Sjálfbær kosningaloforð Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 28. febrúar 2024 08:01 Það er alltaf örugg leið til að ná í góðan byr í skoðanakönnunum og kosningum, að tala fyrir öflugu velferðar og heilbrigðiskerfi. Reyndar er það nú svo, að flestir ef ekki allir Íslendingar, þar með talið stjórnmálafólk, vilja hafa þessi kerfi öflug. Flestir þeirra sem hafa hvað hæst um að bjarga þessum kerfum úr klóm meints fjársveltis og sinnuleysis, gjarnan stjórnmálamenn sem staðsetja sig vinstra megin við miðju, boða hér stórfelldar skattahækkanir, reyndar bara hjá þeim sem eiga nóga peninga, til þess að markmiðum um gott og öflugt velferðar og heilbrigðiskerfi verði náð. Það er auðvitað líka leið, sem að fer vel í íslenska þjóðarsál, að ríka pakkið fái nú loksins að borga brúsann. Sú leið er auðvitað, engan veginn sjálfbær. Enda mun fjárþörf þessara kerfa okkar fara vaxandi, á komandi árum og áratugum. Það er því einboðið að skattahækkanaleiðin leiðir bara af sér fleiri skattahækkanir, sem á endanum munu auðvitað bitna á þeim sem síst skyldi. Á launafólki og öllum þeim sem tekjur hafa yfir skattleysismörkum. Það mætti jafnvel færa fyrir því rök, að ef frekar yrði þrengt að tekjulægstu hópunum, að velferðarkerfið þyrfti að grípa fleiri einstaklinga og fjárþörf þess því enn meiri en þurft hefði. Það er því morgunljóst að þeir stjórnmálamenn sem boða þessa ósjálfbæruleið, til björgunar á velferðar og heilbrigðiskerfinu, gera lítið annað en að pissa í skóinn sinn. Eina sjálfbæra leiðin til þess að auka það fjármagn sem í þessi kerfi rennur, er því ekki að hækka skatta. Jafnvel þó þeir séu bara hækkaðir á ríka fólkið. Sú leið næst eingöngu með því að hér aukist umsvif og verðmætasköpun sem stækkar skattstofna og eykur almenna velmegun í landinu. Að fyrirtækin í landinu, smá sem stór, geti aukið umsvif og arðsemi. Það er að vísu svo að flest vinstra fólk, sér rautt, þegar minnst er á gróða einhverra annarra en þeirra sjálfra og arðsemi. Má reyndar halda því fram að huga margra vinstri manna, sé gróði þjófnaður. En það er auðvitað öðru nær og ættu þokkalega upplýstir einstaklingar að átta sig á því. Aukinn hagnaður fyrirtækja, gerir þeim kleift að fjárfesta í aukinni uppbyggingu, ráða til sín fleira starfsfólk og sækja á fleiri markaði til þess að halda vexti sínum áfram með enn meiri uppbyggingu og fleira starfsfólki. Stærsta hindrunin í vegi öflugs velferðar og heilbrigðiskerfis er þó ekki fjárskortur. Aukið fjármagn hjálpar að vísu til, en gagnast lítið sem ekkert ef þessi kerfi okkar fá ekki að nýta og sameina þann mikla mannauð sem í kerfunum starfa, bæði í hinu opinbera og því einkarekna. Nýta þarf einkaframtakið enn frekar til þess að ná niður biðlistum í heilbrigðiskerfinu. Ekki bara þá biðlista sem snúa að líkamlegum krankleika, heldur einnig að þeim andlegu. Gott dæmi um það þegar einkaframtakið aðstoðar við það að ná niður biðlistum, má finna í því þegar samið samið var við tvær einkareknar læknastofur um framkvæmd liðskiptiaðgerða. Með þeim samningum var hægt að auka liðskiptiaðgerðir á síðasta ári um 60% og það með mun lægri kostnaði en orðið hefði með því að láta opinbera kerfið eingöngu sinna þessum aðgerðum. Þessi árangur á auðvitað að vera mönnum hvatning til þess að leita leiða í enn frekari mæli til þess að fá einkaframtakið í lið með sér við styttingu biðlista og í því að tryggja öllum góða og trausta heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags. Af nógu er að taka, augnsteinaaðgerðir, fleiri einkareknar heilsugæslur, semja við sjálfstætt starfandi geðlækna og sálfræðinga svo eitthvað sé nefnt. Vandinn liggur víða, en hann verður ekki eingöngu leystur með auknu fjármagni, heldur hvernig við nýtum það fjármagn sem nú þegar er veitt í heilbrigðiskerfið og til framtíðar og þann mannauð sem í því starfar núna og til framtíðar. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Það er alltaf örugg leið til að ná í góðan byr í skoðanakönnunum og kosningum, að tala fyrir öflugu velferðar og heilbrigðiskerfi. Reyndar er það nú svo, að flestir ef ekki allir Íslendingar, þar með talið stjórnmálafólk, vilja hafa þessi kerfi öflug. Flestir þeirra sem hafa hvað hæst um að bjarga þessum kerfum úr klóm meints fjársveltis og sinnuleysis, gjarnan stjórnmálamenn sem staðsetja sig vinstra megin við miðju, boða hér stórfelldar skattahækkanir, reyndar bara hjá þeim sem eiga nóga peninga, til þess að markmiðum um gott og öflugt velferðar og heilbrigðiskerfi verði náð. Það er auðvitað líka leið, sem að fer vel í íslenska þjóðarsál, að ríka pakkið fái nú loksins að borga brúsann. Sú leið er auðvitað, engan veginn sjálfbær. Enda mun fjárþörf þessara kerfa okkar fara vaxandi, á komandi árum og áratugum. Það er því einboðið að skattahækkanaleiðin leiðir bara af sér fleiri skattahækkanir, sem á endanum munu auðvitað bitna á þeim sem síst skyldi. Á launafólki og öllum þeim sem tekjur hafa yfir skattleysismörkum. Það mætti jafnvel færa fyrir því rök, að ef frekar yrði þrengt að tekjulægstu hópunum, að velferðarkerfið þyrfti að grípa fleiri einstaklinga og fjárþörf þess því enn meiri en þurft hefði. Það er því morgunljóst að þeir stjórnmálamenn sem boða þessa ósjálfbæruleið, til björgunar á velferðar og heilbrigðiskerfinu, gera lítið annað en að pissa í skóinn sinn. Eina sjálfbæra leiðin til þess að auka það fjármagn sem í þessi kerfi rennur, er því ekki að hækka skatta. Jafnvel þó þeir séu bara hækkaðir á ríka fólkið. Sú leið næst eingöngu með því að hér aukist umsvif og verðmætasköpun sem stækkar skattstofna og eykur almenna velmegun í landinu. Að fyrirtækin í landinu, smá sem stór, geti aukið umsvif og arðsemi. Það er að vísu svo að flest vinstra fólk, sér rautt, þegar minnst er á gróða einhverra annarra en þeirra sjálfra og arðsemi. Má reyndar halda því fram að huga margra vinstri manna, sé gróði þjófnaður. En það er auðvitað öðru nær og ættu þokkalega upplýstir einstaklingar að átta sig á því. Aukinn hagnaður fyrirtækja, gerir þeim kleift að fjárfesta í aukinni uppbyggingu, ráða til sín fleira starfsfólk og sækja á fleiri markaði til þess að halda vexti sínum áfram með enn meiri uppbyggingu og fleira starfsfólki. Stærsta hindrunin í vegi öflugs velferðar og heilbrigðiskerfis er þó ekki fjárskortur. Aukið fjármagn hjálpar að vísu til, en gagnast lítið sem ekkert ef þessi kerfi okkar fá ekki að nýta og sameina þann mikla mannauð sem í kerfunum starfa, bæði í hinu opinbera og því einkarekna. Nýta þarf einkaframtakið enn frekar til þess að ná niður biðlistum í heilbrigðiskerfinu. Ekki bara þá biðlista sem snúa að líkamlegum krankleika, heldur einnig að þeim andlegu. Gott dæmi um það þegar einkaframtakið aðstoðar við það að ná niður biðlistum, má finna í því þegar samið samið var við tvær einkareknar læknastofur um framkvæmd liðskiptiaðgerða. Með þeim samningum var hægt að auka liðskiptiaðgerðir á síðasta ári um 60% og það með mun lægri kostnaði en orðið hefði með því að láta opinbera kerfið eingöngu sinna þessum aðgerðum. Þessi árangur á auðvitað að vera mönnum hvatning til þess að leita leiða í enn frekari mæli til þess að fá einkaframtakið í lið með sér við styttingu biðlista og í því að tryggja öllum góða og trausta heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags. Af nógu er að taka, augnsteinaaðgerðir, fleiri einkareknar heilsugæslur, semja við sjálfstætt starfandi geðlækna og sálfræðinga svo eitthvað sé nefnt. Vandinn liggur víða, en hann verður ekki eingöngu leystur með auknu fjármagni, heldur hvernig við nýtum það fjármagn sem nú þegar er veitt í heilbrigðiskerfið og til framtíðar og þann mannauð sem í því starfar núna og til framtíðar. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar