Engar viðvaranir gefnar út og óttast ekki vatnsskort Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. febrúar 2024 14:00 Svali Kaldalóns hjá Tenerifeferðum segir íbúa almennt ekki óttast vatnsskort. vísir/magnús hlynur Íslendingur sem dvelur mikið á Tenerife hefur litlar áhyggjur af vatnsskorti en stjórnvöld á eyjunni hafa varað við neyðarástandi vegna þurrkatíðar. Hann segir engar viðvaranir hafa verið gefnar út til íbúa og óþarft að hafa áhyggjur. Í frétt Euoronews kemur fram að yfirvöld á Tenerife sjái fram á neyðarástand vegna þurrkatíðar á Spáni og skorts á vatni. Forseti heimastjórnar Tenerife segir að veturinn hafi verið sá þurrasti í sögu eyjunnar og sér fram á mánuði og jafnvel ár af þurrki. Íbúar ekki uggandi Málefni Tenerfie varða íslensku þjóðina að miklu leyti enda er eyjan einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga. Svali Kaldalóns, sem búið hefur á eyjunni og rekur ferðaþjónustufyrirtækið Tenerifeferðir segir að í fréttinni sé máluð nokkuð dökk mynd af stöðunni. „Eftir því sem ég best veit, miðað við þá sem ég hef verið að tala við eins og bændurna uppi í fjalli sem við erum duglegir að heimsækja, þeir eru ekkert rosalega hræddir um vatnsskort og segja ekki rétt og ekki tímabært að setja fram svona viðvaranir en auðvitað er það svo sem staðreynd að það hefur rignt hér miklu minna heldur en undanfarin ár. En megnið af vatninu sem er hérna er ekkert að safnast saman með regni heldur með gróðrinum sjálfum og það hefur ekkert verið lát á vatnssöfnun þar í vetur þrátt fyrir að það sé búið að vera heitara en gengur og gerist.“ Íbúar hafi ekki miklar áhyggjur af vatnsskorti og engar viðvaranir gefnar út til almennings af neinu viti. Gott að fara sparlega með vatn en enginn skortur Þeir Íslendingar sem eru að fara út þurfa þá ekki að kvíða þessu? „Nei það eru ekki komnar neinar reglur um að þú megir ekki fara í sturtu eftir klukkan sex á daginn eða álíka, það er ekki málið. En það er auðvitað frábært að þeir skuli benda á að menn þurfi að hugsa um vatnið, alveg klárlega því við þurfum að gera það. En það er ekki vatnsskortur hér eins og staðan er núna,“ sagði Svali um leið og hann kveður úr 23 gráðum og sól. Kanaríeyjar Spánn Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Í frétt Euoronews kemur fram að yfirvöld á Tenerife sjái fram á neyðarástand vegna þurrkatíðar á Spáni og skorts á vatni. Forseti heimastjórnar Tenerife segir að veturinn hafi verið sá þurrasti í sögu eyjunnar og sér fram á mánuði og jafnvel ár af þurrki. Íbúar ekki uggandi Málefni Tenerfie varða íslensku þjóðina að miklu leyti enda er eyjan einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga. Svali Kaldalóns, sem búið hefur á eyjunni og rekur ferðaþjónustufyrirtækið Tenerifeferðir segir að í fréttinni sé máluð nokkuð dökk mynd af stöðunni. „Eftir því sem ég best veit, miðað við þá sem ég hef verið að tala við eins og bændurna uppi í fjalli sem við erum duglegir að heimsækja, þeir eru ekkert rosalega hræddir um vatnsskort og segja ekki rétt og ekki tímabært að setja fram svona viðvaranir en auðvitað er það svo sem staðreynd að það hefur rignt hér miklu minna heldur en undanfarin ár. En megnið af vatninu sem er hérna er ekkert að safnast saman með regni heldur með gróðrinum sjálfum og það hefur ekkert verið lát á vatnssöfnun þar í vetur þrátt fyrir að það sé búið að vera heitara en gengur og gerist.“ Íbúar hafi ekki miklar áhyggjur af vatnsskorti og engar viðvaranir gefnar út til almennings af neinu viti. Gott að fara sparlega með vatn en enginn skortur Þeir Íslendingar sem eru að fara út þurfa þá ekki að kvíða þessu? „Nei það eru ekki komnar neinar reglur um að þú megir ekki fara í sturtu eftir klukkan sex á daginn eða álíka, það er ekki málið. En það er auðvitað frábært að þeir skuli benda á að menn þurfi að hugsa um vatnið, alveg klárlega því við þurfum að gera það. En það er ekki vatnsskortur hér eins og staðan er núna,“ sagði Svali um leið og hann kveður úr 23 gráðum og sól.
Kanaríeyjar Spánn Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent