Búin að jafna sig á áfallinu Valur Páll Eiríksson skrifar 28. febrúar 2024 13:01 Elín Klara Þorkelsdóttir er klár í slaginn. Vísir/Sigurjón Elín Klara Þorkelsdóttir er klár í slaginn með íslenska landsliðinu fyrir stórleik kvöldsins við Svíþjóð. Hún fagnar því að koma aftur inn í liðið eftir að hafa misst af heimsmeistaramótinu í lok síðasta árs. „Þetta er mjög fínt. Við tókum góðan fund og alvöru andstæðingur, að fá tvo leiki við Svíana. Það er geggjað að vera komnar saman aftur og fá hérna eina viku saman,“ segir Elín Klara, sem var nýkomin af liðsfundi þegar Vísir hitti á hana. Klippa: Búin að jafna sig á áfallinu Það var mikið áfall fyrir Elínu þegar hún meiddist illa á ökkla örskömmu áður en íslenska liðið hélt út á sitt fyrsta stórmót í rúman áratug í nóvember síðastliðnum. Hún segir hafa verið gríðarlega erfitt að sitja heima á sófanum á meðan liðsfélagar hennar léku á stærsta sviðinu. En er hún búin að jafna sig á því? „Ætli það ekki, það er kominn svolítill tími síðan, maður jafnaði sig á því á endanum. Ég er orðin frekar góð núna, alveg búin að ná að jafna mig eftir meiðslin,“ „Þetta var mjög skrýtið og mjög erfitt að horfa á fyrstu leikina. Auðvitað var gaman að horfa á leikina líka, en þetta var skrýtið,“ segir Elín Klara sem er öll að koma til eftir meiðslin og hefur spilað vel með Haukum í Olís-deildinni að undanförnu. „Ég er á mjög góðri leið. Ég var orðin góð í lok janúar en búin að vera svolítið laus í ökklanum. Annars nokkuð heil.“ Margar fjarverandi Áhugavert verður að sjá hversu stórt hlutverk Elínar Klöru verður í leikjunum tveimur sem fram undan eru gegn Svíunum, en skörð eru hoggin í íslenska hópinn þar sem Sandra Erlingsdóttir, Díana Dögg Magnúsdóttir og Andrea Jacobsen eru fjarverandi. Elín er í það minnsta klár í slaginn og hlakkar til að mæta einu besta liði heims. „Það er ótrúlega gaman að fá að meta sig við þessa leikmenn. Við mætum í þetta á fullum krafti og verður mjög gaman að fá að spila á móti þeim.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Frítt er á völlinn er Ísland mætir Svíþjóð klukkan 19:30 að Ásvöllum en fyrir þá sem eiga ekki heimangengt verður leiknum lýst beint á Vísi. Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Sjokk að fá þessar fréttir Íslenska landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir verður ekki með landsliðinu á HM í handbolta sem hefst í lok mánaðarins. Meiðsli urðu til þess að hún varð að gefa eftir sæti sitt í hópnum daginn áður en íslensku stelpurnar flugu út. 22. nóvember 2023 08:30 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
„Þetta er mjög fínt. Við tókum góðan fund og alvöru andstæðingur, að fá tvo leiki við Svíana. Það er geggjað að vera komnar saman aftur og fá hérna eina viku saman,“ segir Elín Klara, sem var nýkomin af liðsfundi þegar Vísir hitti á hana. Klippa: Búin að jafna sig á áfallinu Það var mikið áfall fyrir Elínu þegar hún meiddist illa á ökkla örskömmu áður en íslenska liðið hélt út á sitt fyrsta stórmót í rúman áratug í nóvember síðastliðnum. Hún segir hafa verið gríðarlega erfitt að sitja heima á sófanum á meðan liðsfélagar hennar léku á stærsta sviðinu. En er hún búin að jafna sig á því? „Ætli það ekki, það er kominn svolítill tími síðan, maður jafnaði sig á því á endanum. Ég er orðin frekar góð núna, alveg búin að ná að jafna mig eftir meiðslin,“ „Þetta var mjög skrýtið og mjög erfitt að horfa á fyrstu leikina. Auðvitað var gaman að horfa á leikina líka, en þetta var skrýtið,“ segir Elín Klara sem er öll að koma til eftir meiðslin og hefur spilað vel með Haukum í Olís-deildinni að undanförnu. „Ég er á mjög góðri leið. Ég var orðin góð í lok janúar en búin að vera svolítið laus í ökklanum. Annars nokkuð heil.“ Margar fjarverandi Áhugavert verður að sjá hversu stórt hlutverk Elínar Klöru verður í leikjunum tveimur sem fram undan eru gegn Svíunum, en skörð eru hoggin í íslenska hópinn þar sem Sandra Erlingsdóttir, Díana Dögg Magnúsdóttir og Andrea Jacobsen eru fjarverandi. Elín er í það minnsta klár í slaginn og hlakkar til að mæta einu besta liði heims. „Það er ótrúlega gaman að fá að meta sig við þessa leikmenn. Við mætum í þetta á fullum krafti og verður mjög gaman að fá að spila á móti þeim.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Frítt er á völlinn er Ísland mætir Svíþjóð klukkan 19:30 að Ásvöllum en fyrir þá sem eiga ekki heimangengt verður leiknum lýst beint á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Sjokk að fá þessar fréttir Íslenska landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir verður ekki með landsliðinu á HM í handbolta sem hefst í lok mánaðarins. Meiðsli urðu til þess að hún varð að gefa eftir sæti sitt í hópnum daginn áður en íslensku stelpurnar flugu út. 22. nóvember 2023 08:30 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Sjokk að fá þessar fréttir Íslenska landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir verður ekki með landsliðinu á HM í handbolta sem hefst í lok mánaðarins. Meiðsli urðu til þess að hún varð að gefa eftir sæti sitt í hópnum daginn áður en íslensku stelpurnar flugu út. 22. nóvember 2023 08:30