Sífellt erfiðara að sjá fyrir upphaf eldgoss Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. febrúar 2024 18:36 Talið er líklegast eins og staðan að eldgos verði á einu af þremur svæðum á Sundhnjúkagígaröðinni. Hjalti/Arnar Fyrirvarinn á næsta eldgosi á Reykjanesi gæti orðið innan við hálftími að mati jarðeðlisfræðings. Merkin sem fylgst er með í aðdraganda eldgosa verði sífellt veikari eftir því sem atburðunum á svæðinu fjölgar. Magnið af kviku sem nú hefur safnast fyrir undir Svartsengi er nú farið að nálgast það magn sem var þar fyrir síðast eldgos. Ef kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða er talið að gosið geti á ný í næstu viku og að fyrirvarinn verði skammur. „Það er algjörlega háð því hvar gosið kemur upp. Ef það kemur upp við Sýlingarfell þá getur það bara verið mjög stuttur fyrirvari. Innan við hálftími og ef það er vont veður þá verður jafnvel erfitt að sjá þá,“ segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Stysta leiðin fyrir kvikuna við Sýlingafell Eins og staðan er núna er talið líklegast að eldgosið komi upp á einu af þremur svæðum á Sundhjúkagígaröðinni. „Það er náttúrulega langlíklegast að það gjósi bara við Sýlingarfell. Þar er stysta leiðin fyrir kvikuna og auðveldast fyrir hana að komast upp en eins og við höfum séð þá getur þetta farið eftir kvikuganginum og endað þarna við Hagafell kannski og jafnvel ólíklegri möguleiki en alls ekki útilokaður að það fari suður fyrir varnargarðana og í átt að Grindavík og jafnvel inn fyrir Grindavík,“ sagði hann. Svartsengi ólíklegur kostur Benedikt telur ólíklegt að það gjósi í Svartsengi en það geti þó gerst. „Ef að til eldgos kemur í Svartengi þá mun það mjög líklega hafa mun lengri aðdraganda heldur en þennan hálftíma. Það mun taka, við höfum metið það, kannski fjóra til sjö klukkutíma allavega fyrir kviku að brjóta sér leið af þessu fimm kílómetra dýpi og upp á yfirborð bara beint upp í Svartsengi,“ sagði hann. Merkin verði veikari eftir því sem atburðum fjölgar Svæðið er vaktað vel og fylgst með ákveðnum merkjum sem gefa til kynna þegar stutt er í eldgos. „Það er búið að losa svo mikið af spennu að við erum ekki sjá mikið af stórum skjálftum. Það er þessi ákafa virkni þar sem eru mjög margir skjálftar á stuttum tíma og svo fara þeir að færa sig eftir því sem kvikan er að færa sig,“ sagði hann. „Sömuleiðis sjáum við það á GPS mælum og við höfum líka verið að sjá það á þrýstingsmælum í borholum hjá HS Orku. Þetta eru svona merkin sem við teljum líklegt að við sjáum sem fyrirvara áður en eitthvað byrjar en svo eru þessu merki bara alltaf að verða veikari og veikari eftir því sem atburðunum fjölgar,“ sagði Benedikt. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Spókuðu sig í nýja hrauninu við Svartsengi Hópur ferðamanna kíkti á hraunið við Svartsengi í dag. Túristarnir, sem voru með síma sína á lofti, gengu um Grindavíkurveg sem varð illa úti í síðasta gosi. 23. febrúar 2024 16:05 Loka fyrir heitt vatn á meðan ný hitaveitulögn er tengd HS Veitur munu á morgun loka fyrir heitt vatn í Grindavík frá klukkan 09:00 og fram á kvöld á meðan verið er að tengja hjáveitu hitalögn sem kemur í stað þeirrar sem skemmdist í eldgosi þann 14. janúar síðastliðinn. 23. febrúar 2024 14:41 Fagna lögum um kaup á íbúðarhúsnæði Grindvíkinga Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir nýsamþykkt frumvarp um kaup á íbúarhúsnæði í bænum fagnaðarefni en mögulega þurfi að mæta ákveðnum hópnum betur. 23. febrúar 2024 12:21 Ekki skynsamlegt að gista í bænum enda styttist í eldgos Miklar líkur eru á að það verði eldgos í næstu viku að sögn eldfjallafræðings. Gos innan bæjarmarka Grindavíkur er mögulegt, fyrirvarinn gæti verið stuttur og því ekki skynsamlegt að gista í bænum. Starfsmaður Vegagerðarinnar segir að kanna hefði þurft sprungur betur áður en fólki var hleypt aftur inn í bæinn. 22. febrúar 2024 21:07 Loksins landað í Grindavík: „Ég er ekki tilbúinn til að kveðja þetta líf“ Mikið líf var í Grindavíkurhöfn í hádeginu þegar Vésteinn GK kom inn til löndunar í höfninni í fyrsta sinn síðan í janúar. Vatn komst á höfnina í morgun og eru Grindvíkingar bjartsýnir á framhaldið. 22. febrúar 2024 14:47 Grindavíkurvegur opnaður á nýjan leik Búið er að opna leið um Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut að nýrri vegtengingu að Bláa lóninu sunnan varnargarðs. Nýr hluti Bláalónsvegar er allur innan varnargarðsins. Þessi leið er öllum opin en lokað er til Grindavíkur nema þeim sem um mega fara. 22. febrúar 2024 12:25 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Fleiri fréttir Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni Sjá meira
Magnið af kviku sem nú hefur safnast fyrir undir Svartsengi er nú farið að nálgast það magn sem var þar fyrir síðast eldgos. Ef kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða er talið að gosið geti á ný í næstu viku og að fyrirvarinn verði skammur. „Það er algjörlega háð því hvar gosið kemur upp. Ef það kemur upp við Sýlingarfell þá getur það bara verið mjög stuttur fyrirvari. Innan við hálftími og ef það er vont veður þá verður jafnvel erfitt að sjá þá,“ segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Stysta leiðin fyrir kvikuna við Sýlingafell Eins og staðan er núna er talið líklegast að eldgosið komi upp á einu af þremur svæðum á Sundhjúkagígaröðinni. „Það er náttúrulega langlíklegast að það gjósi bara við Sýlingarfell. Þar er stysta leiðin fyrir kvikuna og auðveldast fyrir hana að komast upp en eins og við höfum séð þá getur þetta farið eftir kvikuganginum og endað þarna við Hagafell kannski og jafnvel ólíklegri möguleiki en alls ekki útilokaður að það fari suður fyrir varnargarðana og í átt að Grindavík og jafnvel inn fyrir Grindavík,“ sagði hann. Svartsengi ólíklegur kostur Benedikt telur ólíklegt að það gjósi í Svartsengi en það geti þó gerst. „Ef að til eldgos kemur í Svartengi þá mun það mjög líklega hafa mun lengri aðdraganda heldur en þennan hálftíma. Það mun taka, við höfum metið það, kannski fjóra til sjö klukkutíma allavega fyrir kviku að brjóta sér leið af þessu fimm kílómetra dýpi og upp á yfirborð bara beint upp í Svartsengi,“ sagði hann. Merkin verði veikari eftir því sem atburðum fjölgar Svæðið er vaktað vel og fylgst með ákveðnum merkjum sem gefa til kynna þegar stutt er í eldgos. „Það er búið að losa svo mikið af spennu að við erum ekki sjá mikið af stórum skjálftum. Það er þessi ákafa virkni þar sem eru mjög margir skjálftar á stuttum tíma og svo fara þeir að færa sig eftir því sem kvikan er að færa sig,“ sagði hann. „Sömuleiðis sjáum við það á GPS mælum og við höfum líka verið að sjá það á þrýstingsmælum í borholum hjá HS Orku. Þetta eru svona merkin sem við teljum líklegt að við sjáum sem fyrirvara áður en eitthvað byrjar en svo eru þessu merki bara alltaf að verða veikari og veikari eftir því sem atburðunum fjölgar,“ sagði Benedikt.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Spókuðu sig í nýja hrauninu við Svartsengi Hópur ferðamanna kíkti á hraunið við Svartsengi í dag. Túristarnir, sem voru með síma sína á lofti, gengu um Grindavíkurveg sem varð illa úti í síðasta gosi. 23. febrúar 2024 16:05 Loka fyrir heitt vatn á meðan ný hitaveitulögn er tengd HS Veitur munu á morgun loka fyrir heitt vatn í Grindavík frá klukkan 09:00 og fram á kvöld á meðan verið er að tengja hjáveitu hitalögn sem kemur í stað þeirrar sem skemmdist í eldgosi þann 14. janúar síðastliðinn. 23. febrúar 2024 14:41 Fagna lögum um kaup á íbúðarhúsnæði Grindvíkinga Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir nýsamþykkt frumvarp um kaup á íbúarhúsnæði í bænum fagnaðarefni en mögulega þurfi að mæta ákveðnum hópnum betur. 23. febrúar 2024 12:21 Ekki skynsamlegt að gista í bænum enda styttist í eldgos Miklar líkur eru á að það verði eldgos í næstu viku að sögn eldfjallafræðings. Gos innan bæjarmarka Grindavíkur er mögulegt, fyrirvarinn gæti verið stuttur og því ekki skynsamlegt að gista í bænum. Starfsmaður Vegagerðarinnar segir að kanna hefði þurft sprungur betur áður en fólki var hleypt aftur inn í bæinn. 22. febrúar 2024 21:07 Loksins landað í Grindavík: „Ég er ekki tilbúinn til að kveðja þetta líf“ Mikið líf var í Grindavíkurhöfn í hádeginu þegar Vésteinn GK kom inn til löndunar í höfninni í fyrsta sinn síðan í janúar. Vatn komst á höfnina í morgun og eru Grindvíkingar bjartsýnir á framhaldið. 22. febrúar 2024 14:47 Grindavíkurvegur opnaður á nýjan leik Búið er að opna leið um Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut að nýrri vegtengingu að Bláa lóninu sunnan varnargarðs. Nýr hluti Bláalónsvegar er allur innan varnargarðsins. Þessi leið er öllum opin en lokað er til Grindavíkur nema þeim sem um mega fara. 22. febrúar 2024 12:25 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Fleiri fréttir Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni Sjá meira
Spókuðu sig í nýja hrauninu við Svartsengi Hópur ferðamanna kíkti á hraunið við Svartsengi í dag. Túristarnir, sem voru með síma sína á lofti, gengu um Grindavíkurveg sem varð illa úti í síðasta gosi. 23. febrúar 2024 16:05
Loka fyrir heitt vatn á meðan ný hitaveitulögn er tengd HS Veitur munu á morgun loka fyrir heitt vatn í Grindavík frá klukkan 09:00 og fram á kvöld á meðan verið er að tengja hjáveitu hitalögn sem kemur í stað þeirrar sem skemmdist í eldgosi þann 14. janúar síðastliðinn. 23. febrúar 2024 14:41
Fagna lögum um kaup á íbúðarhúsnæði Grindvíkinga Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir nýsamþykkt frumvarp um kaup á íbúarhúsnæði í bænum fagnaðarefni en mögulega þurfi að mæta ákveðnum hópnum betur. 23. febrúar 2024 12:21
Ekki skynsamlegt að gista í bænum enda styttist í eldgos Miklar líkur eru á að það verði eldgos í næstu viku að sögn eldfjallafræðings. Gos innan bæjarmarka Grindavíkur er mögulegt, fyrirvarinn gæti verið stuttur og því ekki skynsamlegt að gista í bænum. Starfsmaður Vegagerðarinnar segir að kanna hefði þurft sprungur betur áður en fólki var hleypt aftur inn í bæinn. 22. febrúar 2024 21:07
Loksins landað í Grindavík: „Ég er ekki tilbúinn til að kveðja þetta líf“ Mikið líf var í Grindavíkurhöfn í hádeginu þegar Vésteinn GK kom inn til löndunar í höfninni í fyrsta sinn síðan í janúar. Vatn komst á höfnina í morgun og eru Grindvíkingar bjartsýnir á framhaldið. 22. febrúar 2024 14:47
Grindavíkurvegur opnaður á nýjan leik Búið er að opna leið um Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut að nýrri vegtengingu að Bláa lóninu sunnan varnargarðs. Nýr hluti Bláalónsvegar er allur innan varnargarðsins. Þessi leið er öllum opin en lokað er til Grindavíkur nema þeim sem um mega fara. 22. febrúar 2024 12:25