Jón Baldvin heiðraður með afmælisávarpi á eistneska þinginu Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2024 22:36 Jón Baldvin, fyrir miðju, ásamt eiginkonu sinni Bryndísi Schram og Juku-Kalle Raid, þingmanni á eistneska þinginu. Askur Alas Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins var heiðraður á 85 ára afmælisdegi sínum í Riigikogu, eistneska þinginu, í dag. Utanríkisráðherrann fyrrverandi er í miklum metum í Eistlandi vegna forystu hans þegar Íslendingar fyrstir þjóða heims viðurkenndu endurheimt sjálfstæði Eistlands árið 1991, sem og sjálfstæði Lettlands og Lithéns. Í hátíðarávarpi í eistneska þinginu í dag fór Jón Baldvin yfir atburðarásina á bakvið tjöldin á árunum 1990 til 1991 sem að lokum leiddi til þess að Íslendingar ákváðu að stíga hið mikilvæga skref sem braut ísinn gagnvart öðrum þjóðum og hjálpuðu eystrasaltsríkjunum að endurheimta sjálfstæði sitt. Í kynningu á erindi Jóns Baldvins í eistneskum miðlum segir að hann hafi verið skarpur gagnrýnandi á sinnuleysi og viljaleysi vestrænna ríkja til að gera nokkuð afgerandi gegn Rússlandi. „Fall Sovétríkjanna var einstakt tækifæri til að byggja nýtt og lýðræðislegt Rússland á rúsum kommúnismans. Þetta vitum við nú þegar við lítum í baksýnisspegilinn. Eftir óreiðu valdatíma Borisar Jeltsíns og síðar upplausn hefur Rússland snúið aftur til fortíðar með valdstjórn Putins og heimsvaldastefnu hans. Þar af leiðandi er Rússland nú hættulegt nágrönnum sínum. Þetta réðist af ákvörðunum vestrænna leiðtoga,” er haft eftir Jóni Baldvin. Greint er frá nánum tengslum Jóns Baldvins við alla helstu forystumenn Eistlands frá endnurreistu sjálfstæði og hvernig hann hefur allt frá upphafi stutt við lýðræðisöfl í landinu. Hér má sjá kynningu á Jóni Baldvini og erindi hans í Eistneska þinginu í dag. Utanríkismál Eistland Íslendingar erlendis Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Utanríkisráðherrann fyrrverandi er í miklum metum í Eistlandi vegna forystu hans þegar Íslendingar fyrstir þjóða heims viðurkenndu endurheimt sjálfstæði Eistlands árið 1991, sem og sjálfstæði Lettlands og Lithéns. Í hátíðarávarpi í eistneska þinginu í dag fór Jón Baldvin yfir atburðarásina á bakvið tjöldin á árunum 1990 til 1991 sem að lokum leiddi til þess að Íslendingar ákváðu að stíga hið mikilvæga skref sem braut ísinn gagnvart öðrum þjóðum og hjálpuðu eystrasaltsríkjunum að endurheimta sjálfstæði sitt. Í kynningu á erindi Jóns Baldvins í eistneskum miðlum segir að hann hafi verið skarpur gagnrýnandi á sinnuleysi og viljaleysi vestrænna ríkja til að gera nokkuð afgerandi gegn Rússlandi. „Fall Sovétríkjanna var einstakt tækifæri til að byggja nýtt og lýðræðislegt Rússland á rúsum kommúnismans. Þetta vitum við nú þegar við lítum í baksýnisspegilinn. Eftir óreiðu valdatíma Borisar Jeltsíns og síðar upplausn hefur Rússland snúið aftur til fortíðar með valdstjórn Putins og heimsvaldastefnu hans. Þar af leiðandi er Rússland nú hættulegt nágrönnum sínum. Þetta réðist af ákvörðunum vestrænna leiðtoga,” er haft eftir Jóni Baldvin. Greint er frá nánum tengslum Jóns Baldvins við alla helstu forystumenn Eistlands frá endnurreistu sjálfstæði og hvernig hann hefur allt frá upphafi stutt við lýðræðisöfl í landinu. Hér má sjá kynningu á Jóni Baldvini og erindi hans í Eistneska þinginu í dag.
Utanríkismál Eistland Íslendingar erlendis Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira