„Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. febrúar 2024 21:52 Sara Sif skilaði góðu dagsverki þrátt fyrir stórt tap íslenska liðsins. Vísir/Hulda Margrét Markvörðurinn Sara Sif Helgadóttir átti fína innkomu í íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tók á móti Svíum í kvöld. Hún varði tíu bolta í markinu, en gat lítið gert til að koma í veg fyrir stórt tap Íslands. Íslenska liðið mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í kvöld, en Sara segir lokatölur ekki gefa rétta mynd af leiknum. „Við vorum að gera of mikið af klaufamistökum í lokin og þetta sýnir ekki alveg hvernig við vorum í leiknum. Mér fannst við alveg standa í þeim stærstan hluta leiksins, en fórum að gera klaufaleg mistök í lokin sem við hefðum mátt sleppa,“ sagði Sara í viðtali við Vísi í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leik kvöldsins vel og náði tveggja marka forskoti í tvígang á upphafsmínútunum. Svíar voru þó ekki lengi að finna lausnir á íslenska sóknarleiknum og eftir það varð róðurinn þungur. „Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum og þær eru ótrúlega góðar og vel drillaðar. Þannig að þegar við förum að gera okkar mistök þá refsa þær bara um leið.“ Sara kom inn af varamannabekknum þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður, en Elín Jóna Þorsteinsdóttir fann ekki sitt rétta form í dag. Sara átti góða innkomu og var með bestu leikmönnum íslenska liðsins í kvöld. „Ég er bara mjög sátt með sjálfa mig. Þetta var mikið af dauðafærum sem ég var að klukka og ég er bara sátt með minn leik. Það er líka bara geggjað að hafa Elínu á bekknum því við styðjum báðar við hvora aðra og það er mjög góð samvinna á milli okkar.“ Íslenska liðið mætir Svíum strax aftur næsta laugardag og Sara segir liðið geta tekið ýmislegt með sér úr leik kvöldsins. „Ég tek bara sjálfstraustið. En sem lið þurfum við bara að vanda okkur aðeins meira. Reyna að sleppa við þessi klaufamistök og þá erum við alveg í þeim. Þá ná þær ekki að refsa og þá fá þær ekki þessi auðveldu mörk,“ sagði Sara að lokum. Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 24-37 | Svíar stungu af í seinni hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap er liðið tók á móti Svíum í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í kvöld, 24-37. 28. febrúar 2024 21:22 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Íslenska liðið mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í kvöld, en Sara segir lokatölur ekki gefa rétta mynd af leiknum. „Við vorum að gera of mikið af klaufamistökum í lokin og þetta sýnir ekki alveg hvernig við vorum í leiknum. Mér fannst við alveg standa í þeim stærstan hluta leiksins, en fórum að gera klaufaleg mistök í lokin sem við hefðum mátt sleppa,“ sagði Sara í viðtali við Vísi í leikslok. Íslenska liðið byrjaði leik kvöldsins vel og náði tveggja marka forskoti í tvígang á upphafsmínútunum. Svíar voru þó ekki lengi að finna lausnir á íslenska sóknarleiknum og eftir það varð róðurinn þungur. „Þetta er bara fjórða besta lið í heiminum og þær eru ótrúlega góðar og vel drillaðar. Þannig að þegar við förum að gera okkar mistök þá refsa þær bara um leið.“ Sara kom inn af varamannabekknum þegar fyrri hálfleikur var um það bil hálfnaður, en Elín Jóna Þorsteinsdóttir fann ekki sitt rétta form í dag. Sara átti góða innkomu og var með bestu leikmönnum íslenska liðsins í kvöld. „Ég er bara mjög sátt með sjálfa mig. Þetta var mikið af dauðafærum sem ég var að klukka og ég er bara sátt með minn leik. Það er líka bara geggjað að hafa Elínu á bekknum því við styðjum báðar við hvora aðra og það er mjög góð samvinna á milli okkar.“ Íslenska liðið mætir Svíum strax aftur næsta laugardag og Sara segir liðið geta tekið ýmislegt með sér úr leik kvöldsins. „Ég tek bara sjálfstraustið. En sem lið þurfum við bara að vanda okkur aðeins meira. Reyna að sleppa við þessi klaufamistök og þá erum við alveg í þeim. Þá ná þær ekki að refsa og þá fá þær ekki þessi auðveldu mörk,“ sagði Sara að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46 Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 24-37 | Svíar stungu af í seinni hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap er liðið tók á móti Svíum í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í kvöld, 24-37. 28. febrúar 2024 21:22 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
„Ekki nálægt þeim leik sem mig langaði að sýna“ Thea Imani Sturludóttir átti ekki sinn besta dag þegar íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap gegn Svíum í undankeppni EM í dag. Hún lítur þó á leikinn sem tækifæri til að gera betur. 28. febrúar 2024 21:46
Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 24-37 | Svíar stungu af í seinni hálfleik Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mátti þola 13 marka tap er liðið tók á móti Svíum í undankeppni EM 2024 á Ásvöllum í kvöld, 24-37. 28. febrúar 2024 21:22