Ekki í fyrsta sinn sem ökumaður rútu ógni öryggi á Reykjanesbrautinni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. febrúar 2024 20:24 Katrín Lilja vill að ökumaðurinn verði látin bera ábyrgð á glannaskapnum í gær. vísir/einar árnason Ung kona sem lenti næstum í árekstri við rútu þegar ökumaður hennar ók yfir á öfugan vegarhelming á Reykjanesbrautinni í gær segir ökumenn stórra bíla oft taka óþarfa áhættur á svæðinu. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir atvikið sýna fram á mikilvægi þess að aðskilja akstursstefnur á fjölförnum vegum. Í sjónvarpsfréttinni sjáum við þegar rútu var ekið á miklum hraða inn á öfugan vegarhelming með þeim afleiðingum að bílar úr gagnstæðri átt þurftu að hörfa með hraði. Katrín Lilja er ein þeirra sem var að keyra Reykjanesbrautina í átt að Hafnarfirði þegar rútan ekur skyndilega á móti umferð. „Ég var bara mjög hrædd. Ég titraði öll en þurfti bara að koma mér í vinnuna og halda áfram, en ég stoppaði fyrir utan vinnuna til að ná mér aðeins niður,“ segir Katrín Lilja Traustadóttir, 19 ára. Katrín segir að ökumaður rútunnar hafi ekið mjög greitt og mildi að ekki hafi orðið stórslys. Hún segir ökumenn stórra bíla almennt aka mjög hratt á Reykjanesbrautinni og oft taka óþarfa sénsa. „Ég hef lent í því að vera næstum tekin út af þegar rúta er að taka fram úr mér. Þær keyra alltaf mjög hratt á brautinni og taka oft fram úr mér á hundrað eða svoleiðis,“ segir Katrín Lilja sem vill að ökumaðurinn verði látinn bera ábyrgð á glannaskapnum. Rútan, sem er í eigu ferðaþjónustufyrirtækis, var í viðgerð á verkstæðinu Vélrás en það var starfsmaður verkstæðisins sem ók rútunni í gær. Eigandi Vélrásar lítur atvikið alvarlegum augum en segir ljóst að um mannleg mistök hafi verið að ræða og að tekið verði á málinu innanhúss. Umferðaröryggismál að aðskilja akstursstefnur Í kjölfar atviksins hafa þeir sem aka Reykjanesbrautina reglulega furðað sig á umferðaröryggi á svæðinu en mánuður er síðan banaslys varð á brautinni. „Ég held að það sem gerðist með þessa rútu sýni mjög vel mikilvægi þess að aðskilja þessar akstursstefnur, sérstaklega á umferðarmiklum vegum og það hefur verið eitt helsta umferðaröryggismál okkar að aðskilja þessar akstursstefnur á vegunum út frá Reykjavík,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Heildarverkinu á að ljúka árið 2026 og býst hann við að sú tímasetning standi. „Við erum hér við síðasta áfangann í því að tvöfalda alla Reykjanesbrautina. Þessum áfanga er áfangaskipt, það tafðist örlítið vegna þess að tækin hér voru tekin í gerð varnargarða í Grindavík en verktakinn er búinn að vera á fullu og er búinn að vera að vinna á fjórum stöðum á þessum köflum.“ G. Pétur Matthíasson er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.vísir/einar árnason „Ég veit ekki hvað gerðist með þetta rútu, hvort þetta sé ásetningur eða hvað í ósköpunum en við eigum mjög erfitt með að eiga við það ef menn einfaldlega ákveða að fara yfir á öfugan vegarhelming,“ segir G. Pétur. Umferðaröryggi Umferð Hafnarfjörður Tengdar fréttir Þremur sekúndum frá endalokunum á Reykjanesbrautinni Sólborgu Guðbrandsdóttur brá mikið á leið sinni til Reykjavíkur eftir Reykjanesbrautinni þegar hún mætti rútu á fleygiferð á móti henni á öfugum vegarhelmingi. Hún og fleiri bílstjórar fyrir aftan hana neyddust til að sveigja út í kant til að verða ekki fyrir rútunni. 28. febrúar 2024 01:03 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Í sjónvarpsfréttinni sjáum við þegar rútu var ekið á miklum hraða inn á öfugan vegarhelming með þeim afleiðingum að bílar úr gagnstæðri átt þurftu að hörfa með hraði. Katrín Lilja er ein þeirra sem var að keyra Reykjanesbrautina í átt að Hafnarfirði þegar rútan ekur skyndilega á móti umferð. „Ég var bara mjög hrædd. Ég titraði öll en þurfti bara að koma mér í vinnuna og halda áfram, en ég stoppaði fyrir utan vinnuna til að ná mér aðeins niður,“ segir Katrín Lilja Traustadóttir, 19 ára. Katrín segir að ökumaður rútunnar hafi ekið mjög greitt og mildi að ekki hafi orðið stórslys. Hún segir ökumenn stórra bíla almennt aka mjög hratt á Reykjanesbrautinni og oft taka óþarfa sénsa. „Ég hef lent í því að vera næstum tekin út af þegar rúta er að taka fram úr mér. Þær keyra alltaf mjög hratt á brautinni og taka oft fram úr mér á hundrað eða svoleiðis,“ segir Katrín Lilja sem vill að ökumaðurinn verði látinn bera ábyrgð á glannaskapnum. Rútan, sem er í eigu ferðaþjónustufyrirtækis, var í viðgerð á verkstæðinu Vélrás en það var starfsmaður verkstæðisins sem ók rútunni í gær. Eigandi Vélrásar lítur atvikið alvarlegum augum en segir ljóst að um mannleg mistök hafi verið að ræða og að tekið verði á málinu innanhúss. Umferðaröryggismál að aðskilja akstursstefnur Í kjölfar atviksins hafa þeir sem aka Reykjanesbrautina reglulega furðað sig á umferðaröryggi á svæðinu en mánuður er síðan banaslys varð á brautinni. „Ég held að það sem gerðist með þessa rútu sýni mjög vel mikilvægi þess að aðskilja þessar akstursstefnur, sérstaklega á umferðarmiklum vegum og það hefur verið eitt helsta umferðaröryggismál okkar að aðskilja þessar akstursstefnur á vegunum út frá Reykjavík,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Heildarverkinu á að ljúka árið 2026 og býst hann við að sú tímasetning standi. „Við erum hér við síðasta áfangann í því að tvöfalda alla Reykjanesbrautina. Þessum áfanga er áfangaskipt, það tafðist örlítið vegna þess að tækin hér voru tekin í gerð varnargarða í Grindavík en verktakinn er búinn að vera á fullu og er búinn að vera að vinna á fjórum stöðum á þessum köflum.“ G. Pétur Matthíasson er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.vísir/einar árnason „Ég veit ekki hvað gerðist með þetta rútu, hvort þetta sé ásetningur eða hvað í ósköpunum en við eigum mjög erfitt með að eiga við það ef menn einfaldlega ákveða að fara yfir á öfugan vegarhelming,“ segir G. Pétur.
Umferðaröryggi Umferð Hafnarfjörður Tengdar fréttir Þremur sekúndum frá endalokunum á Reykjanesbrautinni Sólborgu Guðbrandsdóttur brá mikið á leið sinni til Reykjavíkur eftir Reykjanesbrautinni þegar hún mætti rútu á fleygiferð á móti henni á öfugum vegarhelmingi. Hún og fleiri bílstjórar fyrir aftan hana neyddust til að sveigja út í kant til að verða ekki fyrir rútunni. 28. febrúar 2024 01:03 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Þremur sekúndum frá endalokunum á Reykjanesbrautinni Sólborgu Guðbrandsdóttur brá mikið á leið sinni til Reykjavíkur eftir Reykjanesbrautinni þegar hún mætti rútu á fleygiferð á móti henni á öfugum vegarhelmingi. Hún og fleiri bílstjórar fyrir aftan hana neyddust til að sveigja út í kant til að verða ekki fyrir rútunni. 28. febrúar 2024 01:03