Líkur á eldgosi á næstu klukkustundum eða dögum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2024 11:39 Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir mögulegt að bresti á með eldgosi á næstu klukkutímum en líklegar á næstu sólarhringum. Vísir/Einar Átta milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast upp undir Svartsengi. Jarðeðlisfræðingur telur líklegt að bresti á með eldgosi á næstu klukkutímum eða dögum. Hættustig á nokkrum svæðum í kringum Svartsengi var hækkað síðdegis í gær og nú hafa um átta milljónir rúmmetra á kviku safnast saman undir Svartsengi. Miðað við fyrri eldgos hafa líkur á gosi aukist þegar magnið nær átta til þrettán milljón rúmmetrum og náðust neðri mörkin þannig í dag. „Það safnast stöðugt þarna fyrir og þetta er svipað eins og Elliðaárnar, sem er að flæða þarna inn af kviku. Þetta eru 5-6 rúmmetrar á sekúndu. Það er hálf milljón rúmmetra á sólarhring og nú er komið á það stig sem hefur brostið á með gosi upp úr þessu. Ef þetta hegðar sér eins gæti það alveg gerst núna á næstu klukkustundum en líklegt að það gerist á næstu dögum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Ómögulegt sé að segja nákvæmlega til um hvenær gosið fer af stað. „Við erum bara undir þetta búin og svo tökum við því sem höndum ber.“ Hann varar enn við því að líklegt sé að lítill sem enginn fyrirvari verði á eldgosinu, enda greið leið fyrir kvikuna upp á yfirborðið. Lítil skjálftavirkni hefur mælst í kvikuganginum undanfarna daga. „Sem að segir okkur ekkert sérstaklega mikið. Það hefur verið frekar hvasst og þá er næmni kerfisins ekki jafn mikil. Það er erfitt að draga miklar ályktanir en enn sem komið er segir ekkert að þetta sé að byrja. Það er líklegt að það gerist á næstu sólarhringum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Bein útsending frá Þorbirni Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. „Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við 30 mínútur,“ sagði í frétt á vef Veðurstofunnar í gær. 27. febrúar 2024 09:30 Nýtt hraun á Reykjanesi nýtur ekki sömu verndar og annað hraun Eftir að ný lög voru samþykkt í nóvember um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga þurfa yfirvöld ekki að leita umsagnar Umhverfisstofnunar lengur með hefðbundnum hætti þegar raska á til dæmis nýju hrauni. Yfirvöld eiga samráð við stofnunina en miklu takmarkaðri hætti en kveður á um í náttúruverndarlögum. 27. febrúar 2024 06:46 Ekki skynsamlegt að gista í Grindavík Auknar líkur eru taldar á gosi á Reykjanesi og kvikumagnið undir Svarstengi mun líklega á morgun ná neðri mörkum þess sem hefur safnast saman í kvikuhólfinu fyrir síðustu eldgos. 26. febrúar 2024 20:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Sjá meira
Hættustig á nokkrum svæðum í kringum Svartsengi var hækkað síðdegis í gær og nú hafa um átta milljónir rúmmetra á kviku safnast saman undir Svartsengi. Miðað við fyrri eldgos hafa líkur á gosi aukist þegar magnið nær átta til þrettán milljón rúmmetrum og náðust neðri mörkin þannig í dag. „Það safnast stöðugt þarna fyrir og þetta er svipað eins og Elliðaárnar, sem er að flæða þarna inn af kviku. Þetta eru 5-6 rúmmetrar á sekúndu. Það er hálf milljón rúmmetra á sólarhring og nú er komið á það stig sem hefur brostið á með gosi upp úr þessu. Ef þetta hegðar sér eins gæti það alveg gerst núna á næstu klukkustundum en líklegt að það gerist á næstu dögum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Ómögulegt sé að segja nákvæmlega til um hvenær gosið fer af stað. „Við erum bara undir þetta búin og svo tökum við því sem höndum ber.“ Hann varar enn við því að líklegt sé að lítill sem enginn fyrirvari verði á eldgosinu, enda greið leið fyrir kvikuna upp á yfirborðið. Lítil skjálftavirkni hefur mælst í kvikuganginum undanfarna daga. „Sem að segir okkur ekkert sérstaklega mikið. Það hefur verið frekar hvasst og þá er næmni kerfisins ekki jafn mikil. Það er erfitt að draga miklar ályktanir en enn sem komið er segir ekkert að þetta sé að byrja. Það er líklegt að það gerist á næstu sólarhringum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Bein útsending frá Þorbirni Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. „Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við 30 mínútur,“ sagði í frétt á vef Veðurstofunnar í gær. 27. febrúar 2024 09:30 Nýtt hraun á Reykjanesi nýtur ekki sömu verndar og annað hraun Eftir að ný lög voru samþykkt í nóvember um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga þurfa yfirvöld ekki að leita umsagnar Umhverfisstofnunar lengur með hefðbundnum hætti þegar raska á til dæmis nýju hrauni. Yfirvöld eiga samráð við stofnunina en miklu takmarkaðri hætti en kveður á um í náttúruverndarlögum. 27. febrúar 2024 06:46 Ekki skynsamlegt að gista í Grindavík Auknar líkur eru taldar á gosi á Reykjanesi og kvikumagnið undir Svarstengi mun líklega á morgun ná neðri mörkum þess sem hefur safnast saman í kvikuhólfinu fyrir síðustu eldgos. 26. febrúar 2024 20:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Sjá meira
Bein útsending frá Þorbirni Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. „Eldgos gæti hafist með mjög stuttum fyrirvara, jafnvel innan við 30 mínútur,“ sagði í frétt á vef Veðurstofunnar í gær. 27. febrúar 2024 09:30
Nýtt hraun á Reykjanesi nýtur ekki sömu verndar og annað hraun Eftir að ný lög voru samþykkt í nóvember um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga þurfa yfirvöld ekki að leita umsagnar Umhverfisstofnunar lengur með hefðbundnum hætti þegar raska á til dæmis nýju hrauni. Yfirvöld eiga samráð við stofnunina en miklu takmarkaðri hætti en kveður á um í náttúruverndarlögum. 27. febrúar 2024 06:46
Ekki skynsamlegt að gista í Grindavík Auknar líkur eru taldar á gosi á Reykjanesi og kvikumagnið undir Svarstengi mun líklega á morgun ná neðri mörkum þess sem hefur safnast saman í kvikuhólfinu fyrir síðustu eldgos. 26. febrúar 2024 20:00