Kvikumagnið heldur áfram að aukast Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. febrúar 2024 11:04 Frá Grindavík og hrauninu sem rann að bænum og yfir Grindavíkurveg í janúar. Vísir/Vilhelm Áfram eru auknar líkur á eldgosi á Reykjanesi í og við Svartsengi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu þar sem segir að virknin hafi haldist stöðug undanfarna daga. Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við þrjátíu mínútur. Líklegast er að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Kvikumagn undir Svartsengi heldur áfram að aukast og hraði landriss helst nokkuð jafn. Í hættumati er ekki gert ráð fyrir veðurskilyrðum eða öðrum þáttum sem geta haft áhrif á áhættuna sem felst í því að vera innan hættusvæða. Mögulegt er að kvikuhlaup verði án þess að til eldgoss komi. Línuritið sýnir samanburð á magni af kviku sem safnast hefur undir Svartsengi áður en kvika hleypur yfir í Sundhnúksgígaröðina. Staða kvikusöfnunar 28. febrúar er merkt með rauðu. Magnið er fengið með líkanreikningum byggt á GPS gögnum og er háð óvissu. Mismiklar breytingar geta einnig sést á milli daga. Fjólubláa línan sýnir magn kviku sem safnaðist áður en kvikugangurinn mikli sem liggur undir Grindavík myndaðist 10. nóvember. 8,5 til 9 milljónir rúmmetra af kviku Líkanreikningar sýna að í dag hafa um 8,5-9 milljónir rúmmetra af kviku safnast fyrir undir Svartsengi. Hraðinn á landrisinu hefur haldist nokkurn veginn sá sami síðust daga. Að öllu jöfnu hefur dregið úr hraða landriss þegar nálgast hefur eldgos. Samkvæmt líkanreikningum safnast um hálf milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi á sólarhring. Ef horft er til aðdraganda fyrri eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni aukast líkur á eldgosi þegar magnið hefur náð 8 – 13 milljón rúmmetrum. Ef kvikusöfnun heldur áfram með sama hraða nást efri mörk í næstu viku. Áfram eru auknar líkur á eldgosi næstu daga. Líklegast er að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og gæti það hafist með mjög stuttum fyrirvara. Nýtt hættumat Veðurstofu Íslands sem gefið var út í dag helst óbreytt frá því síðast. Hættumatið gildir fram á þriðjudaginn 5. mars að öllu óbreyttu. Líklegar sviðsmyndir haldast einnig óbreyttar frá því sem var birt fyrr í vikunni. Veðurstofan tekur fram að þó hún hafi á þessu stigi ekki aukið hættustig á umbrotasvæðunum þá geta aðstæður þar breyst mjög hratt og án fyrirvara. Þau sem eiga erindi inn á hættusvæðin þurfa að vera meðvituð um slíkt. Í því hættumati sem Veðurstofan gefur út er ekki gert ráð fyrir veðurskilyrðum eða öðrum þáttum sem geta haft áhrif á þá áhættu sem felst í að vera innan hættusvæða. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við þrjátíu mínútur. Líklegast er að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells. Kvikumagn undir Svartsengi heldur áfram að aukast og hraði landriss helst nokkuð jafn. Í hættumati er ekki gert ráð fyrir veðurskilyrðum eða öðrum þáttum sem geta haft áhrif á áhættuna sem felst í því að vera innan hættusvæða. Mögulegt er að kvikuhlaup verði án þess að til eldgoss komi. Línuritið sýnir samanburð á magni af kviku sem safnast hefur undir Svartsengi áður en kvika hleypur yfir í Sundhnúksgígaröðina. Staða kvikusöfnunar 28. febrúar er merkt með rauðu. Magnið er fengið með líkanreikningum byggt á GPS gögnum og er háð óvissu. Mismiklar breytingar geta einnig sést á milli daga. Fjólubláa línan sýnir magn kviku sem safnaðist áður en kvikugangurinn mikli sem liggur undir Grindavík myndaðist 10. nóvember. 8,5 til 9 milljónir rúmmetra af kviku Líkanreikningar sýna að í dag hafa um 8,5-9 milljónir rúmmetra af kviku safnast fyrir undir Svartsengi. Hraðinn á landrisinu hefur haldist nokkurn veginn sá sami síðust daga. Að öllu jöfnu hefur dregið úr hraða landriss þegar nálgast hefur eldgos. Samkvæmt líkanreikningum safnast um hálf milljón rúmmetrar af kviku undir Svartsengi á sólarhring. Ef horft er til aðdraganda fyrri eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni aukast líkur á eldgosi þegar magnið hefur náð 8 – 13 milljón rúmmetrum. Ef kvikusöfnun heldur áfram með sama hraða nást efri mörk í næstu viku. Áfram eru auknar líkur á eldgosi næstu daga. Líklegast er að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og gæti það hafist með mjög stuttum fyrirvara. Nýtt hættumat Veðurstofu Íslands sem gefið var út í dag helst óbreytt frá því síðast. Hættumatið gildir fram á þriðjudaginn 5. mars að öllu óbreyttu. Líklegar sviðsmyndir haldast einnig óbreyttar frá því sem var birt fyrr í vikunni. Veðurstofan tekur fram að þó hún hafi á þessu stigi ekki aukið hættustig á umbrotasvæðunum þá geta aðstæður þar breyst mjög hratt og án fyrirvara. Þau sem eiga erindi inn á hættusvæðin þurfa að vera meðvituð um slíkt. Í því hættumati sem Veðurstofan gefur út er ekki gert ráð fyrir veðurskilyrðum eða öðrum þáttum sem geta haft áhrif á þá áhættu sem felst í að vera innan hættusvæða.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira