Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. febrúar 2024 11:06 Króatía er fjórða landsliðið sem Dagur Sigurðsson þjálfar. getty/Noushad Thekkayil Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. Á blaðamannafundinum þar sem Dagur var kynntur kvaðst hann vera spenntur fyrir áskoruninni að taka við króatíska liðinu. „Aðalástæðan er að mig langaði í áskorun, ævintýri, ástríðu og það er allt í þessu starfi. Pressa líka en þetta er mikil áskorun,“ sagði Dagur sem stýrir Króötum í fyrsta sinn í forkeppni Ólympíuleikanna í Hanoover í Þýskalandi 14.-17. mars. Króatía er með Þýskalandi, Austurríki og Alsír í riðli. Tvö liðanna komast á Ólympíuleikana í París. „Liðið er mjög gott en hefur vantað að taka síðasta skrefið til að komast í undanúrslit á síðustu mótum. Næstu tvær vikur þurfum við að gera allt til að vera tilbúnir fyrir Hannover. Ég hef fylgst með Króatíu sem er með góða blöndu af ungum og reyndum leikmönnum og við þurfum að finna jafnvægi í liðinu. Við eigum mikið verk fyrir höndum. Núna þarf ég að skoða leikmennina með sínum félagsliðum og kynnast liðinu.“ Nöfnin ekki mikilvæg Dagur vildi lítið ræða hvaða leikmenn hann myndi velja í sinn fyrsta landsliðshóp. „Ég vil ekki tala um nöfn. Við erum með þessa sem eru á blaði. Allir eiga möguleika og mér finnst við vera með gott lið. Eldri leikmennirnir eru spenntir fyrir Ólympíuleikunum og HM í Króatíu á næsta ári. Við töluðum ekki mikið um framtíðina, það sem er mikilvægast eru næstu 2-3 vikur. París er draumurinn og það eina sem skiptir máli núna,“ sagði Dagur sem tilkynnir hópinn fyrir forkeppni Ólympíuleikanna í byrjun næstu viku. „Við förum til Hannover með tuttugu leikmenn. Króatía er með marga hæfileikaríka leikmenn. Að sjálfsögðu viljum við bestu leikmennina en í þessum leikjum sem bíða okkar eru nöfnin ekki mikilvæg. Bara strákar sem eru tilbúnir að berjast.“ Á pari við Ísland Dagur segir að króatíska liðið standi bestu liðum heims svolítið að baki. „Ég er með hugmynd um hvernig Króatía mun spila. Síðustu ár höfum við verið á eftir Svíþjóð, Frakklandi og Danmörku og við þurfum að ná í skottið á þeim. Við erum á pari við Ísland og Noregi myndi ég segja,“ sagði Dagur. Aðstoðarmaður hans með króatíska liðið verður Denis Spoljaric sem lék undir stjórn Dags hjá Füchse Berlin. Spoljaric varð bæði heims- og Ólympíumeistari með Króötum í upphafi aldarinnar. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira
Á blaðamannafundinum þar sem Dagur var kynntur kvaðst hann vera spenntur fyrir áskoruninni að taka við króatíska liðinu. „Aðalástæðan er að mig langaði í áskorun, ævintýri, ástríðu og það er allt í þessu starfi. Pressa líka en þetta er mikil áskorun,“ sagði Dagur sem stýrir Króötum í fyrsta sinn í forkeppni Ólympíuleikanna í Hanoover í Þýskalandi 14.-17. mars. Króatía er með Þýskalandi, Austurríki og Alsír í riðli. Tvö liðanna komast á Ólympíuleikana í París. „Liðið er mjög gott en hefur vantað að taka síðasta skrefið til að komast í undanúrslit á síðustu mótum. Næstu tvær vikur þurfum við að gera allt til að vera tilbúnir fyrir Hannover. Ég hef fylgst með Króatíu sem er með góða blöndu af ungum og reyndum leikmönnum og við þurfum að finna jafnvægi í liðinu. Við eigum mikið verk fyrir höndum. Núna þarf ég að skoða leikmennina með sínum félagsliðum og kynnast liðinu.“ Nöfnin ekki mikilvæg Dagur vildi lítið ræða hvaða leikmenn hann myndi velja í sinn fyrsta landsliðshóp. „Ég vil ekki tala um nöfn. Við erum með þessa sem eru á blaði. Allir eiga möguleika og mér finnst við vera með gott lið. Eldri leikmennirnir eru spenntir fyrir Ólympíuleikunum og HM í Króatíu á næsta ári. Við töluðum ekki mikið um framtíðina, það sem er mikilvægast eru næstu 2-3 vikur. París er draumurinn og það eina sem skiptir máli núna,“ sagði Dagur sem tilkynnir hópinn fyrir forkeppni Ólympíuleikanna í byrjun næstu viku. „Við förum til Hannover með tuttugu leikmenn. Króatía er með marga hæfileikaríka leikmenn. Að sjálfsögðu viljum við bestu leikmennina en í þessum leikjum sem bíða okkar eru nöfnin ekki mikilvæg. Bara strákar sem eru tilbúnir að berjast.“ Á pari við Ísland Dagur segir að króatíska liðið standi bestu liðum heims svolítið að baki. „Ég er með hugmynd um hvernig Króatía mun spila. Síðustu ár höfum við verið á eftir Svíþjóð, Frakklandi og Danmörku og við þurfum að ná í skottið á þeim. Við erum á pari við Ísland og Noregi myndi ég segja,“ sagði Dagur. Aðstoðarmaður hans með króatíska liðið verður Denis Spoljaric sem lék undir stjórn Dags hjá Füchse Berlin. Spoljaric varð bæði heims- og Ólympíumeistari með Króötum í upphafi aldarinnar.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Sjá meira