Svilar hetjan þegar Roma komst áfram eftir vítaspyrnukeppni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. febrúar 2024 23:25 Hetja Rómverja varði tvær vítaspyrnur í kvöld. David S.Bustamante/Getty Images Rómverjar skriðu áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildar karla í knattspyrnu þökk sé sigri á Feyenoord í vítaspyrnukeppni. Þá sparkaði Sparta Prag tyrkneska liðinu Galatasaray úr keppni með 4-1 sigri. Roma og Feyenoord höfðu gert 1-1 jafntefli í Hollandi og því var allt undir í Róm í kvöld. Gestirnir komu betur stilltir inn í leikinn og kom Santiago Tomas Gimenez þeim yfir strax á fimmtu mínútu. Lorenzo Pellegrini jafnaði metin aðeins tíu mínútum síðar og staðan orðin 1-1, líkt og í fyrri leiknum. Fleiri voru mörkin ekki í venjulegum leiktíma. Því þurfti að framlengja og þar sem ekkert var skorað þar þá þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Romelu Lukaku brenndi af fyrir Rómverja en þar sem Mile Svilar varði frá bæði David Hancko og Alireza Jahanbakhsh þá er Roma komið áfram. Svilar the shoot-out hero as Roma qualify for the Round of 16 #UEL pic.twitter.com/rwsB7wRJ6L— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 22, 2024 Sparta Prag hafði tapað 3-2 í Tyrkalndi en það var ekki að sjá á leik kvöldsins. Heimamenn komust yfir snemma leiks og þó Galatasaray hafi jafnað skömmu síðar þá var lið Sparta mun betri aðilinn. Lokatölur 4-1 og Galatasaray sent heim með skottið á milli lappanna. Í öðrum leikjum þá komst Marseille örugglega áfram með sigri á Shakhtar Donetsk, Sporting komst áfram þökk sé samtals 4-2 sigri í viðureign sinni gegn Young Boys frá Sviss. Freiburg komst áfram á kostnað Lens og Braga sló út Qarabag. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Benfica naumlega áfram Benfica komst í kvöld í næstu umferð Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Toulouse. AC Milan komst sömuleiðis áfram þrátt fyrir 3-2 tap gegn Rennes í Frakklandi. 22. febrúar 2024 20:10 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Roma og Feyenoord höfðu gert 1-1 jafntefli í Hollandi og því var allt undir í Róm í kvöld. Gestirnir komu betur stilltir inn í leikinn og kom Santiago Tomas Gimenez þeim yfir strax á fimmtu mínútu. Lorenzo Pellegrini jafnaði metin aðeins tíu mínútum síðar og staðan orðin 1-1, líkt og í fyrri leiknum. Fleiri voru mörkin ekki í venjulegum leiktíma. Því þurfti að framlengja og þar sem ekkert var skorað þar þá þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Romelu Lukaku brenndi af fyrir Rómverja en þar sem Mile Svilar varði frá bæði David Hancko og Alireza Jahanbakhsh þá er Roma komið áfram. Svilar the shoot-out hero as Roma qualify for the Round of 16 #UEL pic.twitter.com/rwsB7wRJ6L— UEFA Europa League (@EuropaLeague) February 22, 2024 Sparta Prag hafði tapað 3-2 í Tyrkalndi en það var ekki að sjá á leik kvöldsins. Heimamenn komust yfir snemma leiks og þó Galatasaray hafi jafnað skömmu síðar þá var lið Sparta mun betri aðilinn. Lokatölur 4-1 og Galatasaray sent heim með skottið á milli lappanna. Í öðrum leikjum þá komst Marseille örugglega áfram með sigri á Shakhtar Donetsk, Sporting komst áfram þökk sé samtals 4-2 sigri í viðureign sinni gegn Young Boys frá Sviss. Freiburg komst áfram á kostnað Lens og Braga sló út Qarabag.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Benfica naumlega áfram Benfica komst í kvöld í næstu umferð Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Toulouse. AC Milan komst sömuleiðis áfram þrátt fyrir 3-2 tap gegn Rennes í Frakklandi. 22. febrúar 2024 20:10 Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Benfica naumlega áfram Benfica komst í kvöld í næstu umferð Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Toulouse. AC Milan komst sömuleiðis áfram þrátt fyrir 3-2 tap gegn Rennes í Frakklandi. 22. febrúar 2024 20:10