Vinsæll áhrifavaldur dæmdur fyrir að beita eigin börn ofbeldi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. febrúar 2024 07:10 Franke var með 2,3 milljón fylgjendur á YouTube. Sex barna móðir, sem öðlaðist vinsældir og frægð fyrir að deila uppeldisráðum á YouTube-rás sinni, hefur verið dæmd í fjögurra til 60 ára fangelsi fyrir illa meðferð á börnum. Ruby Franke, 42 ára, var handtekin í borginni Ivins í Utah í Bandaríkjunum í ágúst síðastliðnum eftir að vannærður 12 ára sonur hennar flúði heimili Jodi Hildebrant, eiganda lífstílsfyrirtækis og samstarfskonu Franke, og bað nágranna um að gefa sér vatn og brauð. Drengurinn var með djúps ár og hafði verið bundinn niður með teipi. Ein dætra Franke fannst við leit á heimili Hildebrant og reyndist í svipuðu ástandi og bróðir hennar. Eftir að Franke var handtekin deildi elsta dóttir hennar, Shari Franke, mynd á Instagram af lögregluþjónum með myndatextanum: „Loksins“. Franke og Hildebrant voru báðar ákærðar fyrir að hafa beitt börn Franke ofbeldi og hlaut Hildebrant sama dóm og Franke. Báðar hlutu fjóra dóma og refsingu upp á eitt til fimmtán ár en það verður undir nefnd um reynslulausn komið hvenær þær verða látnar lausar. Franke í dómsal í desember.AP/St. George News/Ron Chaffin Við ákvörðun refsingarinnar bað Franke börn sín afsökunar og sagðist hafa talið að „myrkur væri ljós og að rétt væri rangt“. Hún myndi gera hvað sem er fyrir þau en hefði tekið allt frá þeim sem var „mjúkt og öruggt og gott“. Við meðferð málsins hafði Franke freistað þess að koma sökunni yfir á Hildebrant og sagst vera undir áhrifum hennar. Hildebrant sagðist óskað þess að börnin yrðu heil andlega og líkamlega. Uppeldisaðferðir Franke höfðu vakið áhyggjur í nokkurn tíma áður en hún var handtekinn og nokkrir 2,3 milljóna fylgenda hennar gert yfirvöldum viðvart. Í einu myndskeiðanna sáust Franke og eiginmaður hennar til að mynda tilkynna tveimur yngstu börnunum að þau fengju engar jólagjafir frá jólasveininum, þar sem þau væru sjálfselsk og hefðu ekki brugðist rétt við refsingum sem þeim var úthlutað, sem fólust meðal annars í að missa úr skóla og þrífa heimilið. Bandaríkin Erlend sakamál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira
Ruby Franke, 42 ára, var handtekin í borginni Ivins í Utah í Bandaríkjunum í ágúst síðastliðnum eftir að vannærður 12 ára sonur hennar flúði heimili Jodi Hildebrant, eiganda lífstílsfyrirtækis og samstarfskonu Franke, og bað nágranna um að gefa sér vatn og brauð. Drengurinn var með djúps ár og hafði verið bundinn niður með teipi. Ein dætra Franke fannst við leit á heimili Hildebrant og reyndist í svipuðu ástandi og bróðir hennar. Eftir að Franke var handtekin deildi elsta dóttir hennar, Shari Franke, mynd á Instagram af lögregluþjónum með myndatextanum: „Loksins“. Franke og Hildebrant voru báðar ákærðar fyrir að hafa beitt börn Franke ofbeldi og hlaut Hildebrant sama dóm og Franke. Báðar hlutu fjóra dóma og refsingu upp á eitt til fimmtán ár en það verður undir nefnd um reynslulausn komið hvenær þær verða látnar lausar. Franke í dómsal í desember.AP/St. George News/Ron Chaffin Við ákvörðun refsingarinnar bað Franke börn sín afsökunar og sagðist hafa talið að „myrkur væri ljós og að rétt væri rangt“. Hún myndi gera hvað sem er fyrir þau en hefði tekið allt frá þeim sem var „mjúkt og öruggt og gott“. Við meðferð málsins hafði Franke freistað þess að koma sökunni yfir á Hildebrant og sagst vera undir áhrifum hennar. Hildebrant sagðist óskað þess að börnin yrðu heil andlega og líkamlega. Uppeldisaðferðir Franke höfðu vakið áhyggjur í nokkurn tíma áður en hún var handtekinn og nokkrir 2,3 milljóna fylgenda hennar gert yfirvöldum viðvart. Í einu myndskeiðanna sáust Franke og eiginmaður hennar til að mynda tilkynna tveimur yngstu börnunum að þau fengju engar jólagjafir frá jólasveininum, þar sem þau væru sjálfselsk og hefðu ekki brugðist rétt við refsingum sem þeim var úthlutað, sem fólust meðal annars í að missa úr skóla og þrífa heimilið.
Bandaríkin Erlend sakamál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira