Fyrsta Abrams skriðdrekanum grandað nærri Avdívka Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2024 18:42 Áhöfn Abrams skriðdrekans er sögð hafa lifað af en skriðdrekinn er líklega ónýtur. Óljóst er hvernig hann var skemmdur. Úkraínskir hermenn hafa hörfað frá þorpi í austurhluta Úkraínu, skammt vestur af borginni Avdívka, sem féll nýverið í hendur Rússa eftir gífurlega harða bardaga frá því í október. Þaðan hörfuðu hermenn til þorpsins Lastochkyne og hafa þeir nú hörfað lengra til vesturs. Einn af talsmönnum úkraínska hersins sagði að Rússar hefðu gert stórt áhlaup að þorpinu og hermennirnir hafi hörfað til nýrra varnarlína vestur af þorpinu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Úkraínumenn eiga við mikinn skort á skotfærum fyrir stórskotalið að etja og hefur það gert varnir þeirra mun erfiðari. Að miklu leyti má rekja þennan skort til pólitískra deila í Bandaríkjunum, þar sem Repúblikanar í fulltrúadeild þingsins hafa staðið í vegi frekari hernaðaraðstoðar um mánaðaskeið. Rússar hafa aftur á móti aukið framleiðslu á hergögnum verulega á undanförnum tveimur árum og hafa þar að auki fengið stórar vopnasendingar frá Íran og Norður-Kóreu, sem hefur gert rússneskum hermönnum kleift að ná miklum yfirburðum þegar kemur að stórskotaliði. Rússneskir fjölmiðlar segja rússneska hermenn hafa sótt um tíu kílómetra fram á svæðinu og að mikilvæg birgðaleið Úkraínumanna hafi legið í gegnum Lastochkyne. Þá er útlit fyrir að fyrsta Abrams skriðdrekanum, sem Bandaríkjamenn sendu til Úkraínu í fyrra, hafi verið grandað. Það mun hafa verið gert nærri Avdívka á dögunum. First US-supplied M1A1 Abrams MBT in Ukrainian service seen damaged/destroyed. Blowout panels can be seen deployed pic.twitter.com/ej72loRhMo— OSINTtechnical (@Osinttechnical) February 26, 2024 Úkraínumenn fengu 31 skriðdreka frá Bandaríkjunum í fyrra en þeir hafa sést á víglínunni í austurhluta landsins á undanförnum vikum. Þetta er í fyrsta sinn sem myndefni af skriðdreka sem virðist hafa verið grandað sést á samfélagsmiðlum eystra. Auk Abrams skriðdreka hafa Úkraínumenn einnig fengið Challenger 2 skriðdreka frá Bretlandi og Leopard skriðdreka frá Þýskalandi og öðrum ríkjum sem nota slíka skriðdreka. Fyrsta Challenger skriðdrekanum var grandað í september í fyrra. Sjá einnig: Enginn endir í sjónmáli Rústan Úmerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, kvartaði yfir því í gær að helmingur þeirrar hernaðaraðstoðar sem Úkraínumönnum hefði verið lofað bærist þeim seinna en lofað var og það gerði forsvarsmönnum hersins erfitt með skipulagningu. Úmerov sagði það hafa kostað líf hermanna. Fregnir hafa einnig borist af því að Rússum hafi einnig tekist að granda fyrsta Archer-stórskotaliðskerfinu sem Úkraínumenn hafa fengið frá Svíum. Það eru fallbyssur sem ganga fyrir eigin afli og eru hannaðar til að hleypa af nokkrum skotum á skömmum tíma og hörfa svo aftur, áður en hægt er að svara skothríðinni. Svo virðist sem Rússar hafi grandað vopnakerfinu með Lancet sjálfsprengidróna, ef marka má myndband sem Rússar birtu á netinu í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Svíþjóð Tengdar fréttir Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55 Úkraína í erfiðri stöðu á viðsjárverðum tímamótum Úkraínuforseti hvatti í dag þjóð sína til að halda áfram að berjast í stríðinu við Rússa, sem nú hefur staðið yfir í nákvæmlega tvö ár. Úkraínumenn eru í afar erfiðri stöðu í upphafi þriðja árs innrásar; vopn eru af skornum skammti og forsetinn berst fyrir framtíðarfjármögnun að utan. 24. febrúar 2024 21:46 Felldu tugi hermanna með HIMARS Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt tugi rússneskra hermanna með HIMARS árás á þjálfunarstað í austurhluta Úkraínu. Myndefni af vettvangi sýnir fjölda líka á víð og dreif. 21. febrúar 2024 16:00 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira
Einn af talsmönnum úkraínska hersins sagði að Rússar hefðu gert stórt áhlaup að þorpinu og hermennirnir hafi hörfað til nýrra varnarlína vestur af þorpinu, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Úkraínumenn eiga við mikinn skort á skotfærum fyrir stórskotalið að etja og hefur það gert varnir þeirra mun erfiðari. Að miklu leyti má rekja þennan skort til pólitískra deila í Bandaríkjunum, þar sem Repúblikanar í fulltrúadeild þingsins hafa staðið í vegi frekari hernaðaraðstoðar um mánaðaskeið. Rússar hafa aftur á móti aukið framleiðslu á hergögnum verulega á undanförnum tveimur árum og hafa þar að auki fengið stórar vopnasendingar frá Íran og Norður-Kóreu, sem hefur gert rússneskum hermönnum kleift að ná miklum yfirburðum þegar kemur að stórskotaliði. Rússneskir fjölmiðlar segja rússneska hermenn hafa sótt um tíu kílómetra fram á svæðinu og að mikilvæg birgðaleið Úkraínumanna hafi legið í gegnum Lastochkyne. Þá er útlit fyrir að fyrsta Abrams skriðdrekanum, sem Bandaríkjamenn sendu til Úkraínu í fyrra, hafi verið grandað. Það mun hafa verið gert nærri Avdívka á dögunum. First US-supplied M1A1 Abrams MBT in Ukrainian service seen damaged/destroyed. Blowout panels can be seen deployed pic.twitter.com/ej72loRhMo— OSINTtechnical (@Osinttechnical) February 26, 2024 Úkraínumenn fengu 31 skriðdreka frá Bandaríkjunum í fyrra en þeir hafa sést á víglínunni í austurhluta landsins á undanförnum vikum. Þetta er í fyrsta sinn sem myndefni af skriðdreka sem virðist hafa verið grandað sést á samfélagsmiðlum eystra. Auk Abrams skriðdreka hafa Úkraínumenn einnig fengið Challenger 2 skriðdreka frá Bretlandi og Leopard skriðdreka frá Þýskalandi og öðrum ríkjum sem nota slíka skriðdreka. Fyrsta Challenger skriðdrekanum var grandað í september í fyrra. Sjá einnig: Enginn endir í sjónmáli Rústan Úmerov, varnarmálaráðherra Úkraínu, kvartaði yfir því í gær að helmingur þeirrar hernaðaraðstoðar sem Úkraínumönnum hefði verið lofað bærist þeim seinna en lofað var og það gerði forsvarsmönnum hersins erfitt með skipulagningu. Úmerov sagði það hafa kostað líf hermanna. Fregnir hafa einnig borist af því að Rússum hafi einnig tekist að granda fyrsta Archer-stórskotaliðskerfinu sem Úkraínumenn hafa fengið frá Svíum. Það eru fallbyssur sem ganga fyrir eigin afli og eru hannaðar til að hleypa af nokkrum skotum á skömmum tíma og hörfa svo aftur, áður en hægt er að svara skothríðinni. Svo virðist sem Rússar hafi grandað vopnakerfinu með Lancet sjálfsprengidróna, ef marka má myndband sem Rússar birtu á netinu í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Bandaríkin Svíþjóð Tengdar fréttir Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55 Úkraína í erfiðri stöðu á viðsjárverðum tímamótum Úkraínuforseti hvatti í dag þjóð sína til að halda áfram að berjast í stríðinu við Rússa, sem nú hefur staðið yfir í nákvæmlega tvö ár. Úkraínumenn eru í afar erfiðri stöðu í upphafi þriðja árs innrásar; vopn eru af skornum skammti og forsetinn berst fyrir framtíðarfjármögnun að utan. 24. febrúar 2024 21:46 Felldu tugi hermanna með HIMARS Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt tugi rússneskra hermanna með HIMARS árás á þjálfunarstað í austurhluta Úkraínu. Myndefni af vettvangi sýnir fjölda líka á víð og dreif. 21. febrúar 2024 16:00 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Sjá meira
Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04
Greinir í fyrsta sinn opinberlega frá mannfalli Um það bil 31 þúsund hermenn hafa fallið í átökum eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu. Frá því greindi forseti landsins, Volodmír Selenskíj, á viðburði í Kænugarði í dag þar sem þess var minnst að tvö ár eru frá upphafi stríðsins. 25. febrúar 2024 16:55
Úkraína í erfiðri stöðu á viðsjárverðum tímamótum Úkraínuforseti hvatti í dag þjóð sína til að halda áfram að berjast í stríðinu við Rússa, sem nú hefur staðið yfir í nákvæmlega tvö ár. Úkraínumenn eru í afar erfiðri stöðu í upphafi þriðja árs innrásar; vopn eru af skornum skammti og forsetinn berst fyrir framtíðarfjármögnun að utan. 24. febrúar 2024 21:46
Felldu tugi hermanna með HIMARS Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt tugi rússneskra hermanna með HIMARS árás á þjálfunarstað í austurhluta Úkraínu. Myndefni af vettvangi sýnir fjölda líka á víð og dreif. 21. febrúar 2024 16:00