Í vörn fyrir hálendið: Andmæli við hugmyndir um endurnýjun Kjalvegar Guðmundur Björnsson skrifar 21. febrúar 2024 12:00 Í ljósi þingsályktunartillögu nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins frá síðasta hausti um endurnýjun Kjalvegar, sem hefur vakið athygli og umræðu, finnst mér mikilvægt að koma á framfæri afstöðu minni - ég er algjörlega andvígur þessari tillögu. Þótt ég skilji og virði þörfina fyrir bættar samgöngur og þau mögulega efnahagslegu áhrif sem hún gæti haft, þá tel ég tillöguna ekki taka nægilega tillit til umhverfisverndar, sérstaklega í ljósi þess hve viðkvæmt svæðið er. Það er ekki hægt að horfa framhjá því að áformuð uppbygging Kjalvegar mun hafa gríðarleg áhrif á náttúrufegurð og friðsæld svæðisins. Viðkvæm svæði á Íslandi eru einstök og ómetanleg, og við verðum að gæta þess að gera ekki óafturkræf mistök í nafni framfara sem kunna að reynast skammgóður vermir. Ég vil leggja áherslu á mikilvægi þess að íhuga allar hliðar málsins og að allar ákvarðanir um inngrip í náttúruna séu teknar með varfærni og í samræmi við langtímasjónarmið um sjálfbærni. Við þurfum að leita að lausnum sem sameina þarfir samfélagsins fyrir samgöngubætur við ábyrgð okkar til að vernda og viðhalda náttúruperlum landsins fyrir komandi kynslóðir. Um öryggis- og byggðasjónarmið Endurnýjun Kjalvegar er sett fram með það að markmiði að bæta öryggi og samgöngur á milli norður- og suðurhluta landsins, sem er löngu tímabært. En ekki með uppbyggðum Kjalvegi! Öryggissjónarmið og betri aðgengi að dreifbýlum svæðum eru mikilvæg fyrir íbúa og geta stuðlað að aukinni byggðaþróun og efnahagslegum ávinningi. Hins vegar vekur þessi tillaga upp spurningar um hvort nægilega tillit sé tekið til öryggissjónarmiða með að beina straumi ferðamanna yfir hálendið allt árið um kring! Auk fyrirsjáanlegra óafturkræfra umhverfisáhrifa slíkrar framkvæmdar og hvort hægt sé að eða þá hvernig ætti að viðhalda viðkvæmu jafnvægi náttúrunnar á svæðinu með slíkri framkvæmd. Umhverfissjónarmið Þrátt fyrir að tillagan leggi áherslu á öryggi og efnahagslegan ávinning, er umdeilt hve vel umhverfissjónarmið eru vegin og metin. Vegagerð á gríðarlega viðkvæmum náttúrusvæðum krefst mjög nákvæmrar skipulagningar og tillits til langtímaáhrifa. Það felur í sér að meta áhrifin á náttúrufegurð, líffræðilega fjölbreytni og upplifun gesta af ósnortinni náttúru. Þær rannsóknir sem hingað til hafa verið gerðar benda allar í sömu átt, þeir sem ferðast um Kjalveg vilja ekki uppbyggðan malbikaðan veg! Aukinn ferðamannastraumur um viðkvæmt hálendið mun valda óafturkræfu raski og spennu milli þarfa ferðaþjónustunnar og verndunar viðkvæms vistkerfis. Ferðaþjónustu og efnahagsleg áhrif Vöxtur ferðaþjónustunnar og aukinn fjöldi ferðamanna kallar vissulega á bættar samgöngur og innviði, en sú þörf er bundin við láglendisvegi. Hins vegar er mikilvægt að spyrja hvort uppbygging vegar yfir Kjöl myndi ekki leiða til of mikils álags á náttúruperlur og hvort það myndi í raun styrkja eða veikja langtíma sjálfbærni ferðaþjónustunnar, t.d. með tilliti til ímyndar Íslands út á við. Auk þess er mikilvægt að íhuga hvernig slík þróun samræmist stefnu um sjálfbæra ferðaþjónustu og byggðaþróun, þar sem markmiðið er að vernda náttúru og menningu svæða. Þeir ferðaþjónustuaðilar sem ég hef rætt við á umliðnum árum hafa lagt áherslu á að núverandi leiðum á hálendinu sé viðhaldið, en eru sammála um að uppbyggðir vegir með bundnu slitlagi eigi ekki heima á Hálendi Íslands! Möguleikar á einkaframkvæmd Fyrirhuguð einkaframkvæmd og notendagjöld vekja upp spurningar um aðgengi og jafnrétti í samgöngum. Þótt einkaframkvæmdir geti boðið upp á skilvirka fjármögnun og rekstur verkefna, er mikilvægt að tryggja að slík verkefni þjóni almannahagsmunum og að aðgengi að náttúruperlum og ferðamannastöðum verði ekki takmarkað fyrir ákveðna hópa. Niðurstaða Þótt það sé skiljanlegt að leitað sé leiða til að bæta samgöngur og styðja við vöxt ferðaþjónustunnar, er mikilvægt að nálgast slík verkefni með varfærni og ítarlegri umhugsun um langtímaáhrifin á náttúru og samfélag. Endurnýjun Kjalvegar ætti að taka mið af þessum sjónarmiðum, með það að markmiði að finna jafnvægi milli þarfa fyrir betri aðgengi og verndunar viðkvæmra náttúrusvæða með látlausum úrbætum vega. Mikilvægt er að allar framkvæmdir á hálendinu fari fram í nánu samráði við íbúa þessa lands, ferðaþjónustuaðila, útivistarsamtök, umhverfisverndarsamtök og aðra hagsmunaaðila til að tryggja að ákvarðanir séu byggðar á traustum grunni og langtíma sjónarmiða sé gætt. Höfundur er ferðamálafræðingur og leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Umhverfismál Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í ljósi þingsályktunartillögu nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins frá síðasta hausti um endurnýjun Kjalvegar, sem hefur vakið athygli og umræðu, finnst mér mikilvægt að koma á framfæri afstöðu minni - ég er algjörlega andvígur þessari tillögu. Þótt ég skilji og virði þörfina fyrir bættar samgöngur og þau mögulega efnahagslegu áhrif sem hún gæti haft, þá tel ég tillöguna ekki taka nægilega tillit til umhverfisverndar, sérstaklega í ljósi þess hve viðkvæmt svæðið er. Það er ekki hægt að horfa framhjá því að áformuð uppbygging Kjalvegar mun hafa gríðarleg áhrif á náttúrufegurð og friðsæld svæðisins. Viðkvæm svæði á Íslandi eru einstök og ómetanleg, og við verðum að gæta þess að gera ekki óafturkræf mistök í nafni framfara sem kunna að reynast skammgóður vermir. Ég vil leggja áherslu á mikilvægi þess að íhuga allar hliðar málsins og að allar ákvarðanir um inngrip í náttúruna séu teknar með varfærni og í samræmi við langtímasjónarmið um sjálfbærni. Við þurfum að leita að lausnum sem sameina þarfir samfélagsins fyrir samgöngubætur við ábyrgð okkar til að vernda og viðhalda náttúruperlum landsins fyrir komandi kynslóðir. Um öryggis- og byggðasjónarmið Endurnýjun Kjalvegar er sett fram með það að markmiði að bæta öryggi og samgöngur á milli norður- og suðurhluta landsins, sem er löngu tímabært. En ekki með uppbyggðum Kjalvegi! Öryggissjónarmið og betri aðgengi að dreifbýlum svæðum eru mikilvæg fyrir íbúa og geta stuðlað að aukinni byggðaþróun og efnahagslegum ávinningi. Hins vegar vekur þessi tillaga upp spurningar um hvort nægilega tillit sé tekið til öryggissjónarmiða með að beina straumi ferðamanna yfir hálendið allt árið um kring! Auk fyrirsjáanlegra óafturkræfra umhverfisáhrifa slíkrar framkvæmdar og hvort hægt sé að eða þá hvernig ætti að viðhalda viðkvæmu jafnvægi náttúrunnar á svæðinu með slíkri framkvæmd. Umhverfissjónarmið Þrátt fyrir að tillagan leggi áherslu á öryggi og efnahagslegan ávinning, er umdeilt hve vel umhverfissjónarmið eru vegin og metin. Vegagerð á gríðarlega viðkvæmum náttúrusvæðum krefst mjög nákvæmrar skipulagningar og tillits til langtímaáhrifa. Það felur í sér að meta áhrifin á náttúrufegurð, líffræðilega fjölbreytni og upplifun gesta af ósnortinni náttúru. Þær rannsóknir sem hingað til hafa verið gerðar benda allar í sömu átt, þeir sem ferðast um Kjalveg vilja ekki uppbyggðan malbikaðan veg! Aukinn ferðamannastraumur um viðkvæmt hálendið mun valda óafturkræfu raski og spennu milli þarfa ferðaþjónustunnar og verndunar viðkvæms vistkerfis. Ferðaþjónustu og efnahagsleg áhrif Vöxtur ferðaþjónustunnar og aukinn fjöldi ferðamanna kallar vissulega á bættar samgöngur og innviði, en sú þörf er bundin við láglendisvegi. Hins vegar er mikilvægt að spyrja hvort uppbygging vegar yfir Kjöl myndi ekki leiða til of mikils álags á náttúruperlur og hvort það myndi í raun styrkja eða veikja langtíma sjálfbærni ferðaþjónustunnar, t.d. með tilliti til ímyndar Íslands út á við. Auk þess er mikilvægt að íhuga hvernig slík þróun samræmist stefnu um sjálfbæra ferðaþjónustu og byggðaþróun, þar sem markmiðið er að vernda náttúru og menningu svæða. Þeir ferðaþjónustuaðilar sem ég hef rætt við á umliðnum árum hafa lagt áherslu á að núverandi leiðum á hálendinu sé viðhaldið, en eru sammála um að uppbyggðir vegir með bundnu slitlagi eigi ekki heima á Hálendi Íslands! Möguleikar á einkaframkvæmd Fyrirhuguð einkaframkvæmd og notendagjöld vekja upp spurningar um aðgengi og jafnrétti í samgöngum. Þótt einkaframkvæmdir geti boðið upp á skilvirka fjármögnun og rekstur verkefna, er mikilvægt að tryggja að slík verkefni þjóni almannahagsmunum og að aðgengi að náttúruperlum og ferðamannastöðum verði ekki takmarkað fyrir ákveðna hópa. Niðurstaða Þótt það sé skiljanlegt að leitað sé leiða til að bæta samgöngur og styðja við vöxt ferðaþjónustunnar, er mikilvægt að nálgast slík verkefni með varfærni og ítarlegri umhugsun um langtímaáhrifin á náttúru og samfélag. Endurnýjun Kjalvegar ætti að taka mið af þessum sjónarmiðum, með það að markmiði að finna jafnvægi milli þarfa fyrir betri aðgengi og verndunar viðkvæmra náttúrusvæða með látlausum úrbætum vega. Mikilvægt er að allar framkvæmdir á hálendinu fari fram í nánu samráði við íbúa þessa lands, ferðaþjónustuaðila, útivistarsamtök, umhverfisverndarsamtök og aðra hagsmunaaðila til að tryggja að ákvarðanir séu byggðar á traustum grunni og langtíma sjónarmiða sé gætt. Höfundur er ferðamálafræðingur og leiðsögumaður.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun