Liverpool þurfi kraftaverk eftir nýjustu tíðindi af meiðslalistanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. febrúar 2024 17:46 Meiðslalisti Liverpool er orðinn ansi langur. Vísir/Getty Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að liðið þurfi á kraftaverki að halda ef á að nást að stroka einhver nöfn út af meiðslalistanum fyrir leik liðsins gegn Southampton í ensku bikarkeppninni annað kvöld. Hollenski miðjumaðurinn Ryan Gravenberch er nýjasta nafnið á löngum meiðslalista Liverpool, en hann meiddist á ökkla í úrslitaleik enska deildarbikarsins síðastliðinn sunnudag. Gravenberch var borinn af velli, en sneri aftur á grasið á hækjum til að taka þátt í fagnaðarlátum liðsins eftir að deildarbikarmeistaratitillinn var í höfn. Ásamt Gravenberch eru þeir Alisson Becker, Trent Alexander-Arnold, Joel Matip, Thiago Alcantara, Curtis Jones, Stefan Bajcetic og Diogo Jota fjarri góðu gamni. Þá er enn óljóst hvort Mohamed Salah, Darwin Nunez og Dominik Szoboszlai geti tekið þátt í leiknum á morgun, en þeir æfðu þó allir í dag. "We need miracles for a few players"Liverpool manager Jurgen Klopp provides an injury update and confirms midfielder Ryan Gravenberch has suffered ankle ligament damage and will miss their next few games 🔴 pic.twitter.com/7OugaciJbR— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 27, 2024 Klopp segir að hann muni bíða og sjá til með hvort Salah, Szoboszlai og Nunez verði klárir í slaginn á morgun, en að liðið þurfi á kraftaverki að halda. „Ryan [Gravenberch] verður ekki með. Hans meiðsli hefðu klárlega getað verið verri, en þau eru nógu slæm til að halda honum frá þessum leik og þeim næsta. Við sjáum til,“ sagði Klopp. „Við þurfum á kraftaverki að halda varðandi nokkra leikmenn. Ég vil ekki útiloka þá of lengi en við verðum að meta stöðuna varðandi nokkra af þeim sem gátu ekki tekið þátt í úrslitaleiknum.“ Enski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Hollenski miðjumaðurinn Ryan Gravenberch er nýjasta nafnið á löngum meiðslalista Liverpool, en hann meiddist á ökkla í úrslitaleik enska deildarbikarsins síðastliðinn sunnudag. Gravenberch var borinn af velli, en sneri aftur á grasið á hækjum til að taka þátt í fagnaðarlátum liðsins eftir að deildarbikarmeistaratitillinn var í höfn. Ásamt Gravenberch eru þeir Alisson Becker, Trent Alexander-Arnold, Joel Matip, Thiago Alcantara, Curtis Jones, Stefan Bajcetic og Diogo Jota fjarri góðu gamni. Þá er enn óljóst hvort Mohamed Salah, Darwin Nunez og Dominik Szoboszlai geti tekið þátt í leiknum á morgun, en þeir æfðu þó allir í dag. "We need miracles for a few players"Liverpool manager Jurgen Klopp provides an injury update and confirms midfielder Ryan Gravenberch has suffered ankle ligament damage and will miss their next few games 🔴 pic.twitter.com/7OugaciJbR— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 27, 2024 Klopp segir að hann muni bíða og sjá til með hvort Salah, Szoboszlai og Nunez verði klárir í slaginn á morgun, en að liðið þurfi á kraftaverki að halda. „Ryan [Gravenberch] verður ekki með. Hans meiðsli hefðu klárlega getað verið verri, en þau eru nógu slæm til að halda honum frá þessum leik og þeim næsta. Við sjáum til,“ sagði Klopp. „Við þurfum á kraftaverki að halda varðandi nokkra leikmenn. Ég vil ekki útiloka þá of lengi en við verðum að meta stöðuna varðandi nokkra af þeim sem gátu ekki tekið þátt í úrslitaleiknum.“
Enski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Handbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Í beinni: Liverpool - Newcastle | Alvöru slagur á Anfield Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira