Ferðaþjónusta, innflytjendur og íslenskt samfélag Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 27. febrúar 2024 16:30 Undanfarið hafa ferðaþjónusta og innflytjendur átt það sameiginlegt að vera áberandi í fjölmiðlaumræðu og í spjalli á kaffistofum landsmanna með einum eða öðrum hætti. Heyrst hefur að ferðaþjónusta standi á bak við meginþorra þess vaxtar sem orðið hefur í fjölda starfandi innflytjenda hér á landi frá árinu 2017. Þessir sömu innflytjendur eru auk ferðaþjónustunnar sjálfrar auðvitað, sagðir bera ábyrgð á þenslu, verðbólgu, háum vöxtum og húsnæðisskorti. Umræðan verður að byggja á staðreyndum Hins vegar er einkar áhugavert að skoða gögn Hagstofu Íslands um fjölda starfandi í hinum ýmsu atvinnugreinum, þar tala staðreyndirnar sínu máli. Frá árinu 2017 hefur fjöldi innflytjenda sem starfa í ferðaþjónustu aukist um 4.737 einstaklinga. Í atvinnugreinum iðnaðarins hefur sá fjöldi aukist um 5.036 einstaklinga á sama tíma og hjá hinu opinbera hefur starfandi innflytjendum fjölgað um 4.057 einstaklinga. Heildarfjöldi innflytjenda sem störfuðu á Íslandi árið 2023 var 54.114 einstaklingar. Í ferðaþjónustu störfuðu 14.062 innflytjendur í fyrra, 3.273 í sjávarútvegi og 13.284 í atvinnugreinum iðnaðarins. Hjá hinu opinbera störfuðu svo 8.924 innflytjendur á sama tíma. Fjórðungur alls vinnuafls á Íslandi er þannig af erlendu bergi brotinn. Í ferðaþjónustu var hlutfall innflutts vinnuafls 44% í fyrra, 39% í sjávarútvegi og í atvinnugreinum iðnaðarins var það 26% á sama tímapunkti. Hjá hinu opinbera var hlutfall innflutts vinnuafls hins vegar 12%. Innflytjendur eru nauðsynleg viðbót við atvinnulífið Lífskjör okkar Íslendinga eru háð burðarstólpum íslensks útflutnings. Af því leiðir að lífskjör okkar byggja að miklu leyti á innflytjendum, enda starfar meginþorri þeirra í stærstu útflutningsgreinunum okkar - ferðaþjónustu, sjávarútvegi og iðnaði. Við Íslendingar gerum kröfu um framúrskarandi lífskjör og að þau batni stöðugt. Staðreyndin er hins vegar sú að innfæddir Íslendingar eru ekki nægilega margir til að standa undir þeim kröfum. Þar af leiðandi þurfum við aðstoð erlendra ríkisborgara til að manna hin ýmsu störf. Það er því hárrétt að það starfa margir frábærir innflytjendur í ferðaþjónustu - en einnig í öðrum atvinnugreinum. Þetta fólk hjálpar okkur að auka hagvöxt og skapa verðmæti, auk þess sem það greiðir skatta og skyldur til samfélagsins og leggur þar með sitt til við uppbyggingu innviða landsins og fjármögnun á velferðarkerfinu. Lítum okkur nær Það verður að teljast mjög svo ósanngjörn nálgun að tala um innflytjendur sem hingað flytjast, til þess að sinna hinum ýmsu störfum í grunnatvinnugreinum þjóðarbúsins og hjá hinu opinbera, sem byrði á samfélaginu. Nær væri að við litum í okkar eigin barm og spyrðum okkur hvar við höfum sjálf brugðist í skipulagi og innviðauppbyggingu. Okkur væri þar að auki miklu nær að fagna þessu fólki og gera okkar besta til að stuðla að því að það festi hér rætur og verði hluti af íslensku samfélagi. Tímarnir breytast og mennirnir með, þau spakmæli eiga svo sannarlega við um íslenskt samfélag. Hvar værum við stödd varðandi lífskjör á Íslandi án innflutts vinnuafls við störf í ferðaþjónustu, sjávarútvegi og iðnaði? Hvar væri opinber þjónusta stödd? Vöndum okkur í umræðunni og tölum um staðreyndir. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Innflytjendamál Bjarnheiður Hallsdóttir Vinnumarkaður Atvinnurekendur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa ferðaþjónusta og innflytjendur átt það sameiginlegt að vera áberandi í fjölmiðlaumræðu og í spjalli á kaffistofum landsmanna með einum eða öðrum hætti. Heyrst hefur að ferðaþjónusta standi á bak við meginþorra þess vaxtar sem orðið hefur í fjölda starfandi innflytjenda hér á landi frá árinu 2017. Þessir sömu innflytjendur eru auk ferðaþjónustunnar sjálfrar auðvitað, sagðir bera ábyrgð á þenslu, verðbólgu, háum vöxtum og húsnæðisskorti. Umræðan verður að byggja á staðreyndum Hins vegar er einkar áhugavert að skoða gögn Hagstofu Íslands um fjölda starfandi í hinum ýmsu atvinnugreinum, þar tala staðreyndirnar sínu máli. Frá árinu 2017 hefur fjöldi innflytjenda sem starfa í ferðaþjónustu aukist um 4.737 einstaklinga. Í atvinnugreinum iðnaðarins hefur sá fjöldi aukist um 5.036 einstaklinga á sama tíma og hjá hinu opinbera hefur starfandi innflytjendum fjölgað um 4.057 einstaklinga. Heildarfjöldi innflytjenda sem störfuðu á Íslandi árið 2023 var 54.114 einstaklingar. Í ferðaþjónustu störfuðu 14.062 innflytjendur í fyrra, 3.273 í sjávarútvegi og 13.284 í atvinnugreinum iðnaðarins. Hjá hinu opinbera störfuðu svo 8.924 innflytjendur á sama tíma. Fjórðungur alls vinnuafls á Íslandi er þannig af erlendu bergi brotinn. Í ferðaþjónustu var hlutfall innflutts vinnuafls 44% í fyrra, 39% í sjávarútvegi og í atvinnugreinum iðnaðarins var það 26% á sama tímapunkti. Hjá hinu opinbera var hlutfall innflutts vinnuafls hins vegar 12%. Innflytjendur eru nauðsynleg viðbót við atvinnulífið Lífskjör okkar Íslendinga eru háð burðarstólpum íslensks útflutnings. Af því leiðir að lífskjör okkar byggja að miklu leyti á innflytjendum, enda starfar meginþorri þeirra í stærstu útflutningsgreinunum okkar - ferðaþjónustu, sjávarútvegi og iðnaði. Við Íslendingar gerum kröfu um framúrskarandi lífskjör og að þau batni stöðugt. Staðreyndin er hins vegar sú að innfæddir Íslendingar eru ekki nægilega margir til að standa undir þeim kröfum. Þar af leiðandi þurfum við aðstoð erlendra ríkisborgara til að manna hin ýmsu störf. Það er því hárrétt að það starfa margir frábærir innflytjendur í ferðaþjónustu - en einnig í öðrum atvinnugreinum. Þetta fólk hjálpar okkur að auka hagvöxt og skapa verðmæti, auk þess sem það greiðir skatta og skyldur til samfélagsins og leggur þar með sitt til við uppbyggingu innviða landsins og fjármögnun á velferðarkerfinu. Lítum okkur nær Það verður að teljast mjög svo ósanngjörn nálgun að tala um innflytjendur sem hingað flytjast, til þess að sinna hinum ýmsu störfum í grunnatvinnugreinum þjóðarbúsins og hjá hinu opinbera, sem byrði á samfélaginu. Nær væri að við litum í okkar eigin barm og spyrðum okkur hvar við höfum sjálf brugðist í skipulagi og innviðauppbyggingu. Okkur væri þar að auki miklu nær að fagna þessu fólki og gera okkar besta til að stuðla að því að það festi hér rætur og verði hluti af íslensku samfélagi. Tímarnir breytast og mennirnir með, þau spakmæli eiga svo sannarlega við um íslenskt samfélag. Hvar værum við stödd varðandi lífskjör á Íslandi án innflutts vinnuafls við störf í ferðaþjónustu, sjávarútvegi og iðnaði? Hvar væri opinber þjónusta stödd? Vöndum okkur í umræðunni og tölum um staðreyndir. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun