaður en aðeins eitt gult spjald og ein brottvísun leit dagsins ljós í öllum leiknum. Ásgeir Örn hrósaði dómurunum fyrir sinn þátt í því. „Ég verð bara að hrósa dómurunum fyrir þetta. Mér fannst þeir bara setja línu sem var svona alveg á mörkunum en leyfðu því að vera, báðu megin, og þá var þetta bara þægilegra fyrir þá í framhaldinu. Ég var aldrei svekktur með að fá ekki tvær mínútur og ég held að Gunnar [þjálfari Aftureldingar] geti það eiginlega ekki heldur. Ég held að þetta sé bara góð lína sem dómararnir settu, þetta er aðallega hrós á þá.“ Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, tók ekki þátt í leiknum í kvöld. „Hann er bara ekki nógu góður í skrokknum, það er ekki flóknara en það, og það er bikarhelgi um næstu helgi þannig að við tókum enga sénsa. Magnús var annars frábær í dag og ekkert síðri en Aron hefur verið.“ Olís-deild karla Haukar Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 24-28 | Haukar halda í vonina um heimavallarrétt Í kvöld hófst 18. umferð Olís-deildar karla. Að Varmá í Mosfellsbæ mættu heimamenn í Aftureldingu Haukum. Var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda en tókst Haukum að slíta sig endanlega frá heimamönnum í lokinn. Lokatölur 24-28. 29. febrúar 2024 20:58 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Fleiri fréttir Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Sjá meira
„Í fyrri hálfleik vorum við aðeins að elta en við náðum að vera einu yfir í hálfleik. Þannig að við komum sterkt inn í hálfleikinn, þetta var bara járn í járn. Ég var svo sem ekkert óánægður með fyrri hálfleikinn en 14 mörk eru kannski í það mesta á sig en heilt yfir nokkuð ánægður.“ Heimamenn spiluðu ákafa 5-1 vörn í leiknum og kom það Ásgeiri Erni á óvart. Var það eitt af atriðunum sem farið var yfir á hálfleik. „Í hálfleik var ég nokkuð sáttur, það voru svona smáatriði sem við fórum yfir í hálfleik upp á þeirra sóknarleik og 5-1 vörnina þeirra kom smá á óvart þannig að við vorum líka að renna yfir það.“ Í síðari hálfleik spiluðu Haukar afskaplega góðan varnarleik enda fékk liðið aðeins á sig tíu mörk í síðari hálfleik. Ásgeir Örn var ekki með neinar flóknar skýringar á þeim sterka varnarleik. „Varnarlega í seinni hálfleik vorum við bara geggjaðir, það er ekkert flóknara en það.“ Haukar náðu þriggja marka forystu strax í upphafi síðari hálfleiksins sem heimamenn áttu í vandræðum með að halda í við. Þakkar Ásgeir Örn þolinmæði sinna manna sóknarlega fyrir sigurinn í kvöld. „Við vorum svo sem ekki að breyta miklu, við vorum bara að reyna nákvæmlega þetta og svo hjálpaði að Magnús Gunnar hafi komið frábærlega inn og varði hrikalega mikilvæga bolta. Þá bara rúllaði þetta og við gáfum ekkert eftir. Sóknarlega var ég mjög ánægður. Við vorum með meiri þolinmæði en við höfum oft verið með og fengum helvíti flottar sóknir þar sem boltinn var bara að ganga hægri og vinstri svo kom blokkering og yfirtala. Þannig að ótrúlega margt sem ég er ánægður með.“ Næsta verkefni Hauka er 6. mars þegar liðið mætir ÍBV í undanúrslitum Powerade bikarsins. „Við komum mjög vel stemmdir inn í undanúrslitin. Ef við tökum KA leikinn og segjum að hann hafi verið slys þá erum við á helvíti góðu róli og búnir að finna góðan takt. Við þurfum bara að halda því áfram, það er ekkert flóknara en það. Það eru engar töfralausnir, þetta er bara ógeðslega mikil vinna og við þurfum að undirbúa okkur vel og vera bara klárir í alvöru baráttu. Það verður alvöru Eyja-geðveiki sem mætir okkur.“ Leikurinn í kvöld var mjög prúðmannlega spilaður en aðeins eitt gult spjald og ein brottvísun leit dagsins ljós í öllum leiknum. Ásgeir Örn hrósaði dómurunum fyrir sinn þátt í því. „Ég verð bara að hrósa dómurunum fyrir þetta. Mér fannst þeir bara setja línu sem var svona alveg á mörkunum en leyfðu því að vera, báðu megin, og þá var þetta bara þægilegra fyrir þá í framhaldinu. Ég var aldrei svekktur með að fá ekki tvær mínútur og ég held að Gunnar [þjálfari Aftureldingar] geti það eiginlega ekki heldur. Ég held að þetta sé bara góð lína sem dómararnir settu, þetta er aðallega hrós á þá.“ Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, tók ekki þátt í leiknum í kvöld. „Hann er bara ekki nógu góður í skrokknum, það er ekki flóknara en það, og það er bikarhelgi um næstu helgi þannig að við tókum enga sénsa. Magnús var annars frábær í dag og ekkert síðri en Aron hefur verið.“
Olís-deild karla Haukar Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 24-28 | Haukar halda í vonina um heimavallarrétt Í kvöld hófst 18. umferð Olís-deildar karla. Að Varmá í Mosfellsbæ mættu heimamenn í Aftureldingu Haukum. Var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda en tókst Haukum að slíta sig endanlega frá heimamönnum í lokinn. Lokatölur 24-28. 29. febrúar 2024 20:58 Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Fleiri fréttir Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 24-28 | Haukar halda í vonina um heimavallarrétt Í kvöld hófst 18. umferð Olís-deildar karla. Að Varmá í Mosfellsbæ mættu heimamenn í Aftureldingu Haukum. Var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda en tókst Haukum að slíta sig endanlega frá heimamönnum í lokinn. Lokatölur 24-28. 29. febrúar 2024 20:58