Liverpool þurfi kraftaverk eftir nýjustu tíðindi af meiðslalistanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. febrúar 2024 17:46 Meiðslalisti Liverpool er orðinn ansi langur. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að liðið þurfi á kraftaverki að halda ef á að nást að stroka einhver nöfn út af meiðslalistanum fyrir leik liðsins gegn Southampton í ensku bikarkeppninni annað kvöld. Hollenski miðjumaðurinn Ryan Gravenberch er nýjasta nafnið á löngum meiðslalista Liverpool, en hann meiddist á ökkla í úrslitaleik enska deildarbikarsins síðastliðinn sunnudag. Gravenberch var borinn af velli, en sneri aftur á grasið á hækjum til að taka þátt í fagnaðarlátum liðsins eftir að deildarbikarmeistaratitillinn var í höfn. Ásamt Gravenberch eru þeir Alisson Becker, Trent Alexander-Arnold, Joel Matip, Thiago Alcantara, Curtis Jones, Stefan Bajcetic og Diogo Jota fjarri góðu gamni. Þá er enn óljóst hvort Mohamed Salah, Darwin Nunez og Dominik Szoboszlai geti tekið þátt í leiknum á morgun, en þeir æfðu þó allir í dag. "We need miracles for a few players"Liverpool manager Jurgen Klopp provides an injury update and confirms midfielder Ryan Gravenberch has suffered ankle ligament damage and will miss their next few games 🔴 pic.twitter.com/7OugaciJbR— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 27, 2024 Klopp segir að hann muni bíða og sjá til með hvort Salah, Szoboszlai og Nunez verði klárir í slaginn á morgun, en að liðið þurfi á kraftaverki að halda. „Ryan [Gravenberch] verður ekki með. Hans meiðsli hefðu klárlega getað verið verri, en þau eru nógu slæm til að halda honum frá þessum leik og þeim næsta. Við sjáum til,“ sagði Klopp. „Við þurfum á kraftaverki að halda varðandi nokkra leikmenn. Ég vil ekki útiloka þá of lengi en við verðum að meta stöðuna varðandi nokkra af þeim sem gátu ekki tekið þátt í úrslitaleiknum.“ Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Sjá meira
Hollenski miðjumaðurinn Ryan Gravenberch er nýjasta nafnið á löngum meiðslalista Liverpool, en hann meiddist á ökkla í úrslitaleik enska deildarbikarsins síðastliðinn sunnudag. Gravenberch var borinn af velli, en sneri aftur á grasið á hækjum til að taka þátt í fagnaðarlátum liðsins eftir að deildarbikarmeistaratitillinn var í höfn. Ásamt Gravenberch eru þeir Alisson Becker, Trent Alexander-Arnold, Joel Matip, Thiago Alcantara, Curtis Jones, Stefan Bajcetic og Diogo Jota fjarri góðu gamni. Þá er enn óljóst hvort Mohamed Salah, Darwin Nunez og Dominik Szoboszlai geti tekið þátt í leiknum á morgun, en þeir æfðu þó allir í dag. "We need miracles for a few players"Liverpool manager Jurgen Klopp provides an injury update and confirms midfielder Ryan Gravenberch has suffered ankle ligament damage and will miss their next few games 🔴 pic.twitter.com/7OugaciJbR— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 27, 2024 Klopp segir að hann muni bíða og sjá til með hvort Salah, Szoboszlai og Nunez verði klárir í slaginn á morgun, en að liðið þurfi á kraftaverki að halda. „Ryan [Gravenberch] verður ekki með. Hans meiðsli hefðu klárlega getað verið verri, en þau eru nógu slæm til að halda honum frá þessum leik og þeim næsta. Við sjáum til,“ sagði Klopp. „Við þurfum á kraftaverki að halda varðandi nokkra leikmenn. Ég vil ekki útiloka þá of lengi en við verðum að meta stöðuna varðandi nokkra af þeim sem gátu ekki tekið þátt í úrslitaleiknum.“
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Sjá meira