Streitan ekki að yfirgefa vinnumarkaðinn Ingibjörg Valgeirsdóttir og Guðbjörg Björnsdóttir skrifa 23. febrúar 2024 08:30 Streitan er ekki að fara að yfirgefa vinnumarkaðinn. Sem betur fer ekki! Hið fullkomna viðbragðskerfi líkamans hefur hjálpað okkur að lifa af sem mannkyn. Góð blanda af einbeitingu, drifkrafti og atorku er uppskriftin að því að láta verkin tala, ná markmiðum og árangri og upplifa bæði starfsorku og starfsánægju. Ef hlutföllin í uppskriftinni eru nokkuð góð þá er orðið streita trúlega fjarlægt þér. Ef jákvæð streita fer hinsvegar að þróast yfir í neikvæða streitu þá eru líkur á því að þú upplifir áhrif hennar á eigin skinni ekkert sértaklega vel. Sem er bæði eðlilegt og allt í lagi – þangað til að hún fer að hafa áhrif á heilsu þína ti lengri tíma. Sterkasta vopnið gegn neikvæðum áhrifum streitu á heilsu og lífsgæði í lífi og starfi er að taka ábyrgð á eigin heilsu, vera vakandi og vita hvað virkar best fyrir þig. Neikvæð áhrif streitu eru ólík milli einstaklinga. Svefnleysi, vöðvabólga, stoðkerfisverkir, einbeitingarskortur, minnisleysi, áhyggjur, pirringur, reið, grátgirni, doði, minna félagslegt þol og minna þol fyrir skynáreitum, s.s. birtu og hljóðáreitum, eru dæmi um einkenni sem neikvæð streita getur haft í för með sér. Þrautseigja, dugnaður og metnaður geta haldið okkur lengi gangandi eftir að neikvæð áhrif streitu gera vart við sig og þannig geta þessir styrkleikar okkar leitt til þess að við förum að ganga á okkar eigin heilsu. Því miður þá getum við gengið hættulega langt á hana.Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að líkaminn hefur ótrúlega getu til að heila sig sjálfur, ef við gefum honum svigrúm og tækifæri til þess. Stundum þarftu bara að staldra við. Gefa þér tíma til að hlusta og hlúa að og nýta styrkleika þína á nýjan hátt fyrir þig og heilsuna þína. Undanfarna áratugi hefur þekking og þekkingarmiðlun á heilsueflandi leiðum og tækifærum aukist svo um munar. Árangurinn? Líftími okkar er að lengjast.Við erum hluti af náttúrunni. Það er því náttúrulegt að það skiptist á skin og skúrir á vinnustöðum. Það er ekkert eitt sem kemur okkur í gegnum skaflana. Töfrarnir við að vera manneskja eru fólgnir í því hvað við erum ólík og með ólíkar þarfir. Vinnustaðir hafa í vaxandi mæli reynt að mæta þessum ólíku þörfum með ólíkum heilsueflandi áherslum sem er spennandi vegferð. Vegferð sem hefur jákvæð áhrif á bæði einstaklinga og samfélög og eykur samkeppnisstöðu fyrirtækja og stofnana. Vellíðan í vinnu sparar peninga, fækkar veikindadögum og eykur bæði ánægju og árangur. Höfundar eru eigendur Saga Story House – Heilsueflandi fræðslufyrirtæki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Streitan er ekki að fara að yfirgefa vinnumarkaðinn. Sem betur fer ekki! Hið fullkomna viðbragðskerfi líkamans hefur hjálpað okkur að lifa af sem mannkyn. Góð blanda af einbeitingu, drifkrafti og atorku er uppskriftin að því að láta verkin tala, ná markmiðum og árangri og upplifa bæði starfsorku og starfsánægju. Ef hlutföllin í uppskriftinni eru nokkuð góð þá er orðið streita trúlega fjarlægt þér. Ef jákvæð streita fer hinsvegar að þróast yfir í neikvæða streitu þá eru líkur á því að þú upplifir áhrif hennar á eigin skinni ekkert sértaklega vel. Sem er bæði eðlilegt og allt í lagi – þangað til að hún fer að hafa áhrif á heilsu þína ti lengri tíma. Sterkasta vopnið gegn neikvæðum áhrifum streitu á heilsu og lífsgæði í lífi og starfi er að taka ábyrgð á eigin heilsu, vera vakandi og vita hvað virkar best fyrir þig. Neikvæð áhrif streitu eru ólík milli einstaklinga. Svefnleysi, vöðvabólga, stoðkerfisverkir, einbeitingarskortur, minnisleysi, áhyggjur, pirringur, reið, grátgirni, doði, minna félagslegt þol og minna þol fyrir skynáreitum, s.s. birtu og hljóðáreitum, eru dæmi um einkenni sem neikvæð streita getur haft í för með sér. Þrautseigja, dugnaður og metnaður geta haldið okkur lengi gangandi eftir að neikvæð áhrif streitu gera vart við sig og þannig geta þessir styrkleikar okkar leitt til þess að við förum að ganga á okkar eigin heilsu. Því miður þá getum við gengið hættulega langt á hana.Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að líkaminn hefur ótrúlega getu til að heila sig sjálfur, ef við gefum honum svigrúm og tækifæri til þess. Stundum þarftu bara að staldra við. Gefa þér tíma til að hlusta og hlúa að og nýta styrkleika þína á nýjan hátt fyrir þig og heilsuna þína. Undanfarna áratugi hefur þekking og þekkingarmiðlun á heilsueflandi leiðum og tækifærum aukist svo um munar. Árangurinn? Líftími okkar er að lengjast.Við erum hluti af náttúrunni. Það er því náttúrulegt að það skiptist á skin og skúrir á vinnustöðum. Það er ekkert eitt sem kemur okkur í gegnum skaflana. Töfrarnir við að vera manneskja eru fólgnir í því hvað við erum ólík og með ólíkar þarfir. Vinnustaðir hafa í vaxandi mæli reynt að mæta þessum ólíku þörfum með ólíkum heilsueflandi áherslum sem er spennandi vegferð. Vegferð sem hefur jákvæð áhrif á bæði einstaklinga og samfélög og eykur samkeppnisstöðu fyrirtækja og stofnana. Vellíðan í vinnu sparar peninga, fækkar veikindadögum og eykur bæði ánægju og árangur. Höfundar eru eigendur Saga Story House – Heilsueflandi fræðslufyrirtæki.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun