Toto vill allt upp á borðið tengt rannsókn á Horner Aron Guðmundsson skrifar 22. febrúar 2024 07:00 Toto Wolff, framkvæmdastjóri Formúlu 1 liðs Mercedes og Christian Horner, liðsstjóri Red Bull Racing Mynd/Getty Toto Wolff, framkvæmdastjóri Formúlu 1 liðs Mercedes, segir rannsókn á ásökunum á hendur Christian Horner, liðsstjóra Red Bull Racing, um meinta óviðeigandi hegðun í garð kvenkyns starfsmanns liðsins, vera mál sem varðar Formúlu 1 í heild sinni. Vill hann fá allt upp á borðið tengt rannsókninni. Þetta lét Wolff hafa eftir sér á blaðamannafundi liðsstjóra á fyrsta degi prófana fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 sem hefst í næstu viku og var hann sá eini aðspurðra sem tjáði sig um málið. Red Bull Racing hefur ráðið óháðan aðila til þess að fara ofan í kjölinn á ásökunum á hendur Horner sem hefur neitað sök í málinu og var Horner mættur á brautarstæðið í Barein í gær þar sem að fyrsti dagur prófanna fór fram. „Ef rétt er staðið að þessari rannsókn verður gagnsæið að vera algjört. Við verðum að taka fyrir niðurstöður rannsóknarinnar og skoða hvaða áhrif þær hafa á Formúlu 1 mótaröðina í heild sinni og hvernig við getum dregið lærdóm í framhaldinu,“ sagði Toto á blaðamannafundi í gær. Fólk vilji frekar tala um það sem íþróttin standi fyrir heldur en mál á borð við það sem rannsóknin miðar nú að. „Formúla 1 og liðin sem skipa mótaröðina standa fyrir inngildingu, jafnræði, sanngirni og fjölbreytileika. Það á ekki bara að gilda í orði, heldur einnig á borði.“ Hann líkt og aðrir tengdir Formúlu 1 mótaröðinni hafi heyrt orðróma í tengslum við ásakanirnar á hendur Horner á undanförnum vikum. „Þetta er ekki bara mál Red Bull Racing. Þetta er mál sem varðar Formúlu 1 í heild sinni.“ Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þetta lét Wolff hafa eftir sér á blaðamannafundi liðsstjóra á fyrsta degi prófana fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 sem hefst í næstu viku og var hann sá eini aðspurðra sem tjáði sig um málið. Red Bull Racing hefur ráðið óháðan aðila til þess að fara ofan í kjölinn á ásökunum á hendur Horner sem hefur neitað sök í málinu og var Horner mættur á brautarstæðið í Barein í gær þar sem að fyrsti dagur prófanna fór fram. „Ef rétt er staðið að þessari rannsókn verður gagnsæið að vera algjört. Við verðum að taka fyrir niðurstöður rannsóknarinnar og skoða hvaða áhrif þær hafa á Formúlu 1 mótaröðina í heild sinni og hvernig við getum dregið lærdóm í framhaldinu,“ sagði Toto á blaðamannafundi í gær. Fólk vilji frekar tala um það sem íþróttin standi fyrir heldur en mál á borð við það sem rannsóknin miðar nú að. „Formúla 1 og liðin sem skipa mótaröðina standa fyrir inngildingu, jafnræði, sanngirni og fjölbreytileika. Það á ekki bara að gilda í orði, heldur einnig á borði.“ Hann líkt og aðrir tengdir Formúlu 1 mótaröðinni hafi heyrt orðróma í tengslum við ásakanirnar á hendur Horner á undanförnum vikum. „Þetta er ekki bara mál Red Bull Racing. Þetta er mál sem varðar Formúlu 1 í heild sinni.“
Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira