MAST segir áhrif blóðtöku vera væg Samúel Karl Ólason skrifar 29. febrúar 2024 19:59 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun barst ekki skýrsla um dauða fjögurra hryssa sem haldið hefur verið fram að rekja megi til reynsluleysis dýralækna við blóðtöku. Erfitt hafi verið fyrir stofnunina að fylgja málinu eftir vegna skorts á sönnunargögnum og vegna þess að umræddir dýralæknar heyrðu undir pólsk dýralæknayfirvöld en ekki íslensk. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja áhrif blóðtöku á Íslandi á heilsu og velferð hryssna vera væg. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var á vef Matvælastofnunar í dag. Þar segir að forsvarsmenn stofnunarinnar hafi lagt fram kröfu um tafarlausa þjálfun dýralækna sem komi að blóðmerarhaldi. Tilefni yfirlýsingar MAST er umfjöllun í blóðmerarhald í Kveik í vikunni. Þar steig meðal annars bóndi fram og greindi frá því að fjórar hryssur hefðu drepist vegna vinnubragða dýralækna fyrirtækisins Ísteka við blóðtökuna. Hún sagðist hafa verið beðin um að þagga niður þegar hryssurnar drápust og hefur ekki fengið bætur. Forsvarsmenn Dýralæknafélags Íslands sendu einnig út yfirlýsingu í morgun, þar sem kallað var eftir málefnalegri og agaðri umræðu. Í yfirlýsingu MAST segir að blóðmerahald sé undir viðamiklu eftirliti stofnunarinnar og reyndir eftirlitsmenn fari árlega á hverja starfsstöð og fylgist með blóðtöku. Því til viðbótar skili Ísteka árlega skýrslu um innra eftirlit fyrirtækisins. Þá er ítrekað að stofnunin komi ekki að deilum einstakra bænda og Ísteka. „Eins og fram kemur í sérstakri eftirlitsskýrslu fyrir blóðtöku á árinu 2022, kom upp grunur um að ástæðu þess að fjórar hryssur sem drápust í kjölfar blóðtöku á Lágafelli árið 2022, mætti rekja til reynsluleysis dýralækna sem að blóðtökunni komu,“ segir í yfirlýsingunni. Hræinn höfðu verið grafin en MAST fékk svör um að krufningarskýrsla lægi fyrir í einu tilfelli. „Þrátt fyrir að öðru hafi verið haldið fram í umfjölluninni barst ekki skrifleg skýrsla til stofnunarinnar en innihald hennar var að nokkru reifað í símtali. Það er ljóst að viðkomandi dýralæknar báru ábyrgð á meintum læknamistökum, bæði samkvæmt lögum um dýralækna en einnig samkvæmt þágildandi reglugerð um velferð hryssna sem notaðar eru til blóðtöku.“ Eftir áðurnefnda kröfu um aukna þjálfun dýralækna segir MAST að Ísteka hafi lagt fram þjálfunaráætlun fyrir komandi blóðtökutímabil og að í samantektarskýrslu um niðurstöður eftirlits komi fram að „út frá sjónarmiði dýravelferðar hafi blóðtakan gengið vel“. Ljóst sé að aðgerðirnar hafi skilað árangri. Í yfirlýsingu MAST segir einnig að niðurstöður rannsóknar Tilraunastöðvar HÍ á Keldum og Landbúnaðarháskóla Íslands um blóðhag blóðtöku hryssna hafi verið settar fram með bjöguðum hætti. Viðmælandi í Kveik hafi lesið út úr skýrslunni að fimm hundruð hryssur í blóðtöku liðu fyrir blóðskort. Hið rétta sé að rannsóknin hafi staðfest faglegt mat MAST um væg áhrif blóðtöku á Íslandi á heilsu og velferð hryssnanna. Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Forsvarsmenn stofnunarinnar segja áhrif blóðtöku á Íslandi á heilsu og velferð hryssna vera væg. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var á vef Matvælastofnunar í dag. Þar segir að forsvarsmenn stofnunarinnar hafi lagt fram kröfu um tafarlausa þjálfun dýralækna sem komi að blóðmerarhaldi. Tilefni yfirlýsingar MAST er umfjöllun í blóðmerarhald í Kveik í vikunni. Þar steig meðal annars bóndi fram og greindi frá því að fjórar hryssur hefðu drepist vegna vinnubragða dýralækna fyrirtækisins Ísteka við blóðtökuna. Hún sagðist hafa verið beðin um að þagga niður þegar hryssurnar drápust og hefur ekki fengið bætur. Forsvarsmenn Dýralæknafélags Íslands sendu einnig út yfirlýsingu í morgun, þar sem kallað var eftir málefnalegri og agaðri umræðu. Í yfirlýsingu MAST segir að blóðmerahald sé undir viðamiklu eftirliti stofnunarinnar og reyndir eftirlitsmenn fari árlega á hverja starfsstöð og fylgist með blóðtöku. Því til viðbótar skili Ísteka árlega skýrslu um innra eftirlit fyrirtækisins. Þá er ítrekað að stofnunin komi ekki að deilum einstakra bænda og Ísteka. „Eins og fram kemur í sérstakri eftirlitsskýrslu fyrir blóðtöku á árinu 2022, kom upp grunur um að ástæðu þess að fjórar hryssur sem drápust í kjölfar blóðtöku á Lágafelli árið 2022, mætti rekja til reynsluleysis dýralækna sem að blóðtökunni komu,“ segir í yfirlýsingunni. Hræinn höfðu verið grafin en MAST fékk svör um að krufningarskýrsla lægi fyrir í einu tilfelli. „Þrátt fyrir að öðru hafi verið haldið fram í umfjölluninni barst ekki skrifleg skýrsla til stofnunarinnar en innihald hennar var að nokkru reifað í símtali. Það er ljóst að viðkomandi dýralæknar báru ábyrgð á meintum læknamistökum, bæði samkvæmt lögum um dýralækna en einnig samkvæmt þágildandi reglugerð um velferð hryssna sem notaðar eru til blóðtöku.“ Eftir áðurnefnda kröfu um aukna þjálfun dýralækna segir MAST að Ísteka hafi lagt fram þjálfunaráætlun fyrir komandi blóðtökutímabil og að í samantektarskýrslu um niðurstöður eftirlits komi fram að „út frá sjónarmiði dýravelferðar hafi blóðtakan gengið vel“. Ljóst sé að aðgerðirnar hafi skilað árangri. Í yfirlýsingu MAST segir einnig að niðurstöður rannsóknar Tilraunastöðvar HÍ á Keldum og Landbúnaðarháskóla Íslands um blóðhag blóðtöku hryssna hafi verið settar fram með bjöguðum hætti. Viðmælandi í Kveik hafi lesið út úr skýrslunni að fimm hundruð hryssur í blóðtöku liðu fyrir blóðskort. Hið rétta sé að rannsóknin hafi staðfest faglegt mat MAST um væg áhrif blóðtöku á Íslandi á heilsu og velferð hryssnanna.
Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Matvælaframleiðsla Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira