Ekki í fyrsta sinn sem ökumaður rútu ógni öryggi á Reykjanesbrautinni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. febrúar 2024 20:24 Katrín Lilja vill að ökumaðurinn verði látin bera ábyrgð á glannaskapnum í gær. vísir/einar árnason Ung kona sem lenti næstum í árekstri við rútu þegar ökumaður hennar ók yfir á öfugan vegarhelming á Reykjanesbrautinni í gær segir ökumenn stórra bíla oft taka óþarfa áhættur á svæðinu. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir atvikið sýna fram á mikilvægi þess að aðskilja akstursstefnur á fjölförnum vegum. Í sjónvarpsfréttinni sjáum við þegar rútu var ekið á miklum hraða inn á öfugan vegarhelming með þeim afleiðingum að bílar úr gagnstæðri átt þurftu að hörfa með hraði. Katrín Lilja er ein þeirra sem var að keyra Reykjanesbrautina í átt að Hafnarfirði þegar rútan ekur skyndilega á móti umferð. „Ég var bara mjög hrædd. Ég titraði öll en þurfti bara að koma mér í vinnuna og halda áfram, en ég stoppaði fyrir utan vinnuna til að ná mér aðeins niður,“ segir Katrín Lilja Traustadóttir, 19 ára. Katrín segir að ökumaður rútunnar hafi ekið mjög greitt og mildi að ekki hafi orðið stórslys. Hún segir ökumenn stórra bíla almennt aka mjög hratt á Reykjanesbrautinni og oft taka óþarfa sénsa. „Ég hef lent í því að vera næstum tekin út af þegar rúta er að taka fram úr mér. Þær keyra alltaf mjög hratt á brautinni og taka oft fram úr mér á hundrað eða svoleiðis,“ segir Katrín Lilja sem vill að ökumaðurinn verði látinn bera ábyrgð á glannaskapnum. Rútan, sem er í eigu ferðaþjónustufyrirtækis, var í viðgerð á verkstæðinu Vélrás en það var starfsmaður verkstæðisins sem ók rútunni í gær. Eigandi Vélrásar lítur atvikið alvarlegum augum en segir ljóst að um mannleg mistök hafi verið að ræða og að tekið verði á málinu innanhúss. Umferðaröryggismál að aðskilja akstursstefnur Í kjölfar atviksins hafa þeir sem aka Reykjanesbrautina reglulega furðað sig á umferðaröryggi á svæðinu en mánuður er síðan banaslys varð á brautinni. „Ég held að það sem gerðist með þessa rútu sýni mjög vel mikilvægi þess að aðskilja þessar akstursstefnur, sérstaklega á umferðarmiklum vegum og það hefur verið eitt helsta umferðaröryggismál okkar að aðskilja þessar akstursstefnur á vegunum út frá Reykjavík,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Heildarverkinu á að ljúka árið 2026 og býst hann við að sú tímasetning standi. „Við erum hér við síðasta áfangann í því að tvöfalda alla Reykjanesbrautina. Þessum áfanga er áfangaskipt, það tafðist örlítið vegna þess að tækin hér voru tekin í gerð varnargarða í Grindavík en verktakinn er búinn að vera á fullu og er búinn að vera að vinna á fjórum stöðum á þessum köflum.“ G. Pétur Matthíasson er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.vísir/einar árnason „Ég veit ekki hvað gerðist með þetta rútu, hvort þetta sé ásetningur eða hvað í ósköpunum en við eigum mjög erfitt með að eiga við það ef menn einfaldlega ákveða að fara yfir á öfugan vegarhelming,“ segir G. Pétur. Umferðaröryggi Umferð Hafnarfjörður Tengdar fréttir Þremur sekúndum frá endalokunum á Reykjanesbrautinni Sólborgu Guðbrandsdóttur brá mikið á leið sinni til Reykjavíkur eftir Reykjanesbrautinni þegar hún mætti rútu á fleygiferð á móti henni á öfugum vegarhelmingi. Hún og fleiri bílstjórar fyrir aftan hana neyddust til að sveigja út í kant til að verða ekki fyrir rútunni. 28. febrúar 2024 01:03 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Sjá meira
Í sjónvarpsfréttinni sjáum við þegar rútu var ekið á miklum hraða inn á öfugan vegarhelming með þeim afleiðingum að bílar úr gagnstæðri átt þurftu að hörfa með hraði. Katrín Lilja er ein þeirra sem var að keyra Reykjanesbrautina í átt að Hafnarfirði þegar rútan ekur skyndilega á móti umferð. „Ég var bara mjög hrædd. Ég titraði öll en þurfti bara að koma mér í vinnuna og halda áfram, en ég stoppaði fyrir utan vinnuna til að ná mér aðeins niður,“ segir Katrín Lilja Traustadóttir, 19 ára. Katrín segir að ökumaður rútunnar hafi ekið mjög greitt og mildi að ekki hafi orðið stórslys. Hún segir ökumenn stórra bíla almennt aka mjög hratt á Reykjanesbrautinni og oft taka óþarfa sénsa. „Ég hef lent í því að vera næstum tekin út af þegar rúta er að taka fram úr mér. Þær keyra alltaf mjög hratt á brautinni og taka oft fram úr mér á hundrað eða svoleiðis,“ segir Katrín Lilja sem vill að ökumaðurinn verði látinn bera ábyrgð á glannaskapnum. Rútan, sem er í eigu ferðaþjónustufyrirtækis, var í viðgerð á verkstæðinu Vélrás en það var starfsmaður verkstæðisins sem ók rútunni í gær. Eigandi Vélrásar lítur atvikið alvarlegum augum en segir ljóst að um mannleg mistök hafi verið að ræða og að tekið verði á málinu innanhúss. Umferðaröryggismál að aðskilja akstursstefnur Í kjölfar atviksins hafa þeir sem aka Reykjanesbrautina reglulega furðað sig á umferðaröryggi á svæðinu en mánuður er síðan banaslys varð á brautinni. „Ég held að það sem gerðist með þessa rútu sýni mjög vel mikilvægi þess að aðskilja þessar akstursstefnur, sérstaklega á umferðarmiklum vegum og það hefur verið eitt helsta umferðaröryggismál okkar að aðskilja þessar akstursstefnur á vegunum út frá Reykjavík,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Heildarverkinu á að ljúka árið 2026 og býst hann við að sú tímasetning standi. „Við erum hér við síðasta áfangann í því að tvöfalda alla Reykjanesbrautina. Þessum áfanga er áfangaskipt, það tafðist örlítið vegna þess að tækin hér voru tekin í gerð varnargarða í Grindavík en verktakinn er búinn að vera á fullu og er búinn að vera að vinna á fjórum stöðum á þessum köflum.“ G. Pétur Matthíasson er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.vísir/einar árnason „Ég veit ekki hvað gerðist með þetta rútu, hvort þetta sé ásetningur eða hvað í ósköpunum en við eigum mjög erfitt með að eiga við það ef menn einfaldlega ákveða að fara yfir á öfugan vegarhelming,“ segir G. Pétur.
Umferðaröryggi Umferð Hafnarfjörður Tengdar fréttir Þremur sekúndum frá endalokunum á Reykjanesbrautinni Sólborgu Guðbrandsdóttur brá mikið á leið sinni til Reykjavíkur eftir Reykjanesbrautinni þegar hún mætti rútu á fleygiferð á móti henni á öfugum vegarhelmingi. Hún og fleiri bílstjórar fyrir aftan hana neyddust til að sveigja út í kant til að verða ekki fyrir rútunni. 28. febrúar 2024 01:03 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Sjá meira
Þremur sekúndum frá endalokunum á Reykjanesbrautinni Sólborgu Guðbrandsdóttur brá mikið á leið sinni til Reykjavíkur eftir Reykjanesbrautinni þegar hún mætti rútu á fleygiferð á móti henni á öfugum vegarhelmingi. Hún og fleiri bílstjórar fyrir aftan hana neyddust til að sveigja út í kant til að verða ekki fyrir rútunni. 28. febrúar 2024 01:03