Dagur tekur við króatíska landsliðinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. febrúar 2024 19:14 Dagur Sigurðsson þjálfaði síðast japanska landsliðið en lét af störfum í byrjun mánaðar eftir Asíumótið. Getty/Slavko Midzor Dagur Sigurðsson verður kynntur sem nýr þjálfari handboltalandsliðs Króatíu á morgun. Hann verður þar með fyrsti útlendingurinn til að stýra liðinu og á ærið verkefni fyrir höndum í umspili um sæti á Ólympíuleikunum. Dagur hætti þjálfun japanska landsliðsins í byrjun þessa mánaðar. Japanska handknattleikssambandið var vonsvikið með ákvörðun Dags, sem var með samning fram yfir Ólympíuleikana sem hann tryggði Japan inn á í sumar. Áður þjálfaði Dagur landslið Þýskalands á árunum 2014-2017 og gerði liðið að Evrópumeistara árið 2016, afar óvænt, og stýrði því til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann þjálfaði landslið Austurríkis á árunum 2008-2010 eftir að hafa þjálfað austurríska félagsliðið Bregenz, og þjálfaði einnig þýska liðið Füchse Berlín á árunum 2009-2015. Króatar hafa skipt tvívegis um þjálfara á rétt rúmlega ári, Hrvoje Horvat var rekinn í fyrra eftir slæman árangur á HM, Goran Perkovac tók við af honum en var látinn fara eftir EM 2024. Króatíski fjölmiðilinn 24 Sata greinir svo frá því að Dagur verði á morgun kynntur sem nýr þjálfari króatíska landsliðsins. Dagur verður fyrsti þjálfari liðsins sem er af erlendu bergi brotinn. The Croatian Handball Federation have called for a press conference tomorrow at 11.00, where the new national coach will be announced.According to @24sata_HR it is the Icelandic coach Dagur Sigurdsson (as rumored for several weeks), who reportedly has signed a 4-year contract.…— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) February 28, 2024 Dagur á ærið verkefni fyrir höndum með Króatíu en strax um miðjan mars hefst undankeppni Ólympíuleikanna, þar er Króatía í riðli með þýskum lærisveinum Alfreðs Gíslasonar, Austurríki og Alsír. Leikið verður í Þýskalandi og tvö efstu liðin komast á Ólympíuleikana í París í sumar. Handbolti Króatía Ólympíuleikar 2024 í París EM 2024 í handbolta Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Dagur hætti þjálfun japanska landsliðsins í byrjun þessa mánaðar. Japanska handknattleikssambandið var vonsvikið með ákvörðun Dags, sem var með samning fram yfir Ólympíuleikana sem hann tryggði Japan inn á í sumar. Áður þjálfaði Dagur landslið Þýskalands á árunum 2014-2017 og gerði liðið að Evrópumeistara árið 2016, afar óvænt, og stýrði því til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann þjálfaði landslið Austurríkis á árunum 2008-2010 eftir að hafa þjálfað austurríska félagsliðið Bregenz, og þjálfaði einnig þýska liðið Füchse Berlín á árunum 2009-2015. Króatar hafa skipt tvívegis um þjálfara á rétt rúmlega ári, Hrvoje Horvat var rekinn í fyrra eftir slæman árangur á HM, Goran Perkovac tók við af honum en var látinn fara eftir EM 2024. Króatíski fjölmiðilinn 24 Sata greinir svo frá því að Dagur verði á morgun kynntur sem nýr þjálfari króatíska landsliðsins. Dagur verður fyrsti þjálfari liðsins sem er af erlendu bergi brotinn. The Croatian Handball Federation have called for a press conference tomorrow at 11.00, where the new national coach will be announced.According to @24sata_HR it is the Icelandic coach Dagur Sigurdsson (as rumored for several weeks), who reportedly has signed a 4-year contract.…— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) February 28, 2024 Dagur á ærið verkefni fyrir höndum með Króatíu en strax um miðjan mars hefst undankeppni Ólympíuleikanna, þar er Króatía í riðli með þýskum lærisveinum Alfreðs Gíslasonar, Austurríki og Alsír. Leikið verður í Þýskalandi og tvö efstu liðin komast á Ólympíuleikana í París í sumar.
Handbolti Króatía Ólympíuleikar 2024 í París EM 2024 í handbolta Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira