Guðjón og Gylfi ætla að berjast um sæti í stjórn Festi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2024 17:07 Gylfi og Guðjón bjóða fram krafta sína til stjórnarmennsku. Guðjón Auðunsson, fráfarandi forstjóri Reita fasteignafélags, og Gylfi Ólafsson, fyrrum forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, hafa boðið sig fram til stjórnar hjá Festi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Frestur til framboðs rann út í gær. Tíu höfðu boðið sig fram í stjórnina og skilað inn erindi þess efnis til tilnefningarnefndar Hún hafði svo skilað inn fimm manna lista sem hún tilnefndi í stjórnina. Um var að ræða fjóra af fimm sitjandi stjórnarmönnum auk þess sem gerð var tillaga um að Þórður Már Jóhannesson, stór hluthafi í Festi sem sagði sig úr stjórn í kjölfar hneykslismáls fyrir tveimur árum, verði tekinn aftur inn í stjórnina. Stórir hluthafar hafa velt vöngum yfir fyrirhugaðri endurkomu Þórðar Más og starfi tilnefninganefndar. Þeirra á meðal framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem er stærsti hluthafinn í Festi. Þá hefur stjón Lífeyrissjóðsins Brúar sagst ekki munu styðja framboð Þórðar. Aðalfundur hjá Festi verður haldinn miðvikudaginn 6. mars og hefst klukkan 10. Samkvæmt hlutafélagalögum skal hlutfall hvors kyns vera að lágmarki 40 prósent í stjórnum þeirra. Konurnar í framboði eru samkvæmt því sjálfkjörnar og karlarnir fimm sem eftir standa berjast um þau þrjú sæti sem eftir eru. Í skýrslu starfskjaranefndar Festi 2022 til 2023 var gerð tillaga að launum til stjórnar. Stjórnarformaður fær 820 þúsund krónur á mánuði, varaformaður 615 þúsund krónur og aðrir stjórnarmenn 410 þúsund krónur. Þá fá fulltrúar stjórnar í nefndum einnig greitt fyrir vinnu sína þar. Festi Kauphöllin Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Stórir hluthafar mótfallnir eða hugsi yfir framboði Þórðar Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, stærsti hluthafinn í Festi sem er móðurfélag Krónunnar, N1 og Elko, leggst gegn því að Þórður Már Jóhannesson verði kjörinn í stjórn félagsins á ný. Fleiri lífeyrissjóðir eru sama sinnis. 23. febrúar 2024 12:16 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Frestur til framboðs rann út í gær. Tíu höfðu boðið sig fram í stjórnina og skilað inn erindi þess efnis til tilnefningarnefndar Hún hafði svo skilað inn fimm manna lista sem hún tilnefndi í stjórnina. Um var að ræða fjóra af fimm sitjandi stjórnarmönnum auk þess sem gerð var tillaga um að Þórður Már Jóhannesson, stór hluthafi í Festi sem sagði sig úr stjórn í kjölfar hneykslismáls fyrir tveimur árum, verði tekinn aftur inn í stjórnina. Stórir hluthafar hafa velt vöngum yfir fyrirhugaðri endurkomu Þórðar Más og starfi tilnefninganefndar. Þeirra á meðal framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem er stærsti hluthafinn í Festi. Þá hefur stjón Lífeyrissjóðsins Brúar sagst ekki munu styðja framboð Þórðar. Aðalfundur hjá Festi verður haldinn miðvikudaginn 6. mars og hefst klukkan 10. Samkvæmt hlutafélagalögum skal hlutfall hvors kyns vera að lágmarki 40 prósent í stjórnum þeirra. Konurnar í framboði eru samkvæmt því sjálfkjörnar og karlarnir fimm sem eftir standa berjast um þau þrjú sæti sem eftir eru. Í skýrslu starfskjaranefndar Festi 2022 til 2023 var gerð tillaga að launum til stjórnar. Stjórnarformaður fær 820 þúsund krónur á mánuði, varaformaður 615 þúsund krónur og aðrir stjórnarmenn 410 þúsund krónur. Þá fá fulltrúar stjórnar í nefndum einnig greitt fyrir vinnu sína þar.
Festi Kauphöllin Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Stórir hluthafar mótfallnir eða hugsi yfir framboði Þórðar Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, stærsti hluthafinn í Festi sem er móðurfélag Krónunnar, N1 og Elko, leggst gegn því að Þórður Már Jóhannesson verði kjörinn í stjórn félagsins á ný. Fleiri lífeyrissjóðir eru sama sinnis. 23. febrúar 2024 12:16 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Stórir hluthafar mótfallnir eða hugsi yfir framboði Þórðar Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, stærsti hluthafinn í Festi sem er móðurfélag Krónunnar, N1 og Elko, leggst gegn því að Þórður Már Jóhannesson verði kjörinn í stjórn félagsins á ný. Fleiri lífeyrissjóðir eru sama sinnis. 23. febrúar 2024 12:16