Fagnar sigri gegn kerfinu eftir fimm ára baráttu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. febrúar 2024 21:12 Sunna Valdís og Sigurður, sem hjóla mikið saman. Nýja hjólið sem loks fékkst samþykkt af Sjúkratryggingum er feðginunum mikið fagnaðarefni. Vísir/Steingrímur Dúi Fimm ára baráttu ungrar konu með sjaldgæfan taugasjúkdóm við kerfið er lokið. Sjúkratryggingar hafa staðfest að hún eigi rétt á hjólastólahjóli, eftir að hafa hafnað henni tvisvar áður. Sunna Valdís Sigurðardóttir er 18 ára, og er með AHC-taugasjúkdóminn, sem er afar sjaldgæfur. Hún sótti árið 2019 um hjólastólahjól frá Sjúkratryggingum Íslands. Umsókninni var neitað á grundvelli þess að hún gæti ekki hjólað sjálf án aðstoðarmanns. Tveimur árum síðar sótti hún aftur um hjól, en þá parhjól, sem bæði hún og aðstoðarmanneskja gætu hjólað á. Þeirri umsókn var hafnað á grundvelli þess að ekki væri um stoðtæki að ræða, heldur væri hjólið aðeins til afþreyingar. Eftir að úrskurðanefnd velferðamála staðfesti þá niðurstöðu var farið með málið til Umboðsmanns Alþingis, sem taldi Sunnu eiga rétt á hjólinu sem sótt var um í upphafi. Nefndin tók málið því aftur upp. „Og sendi það aftur til Sjúkratrygginga, sem komast að lokum að niðurstöðu um að hún hafi allan tímann átt rétt á þessu hjóli. Þetta er svona stutta sagan, en þetta er náttúrulega búið að taka fimm ár,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir Sunnu. Rætt var við Sunnu og fjölskyldu hennar í fréttablaðinu árið 2016: Fáránlegur tími Sigurður segir það mikinn létti að baráttunni við kerfið sé lokið, og með farsælum endi. „En náttúrulega bara fáránlegt að hún þurfi að bíða í fimm ár eftir þessari niðurstöðu.“ Sigurður leyfir sér að vera bjartsýnn á framtíðina í þessum málum, fyrir börn í sömu stöðu. „Heilbrigðisráðherra hefur verið okkur mjög hliðhollur í þessu máli og hefur gert allt sem í hans valdi stendur, við vitum það, og við vitum að hann vill að kerfið virki betur,“ segir Sigurður. Nýja hjólið væntanlegt Hjólið sem Sunna notast við nú, og sést í fréttinni að ofan, keyptu foreldrar hennar, en það er komið til ára sinna. Nýja hjólið ætti að koma til landsins eftir um tvo mánuði. Sunna, sem þykir fátt skemmtilegra en að fara út að hjóla, er búin að ákveða hvernig nýja hjólið á að líta út. Það á að vera fjólublátt. En í bili verður gamla hjólið að duga til að hjóla um bæinn. Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Hjólreiðar Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Sunna Valdís Sigurðardóttir er 18 ára, og er með AHC-taugasjúkdóminn, sem er afar sjaldgæfur. Hún sótti árið 2019 um hjólastólahjól frá Sjúkratryggingum Íslands. Umsókninni var neitað á grundvelli þess að hún gæti ekki hjólað sjálf án aðstoðarmanns. Tveimur árum síðar sótti hún aftur um hjól, en þá parhjól, sem bæði hún og aðstoðarmanneskja gætu hjólað á. Þeirri umsókn var hafnað á grundvelli þess að ekki væri um stoðtæki að ræða, heldur væri hjólið aðeins til afþreyingar. Eftir að úrskurðanefnd velferðamála staðfesti þá niðurstöðu var farið með málið til Umboðsmanns Alþingis, sem taldi Sunnu eiga rétt á hjólinu sem sótt var um í upphafi. Nefndin tók málið því aftur upp. „Og sendi það aftur til Sjúkratrygginga, sem komast að lokum að niðurstöðu um að hún hafi allan tímann átt rétt á þessu hjóli. Þetta er svona stutta sagan, en þetta er náttúrulega búið að taka fimm ár,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir Sunnu. Rætt var við Sunnu og fjölskyldu hennar í fréttablaðinu árið 2016: Fáránlegur tími Sigurður segir það mikinn létti að baráttunni við kerfið sé lokið, og með farsælum endi. „En náttúrulega bara fáránlegt að hún þurfi að bíða í fimm ár eftir þessari niðurstöðu.“ Sigurður leyfir sér að vera bjartsýnn á framtíðina í þessum málum, fyrir börn í sömu stöðu. „Heilbrigðisráðherra hefur verið okkur mjög hliðhollur í þessu máli og hefur gert allt sem í hans valdi stendur, við vitum það, og við vitum að hann vill að kerfið virki betur,“ segir Sigurður. Nýja hjólið væntanlegt Hjólið sem Sunna notast við nú, og sést í fréttinni að ofan, keyptu foreldrar hennar, en það er komið til ára sinna. Nýja hjólið ætti að koma til landsins eftir um tvo mánuði. Sunna, sem þykir fátt skemmtilegra en að fara út að hjóla, er búin að ákveða hvernig nýja hjólið á að líta út. Það á að vera fjólublátt. En í bili verður gamla hjólið að duga til að hjóla um bæinn.
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Hjólreiðar Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira