Skoða enn hvort Samherji og Síldarvinnslan séu sama fyrirtækið Árni Sæberg skrifar 28. febrúar 2024 11:30 Gunnþór Ingvason er forstjóri Síldarvinnslunnar og Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. vísir/arnar/vilhelm Samkeppniseftirlitið hefur hafið athugun á því hvort samband Samherja og Síldarvinnslunnar sé svo náið að félögin jafngildi einni efnahagslegri einingu en ekki samstarfi sjálfstæðra keppinauta. Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins segir að tilefnið sé að eftirlitinu hafi borist tilkynning um kaup Síldarvinnslunnar hf. á helmingshlut í Ice Fresh Seafood ehf. og fleiri félögum af Samherja hf. Með þeim kaupum muni sjávarútvegsfyrirtækin fara með sameiginleg yfirráð í Ice Fresh Seafood og það félag framvegis sjá um sölu og markaðssetningu þeirra afurða sem bæði Samherji og Síldarvinnslan framleiða, það er íslenskar sjávarafurðir. Ekki fyrsta rannsóknin Samkeppniseftirlitið hefur áður fjallað um tengsl milli Síldarvinnslunnar og Samherja, meðal annars í ákvörðunum vegna samruna Bergs-Hugins ehf. og Bergs ehf. árið 2021 og vegna samruna Síldarvinnslunnar hf. og Vísis hf. árið 2022. Í báðum tilfellum taldi Samkeppniseftirlitið ekki tilefni til að aðhafast sérstaklega. Í ákvörðunum tveimur var hins vegar gerð grein fyrir talsverðum stjórnunar-, eignar- og viðskiptatengslum milli Síldarvinnslunnar og Samherja, ásamt Gjögur hf./Kjálkanesi hf. Í tilkynningunni nú segir þessi atriði hafi verið talin veita vísbendingu um að stofnast hafi mögulega til yfirráða yfir Síldarvinnslunni umfram það sem áður hefur komið fram í tilkynningum til Samkeppniseftirlitsins. Ekki hafi hins vegar verið talin þörf á því að leiða þetta til lykta í fyrri samrunamálum. Aftur sérstakt athugunarefni Þá segir að tilkynningarskyldir samrunar eigi sér stað samkvæmt samkeppnislögum þegar breytingar verða á yfirráðum. Eitt af þeim atriðum sem þarfnist nánari rannsóknar í þessu máli séu tengsl Samherja og Síldarvinnslunnar, bæði fyrir og eftir samrunann, þar með talið hvaða áhrif kaup Síldarvinnslunnar og sameiginleg yfirráð með Samherja í Ice Fresh Seafood hafi í því samhengi. Það verði því sérstakt athugunarefni hvort slík tengsl séu til staðar, eða séu að myndast með kaupunum, að líta beri á félögin sem eitt og sama fyrirtækið, sem í samkeppnisrétti sé nefnt ein efnahagsleg eining, það er hvort samband þeirra sé svo náið að það jafngildir einni efnahagslegri einingu en ekki samstarfi sjálfstæðra keppinauta. Óska eftir umsögnum í tilkynningunni segir að Samkeppniseftirlitið veiti hér með hverjum þeim sem hagsmuni eða áhuga hefur færi á því að koma á framfæri umsögnum, athugasemdum og/eða sjónarmiðum um viðskiptin, svo sem um eignar- og stjórnunarleg tengsl þessara fyrirtækja, hvort líta megi á þau sem eina efnahagslega einingu í skilningi samkeppnislag, áhrif samrunans, stöðu markaða og virkni samkeppni á viðkomandi mörkuðum. Sjávarútvegur Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Síldarvinnslan Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins segir að tilefnið sé að eftirlitinu hafi borist tilkynning um kaup Síldarvinnslunnar hf. á helmingshlut í Ice Fresh Seafood ehf. og fleiri félögum af Samherja hf. Með þeim kaupum muni sjávarútvegsfyrirtækin fara með sameiginleg yfirráð í Ice Fresh Seafood og það félag framvegis sjá um sölu og markaðssetningu þeirra afurða sem bæði Samherji og Síldarvinnslan framleiða, það er íslenskar sjávarafurðir. Ekki fyrsta rannsóknin Samkeppniseftirlitið hefur áður fjallað um tengsl milli Síldarvinnslunnar og Samherja, meðal annars í ákvörðunum vegna samruna Bergs-Hugins ehf. og Bergs ehf. árið 2021 og vegna samruna Síldarvinnslunnar hf. og Vísis hf. árið 2022. Í báðum tilfellum taldi Samkeppniseftirlitið ekki tilefni til að aðhafast sérstaklega. Í ákvörðunum tveimur var hins vegar gerð grein fyrir talsverðum stjórnunar-, eignar- og viðskiptatengslum milli Síldarvinnslunnar og Samherja, ásamt Gjögur hf./Kjálkanesi hf. Í tilkynningunni nú segir þessi atriði hafi verið talin veita vísbendingu um að stofnast hafi mögulega til yfirráða yfir Síldarvinnslunni umfram það sem áður hefur komið fram í tilkynningum til Samkeppniseftirlitsins. Ekki hafi hins vegar verið talin þörf á því að leiða þetta til lykta í fyrri samrunamálum. Aftur sérstakt athugunarefni Þá segir að tilkynningarskyldir samrunar eigi sér stað samkvæmt samkeppnislögum þegar breytingar verða á yfirráðum. Eitt af þeim atriðum sem þarfnist nánari rannsóknar í þessu máli séu tengsl Samherja og Síldarvinnslunnar, bæði fyrir og eftir samrunann, þar með talið hvaða áhrif kaup Síldarvinnslunnar og sameiginleg yfirráð með Samherja í Ice Fresh Seafood hafi í því samhengi. Það verði því sérstakt athugunarefni hvort slík tengsl séu til staðar, eða séu að myndast með kaupunum, að líta beri á félögin sem eitt og sama fyrirtækið, sem í samkeppnisrétti sé nefnt ein efnahagsleg eining, það er hvort samband þeirra sé svo náið að það jafngildir einni efnahagslegri einingu en ekki samstarfi sjálfstæðra keppinauta. Óska eftir umsögnum í tilkynningunni segir að Samkeppniseftirlitið veiti hér með hverjum þeim sem hagsmuni eða áhuga hefur færi á því að koma á framfæri umsögnum, athugasemdum og/eða sjónarmiðum um viðskiptin, svo sem um eignar- og stjórnunarleg tengsl þessara fyrirtækja, hvort líta megi á þau sem eina efnahagslega einingu í skilningi samkeppnislag, áhrif samrunans, stöðu markaða og virkni samkeppni á viðkomandi mörkuðum.
Sjávarútvegur Kaup og sala fyrirtækja Samkeppnismál Síldarvinnslan Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira