Þarf að endurnýja hjúskaparheit? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 22. febrúar 2024 14:30 Á dagatali okkar keppast þrír dagar um að minna á mikilvægi ástarinnar. Bóndadagur við upphaf Þorra, konudagur við upphaf Góu og yngsti menningargesturinn okkar, Valentínusardagurinn. Tilgangur þessara daga er að gera vel við maka okkar, „húsbóndinn átti að gæða konu sinni fremur venju konudaginn en húsfreyjan manni sínum bóndadaginn“.[i]Ástina þarf að rækta og því er þessi dagaþrenning kærkomin áminning um að nýta hvert tækifæri til að sýna maka okkar hversu dýrmæt hán, hún eða hann er okkur. Í fyrri grein nefndi ég þekkta bók um fimm tungumál ástarinnar en hún hefur komið út í íslenskri þýðingu.[ii] Tungumálin eru uppörvandi orð, þjónusta, gjafir, gæðastundir og snerting. Grunnhugmynd höfundar er að við lærum í æsku að tjá ást okkar í gegnum elsku foreldra og með því að fylgjast með samskiptum fullorðinna í upprunafjölskyldu og séum þannig misfær í ólíkum tungumálum ástarinnar eftir því hvaða tjáningarform er ríkjandi í uppeldinu. Bókin hefur verið gagnrýnd fyrir að birta íhaldssöm kynjahlutverk og fyrir að einfalda flækjustig ástarsambanda,[iii] en tungumálin fimm eru þrátt fyrir það dýrmætur vegvísir til að miðla ástinni í samböndum. Öll viljum við upplifa okkur elskuð og við getum tjáð ást okkar í gegnum falleg orð og ástarjátningar, með því að deila heimilisstörfum og þjónusta hvor aðra, hvorn annan eða hvort annað, með gjöfum sem gleðja maka okkar, gæðastundum og faðmlögum. Gagnrýnendur bókarinnar mótmæla ekki mikilvægi tjáningar á ástinni en benda á að rannsóknir styðji ekki þá staðhæfingu að fólk sé eintyngt eða tvítyngt í tungumálum ástarinnar, heldur séu þarfir fólks í samböndum einstaklingsbundnar. Rannsóknir sýna að farsæld hjónabanda byggi á því að hjón skilji þarfir maka síns og leggi sig fram um að mæta þeim.[iv] Þarf að endurnýja hjúskaparheit? Nei, flestum nægir að halda í þau heit sem unnin voru á brúðkaupsdaginn. Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að hjón endurnýi heit sín og þó ekki sé blásið til hjónavígslu í annað sinn er það falleg leið til að þakka fyrir ástina og til að tjá ást sína. Lélegur brandari segir konu hafa kvartað í manni sínum um að hann segðist aldrei elska hana. Svarið sem hún fékk var að hann hafi játað ást sína á brúðkaupsdaginn og muni láta hana vita ef það breytist. Endurnýjun hjúskaparheita er tilboð til að líta upp úr hversdeginum og til að tjá maka okkar ást og tryggð með nýjum hætti. Á konudaginn gefst pörum, ógiftum sem giftum, tækifæri til að nýja og endurnýja heit sín í fallegri stund í Fríkirkjunni í Reykjavík. Stundin hefst kl. 14 og þar fá viðstaddir að heyra ástarsögur þriggja hjóna úr hversdeginum í bland við ástarlög og sálma. Í lok stundar er pörum síðan boðið að koma upp að altarinu og svara spurningunni, „vilt þú með Guðs hjálp reynast háni, henni eða honum trútt, trú eða trúr, elska og virða í hverjum þeim kjörum sem Guð lætur ykkur að höndum bera?“ Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. [i] Árni Björnsson. 1995. Saga daganna, 442. [ii] Gary Chapman. 2008. Fimm táknmál ástarinnar: fimm leiðir til að tjá maka sínum einlæga ást. [iii] https://www.vox.com/culture/24067506/5-love-languages-gary-chapman [iv] Impett, E. A., Park, H. G., & Muise, A. 2024. “Popular Psychology Through a Scientific Lens: Evaluating Love Languages from a Relationship Science Perspective.”https://doi.org/10.1177/09637214231217663 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Ástin og lífið Trúmál Brúðkaup Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Á dagatali okkar keppast þrír dagar um að minna á mikilvægi ástarinnar. Bóndadagur við upphaf Þorra, konudagur við upphaf Góu og yngsti menningargesturinn okkar, Valentínusardagurinn. Tilgangur þessara daga er að gera vel við maka okkar, „húsbóndinn átti að gæða konu sinni fremur venju konudaginn en húsfreyjan manni sínum bóndadaginn“.[i]Ástina þarf að rækta og því er þessi dagaþrenning kærkomin áminning um að nýta hvert tækifæri til að sýna maka okkar hversu dýrmæt hán, hún eða hann er okkur. Í fyrri grein nefndi ég þekkta bók um fimm tungumál ástarinnar en hún hefur komið út í íslenskri þýðingu.[ii] Tungumálin eru uppörvandi orð, þjónusta, gjafir, gæðastundir og snerting. Grunnhugmynd höfundar er að við lærum í æsku að tjá ást okkar í gegnum elsku foreldra og með því að fylgjast með samskiptum fullorðinna í upprunafjölskyldu og séum þannig misfær í ólíkum tungumálum ástarinnar eftir því hvaða tjáningarform er ríkjandi í uppeldinu. Bókin hefur verið gagnrýnd fyrir að birta íhaldssöm kynjahlutverk og fyrir að einfalda flækjustig ástarsambanda,[iii] en tungumálin fimm eru þrátt fyrir það dýrmætur vegvísir til að miðla ástinni í samböndum. Öll viljum við upplifa okkur elskuð og við getum tjáð ást okkar í gegnum falleg orð og ástarjátningar, með því að deila heimilisstörfum og þjónusta hvor aðra, hvorn annan eða hvort annað, með gjöfum sem gleðja maka okkar, gæðastundum og faðmlögum. Gagnrýnendur bókarinnar mótmæla ekki mikilvægi tjáningar á ástinni en benda á að rannsóknir styðji ekki þá staðhæfingu að fólk sé eintyngt eða tvítyngt í tungumálum ástarinnar, heldur séu þarfir fólks í samböndum einstaklingsbundnar. Rannsóknir sýna að farsæld hjónabanda byggi á því að hjón skilji þarfir maka síns og leggi sig fram um að mæta þeim.[iv] Þarf að endurnýja hjúskaparheit? Nei, flestum nægir að halda í þau heit sem unnin voru á brúðkaupsdaginn. Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að hjón endurnýi heit sín og þó ekki sé blásið til hjónavígslu í annað sinn er það falleg leið til að þakka fyrir ástina og til að tjá ást sína. Lélegur brandari segir konu hafa kvartað í manni sínum um að hann segðist aldrei elska hana. Svarið sem hún fékk var að hann hafi játað ást sína á brúðkaupsdaginn og muni láta hana vita ef það breytist. Endurnýjun hjúskaparheita er tilboð til að líta upp úr hversdeginum og til að tjá maka okkar ást og tryggð með nýjum hætti. Á konudaginn gefst pörum, ógiftum sem giftum, tækifæri til að nýja og endurnýja heit sín í fallegri stund í Fríkirkjunni í Reykjavík. Stundin hefst kl. 14 og þar fá viðstaddir að heyra ástarsögur þriggja hjóna úr hversdeginum í bland við ástarlög og sálma. Í lok stundar er pörum síðan boðið að koma upp að altarinu og svara spurningunni, „vilt þú með Guðs hjálp reynast háni, henni eða honum trútt, trú eða trúr, elska og virða í hverjum þeim kjörum sem Guð lætur ykkur að höndum bera?“ Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. [i] Árni Björnsson. 1995. Saga daganna, 442. [ii] Gary Chapman. 2008. Fimm táknmál ástarinnar: fimm leiðir til að tjá maka sínum einlæga ást. [iii] https://www.vox.com/culture/24067506/5-love-languages-gary-chapman [iv] Impett, E. A., Park, H. G., & Muise, A. 2024. “Popular Psychology Through a Scientific Lens: Evaluating Love Languages from a Relationship Science Perspective.”https://doi.org/10.1177/09637214231217663
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun