Völd óskast – Allra vegna Steinþór Logi Arnarsson skrifar 23. febrúar 2024 15:00 Löngum hefur það verið sagt að eftir því yngri sem við erum þá sjáum við hlutina og lífið í skýrara ljósi, tært án umhverfisáhrifa eða „skoðanamengunar“. Börn sjái alltaf hlutina með afar einföldum og hreinskilnum hætti, svo hreint og beint. En síðan eldumst við og síum inn í okkur eins og svampar að hlutirnir séu nú ekki endilega svo einfaldir og af hverju þeir þurfi nú að vera svona og svona. Um leið verðum við kannski meðvirk því að sumt sé bara flókið og við stöldrum jafnvel við þar og sættum okkur við að skilja ekki allt til hlítar. Verðum meðvirk hefðinni og fetum troðin spor. Aflvaki þróunar Sem betur fer er það þó ekki algilt og fjölmargt ungt fólk óhrætt við að koma fram á sjónarsviðið með hugmyndir byggðar á nýrri hugsjón og nýjum leiðum. Það breytist hratt á milli kynslóða hvernig við metum hlutina, við sjáum ekki endilega tilveruna í sama ljósi og sú kynslóð sem á undan okkur kom. Sú næsta mun síðan líklega ekki sjá hana heldur með sömu augum og við gerum í dag. Fáir ef einhverjir ná nefnilega þeim árangri að vera ungir að eilífu þegar vel er að gáð. Þannig kunna hagsmunir kynslóða að vera mismunandi og gildi samfélaga breytast hratt. Þar liggur einn helsti aflvaki þróunar okkar. Tækifærin Því er mikilvægt að rödd ungs fólks nái að hljóma á sem flestum sviðum samfélagsins. Hvort sem um er að ræða menntamál sem spanna stóran hluta lífs ungs fólks eða húsnæðismál þar sem ungt fólk þarf iðulega, kynslóð fyrir kynslóð, að feta sama háa þröskuldinn inn í sína fyrstu eign en er síðan sett út í kuldann í þágu efnahagsstöðugleika landans. Svo ekki sé svo minnst á hvernig við stöndum að því að fæða og klæða þjóðina og með hvaða hætti við nýtum land okkar og auðlindir til þess á sem sjálfbærastan hátt fyrir komandi kynslóðir. Þannig mætti lengi telja upp hvar ungt fólk ætti að vera með í ráðum. Unga fólkið á hverjum tíma fyrir sig mun nefnilega lifa lengst með ágóða eða afleiðingum þess sem ákveðið eða gert er. Hjá því liggja stærstu tækifærin um bættan hag þjóðarinnar - alltaf. Völd óskast Það er því ekki úr lausu lofti gripið að yfirskriftin á hinni glæsilegu lýðræðishátíð Landssambands ungmennafélaga (LUF) er „Völd óskast! Hún verður haldin samhliða sambandsþingi LUF laugardaginn 24. febrúar 2024 í Hörpu, allt í tilefni af 20 ára afmæli sambandsins. Ungt fólk á nefnilega völd vel skilin í þágu okkar allra, ekki síst komandi kynslóða og þar er þeim vel komið fyrir. Höfundur er formaður SUB – Samtaka ungra bænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mannréttindi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Löngum hefur það verið sagt að eftir því yngri sem við erum þá sjáum við hlutina og lífið í skýrara ljósi, tært án umhverfisáhrifa eða „skoðanamengunar“. Börn sjái alltaf hlutina með afar einföldum og hreinskilnum hætti, svo hreint og beint. En síðan eldumst við og síum inn í okkur eins og svampar að hlutirnir séu nú ekki endilega svo einfaldir og af hverju þeir þurfi nú að vera svona og svona. Um leið verðum við kannski meðvirk því að sumt sé bara flókið og við stöldrum jafnvel við þar og sættum okkur við að skilja ekki allt til hlítar. Verðum meðvirk hefðinni og fetum troðin spor. Aflvaki þróunar Sem betur fer er það þó ekki algilt og fjölmargt ungt fólk óhrætt við að koma fram á sjónarsviðið með hugmyndir byggðar á nýrri hugsjón og nýjum leiðum. Það breytist hratt á milli kynslóða hvernig við metum hlutina, við sjáum ekki endilega tilveruna í sama ljósi og sú kynslóð sem á undan okkur kom. Sú næsta mun síðan líklega ekki sjá hana heldur með sömu augum og við gerum í dag. Fáir ef einhverjir ná nefnilega þeim árangri að vera ungir að eilífu þegar vel er að gáð. Þannig kunna hagsmunir kynslóða að vera mismunandi og gildi samfélaga breytast hratt. Þar liggur einn helsti aflvaki þróunar okkar. Tækifærin Því er mikilvægt að rödd ungs fólks nái að hljóma á sem flestum sviðum samfélagsins. Hvort sem um er að ræða menntamál sem spanna stóran hluta lífs ungs fólks eða húsnæðismál þar sem ungt fólk þarf iðulega, kynslóð fyrir kynslóð, að feta sama háa þröskuldinn inn í sína fyrstu eign en er síðan sett út í kuldann í þágu efnahagsstöðugleika landans. Svo ekki sé svo minnst á hvernig við stöndum að því að fæða og klæða þjóðina og með hvaða hætti við nýtum land okkar og auðlindir til þess á sem sjálfbærastan hátt fyrir komandi kynslóðir. Þannig mætti lengi telja upp hvar ungt fólk ætti að vera með í ráðum. Unga fólkið á hverjum tíma fyrir sig mun nefnilega lifa lengst með ágóða eða afleiðingum þess sem ákveðið eða gert er. Hjá því liggja stærstu tækifærin um bættan hag þjóðarinnar - alltaf. Völd óskast Það er því ekki úr lausu lofti gripið að yfirskriftin á hinni glæsilegu lýðræðishátíð Landssambands ungmennafélaga (LUF) er „Völd óskast! Hún verður haldin samhliða sambandsþingi LUF laugardaginn 24. febrúar 2024 í Hörpu, allt í tilefni af 20 ára afmæli sambandsins. Ungt fólk á nefnilega völd vel skilin í þágu okkar allra, ekki síst komandi kynslóða og þar er þeim vel komið fyrir. Höfundur er formaður SUB – Samtaka ungra bænda.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun