Innlent

Spókuðu sig í nýja hrauninu við Svarts­engi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Ferðamennirnir tóku myndir með snjallsímunum af hrauninu.
Ferðamennirnir tóku myndir með snjallsímunum af hrauninu. Vísir/Vilhelm

Hópur ferðamanna kíkti á hraunið við Svartsengi í dag. Túristarnir, sem voru með síma sína á lofti, gengu um Grindavíkurveg sem varð illa úti í síðasta gosi.

Sólríkt og heiðskýrt hefur verið víða á suðvesturhorninu í dag og hitinn yfir frostmarki lengst af degi. Ljósmyndari Vísis var á vettvangi þegar ferðamennirnir spókuðu sig og náði af þeim myndum.

Lögreglan kom á vettvang skömmu eftir ævintýraferð túristanna, en þá voru þeir allir farnir.

Túristarnir voru farnir þegar lögreglu bar að garði.Vísir/Vilhelm

Veðurstofan greindi frá því í dag að kvikumagn undir Svartsengi nálgist nú sömu mörk og í aðdraganda fyrri gosa.

Ekki sé hægt að gera ráð fyrir því að þróunin verði eins og fyrir síðustu gos. Einnig sé sá möguleiki fyrir hendi að kvika hlaupi frá Svartsengi og yfir í Sundhnúksgígaröðina án þess að til eldgoss komi.


Tengdar fréttir

Loka fyrir heitt vatn á meðan ný hitaveitulögn er tengd

HS Veitur munu á morgun loka fyrir heitt vatn í Grindavík frá klukkan 09:00 og fram á kvöld á meðan verið er að tengja hjáveitu hitalögn sem kemur í stað þeirrar sem skemmdist í eldgosi þann 14. janúar síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×