Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3

Í hádegisfréttum verður rætt við Drífu Snædal talskonu Stígamóta sem er gagnrýnin á nýframkomnar tillögur ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum. 

Þá heyrum við í Grindvíkingum eftir fyrstu nóttina í langan tíma sem heimilt var að gista í bænum. Formaður verkalýðsfélagsins í bænum furðar sig á því að bærinn hafi verið opnaður fyrir búsetu. 

Þá fylgjumst við með kjaramálunum en deiluaðilar settust aftur að samningaborðinu hjá Ríkissáttasemjara í morgun eftir langt hlé. 

Í íþróttapakka dagsins verður síðan fjallað um mikilvægan leik íslenska karlalandsliðsins í körfubolta sem framundan er og einnig fjallað um kvennakörfuna hér heima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×