Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á slaginu 12. Vísir

Samninganefndir Breiðfylkingar og Samtaka atvinnulífsins funda nú hjá Ríkissáttasemjara, en VR sagði sig úr fylkingunni í gær. Á sama tíma undirbúa Fagfélögin verkfallsaðgerðir. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 

Tvö ár eru í dag frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst. Leiðtogar af Vesturlöndum hafa streymt til Kænugarðs í dag til að sýna Úkraínu stuðning í tilefni tímamótanna.

Þá tökum við stöðuna á heitavatnsmálum í Grindavík. Unnið er að því að tengja hjáveitulögn inn í bæinn í dag. 

Við ræðum einnig við móður fatlaðs drengs, sem skilaði sér ekki heim úr akstursþjónustu. Hún segir heppni að ekki fór verr. Sonur hennar fannst í Víkingsheimilinu um hálftíma eftir að hann fór úr leigubíl frá Pant. Deildarstjóri hjá Pant segir málið litið alvarlegum augum.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×