Vinsæll áhrifavaldur dæmdur fyrir að beita eigin börn ofbeldi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. febrúar 2024 07:10 Franke var með 2,3 milljón fylgjendur á YouTube. Sex barna móðir, sem öðlaðist vinsældir og frægð fyrir að deila uppeldisráðum á YouTube-rás sinni, hefur verið dæmd í fjögurra til 60 ára fangelsi fyrir illa meðferð á börnum. Ruby Franke, 42 ára, var handtekin í borginni Ivins í Utah í Bandaríkjunum í ágúst síðastliðnum eftir að vannærður 12 ára sonur hennar flúði heimili Jodi Hildebrant, eiganda lífstílsfyrirtækis og samstarfskonu Franke, og bað nágranna um að gefa sér vatn og brauð. Drengurinn var með djúps ár og hafði verið bundinn niður með teipi. Ein dætra Franke fannst við leit á heimili Hildebrant og reyndist í svipuðu ástandi og bróðir hennar. Eftir að Franke var handtekin deildi elsta dóttir hennar, Shari Franke, mynd á Instagram af lögregluþjónum með myndatextanum: „Loksins“. Franke og Hildebrant voru báðar ákærðar fyrir að hafa beitt börn Franke ofbeldi og hlaut Hildebrant sama dóm og Franke. Báðar hlutu fjóra dóma og refsingu upp á eitt til fimmtán ár en það verður undir nefnd um reynslulausn komið hvenær þær verða látnar lausar. Franke í dómsal í desember.AP/St. George News/Ron Chaffin Við ákvörðun refsingarinnar bað Franke börn sín afsökunar og sagðist hafa talið að „myrkur væri ljós og að rétt væri rangt“. Hún myndi gera hvað sem er fyrir þau en hefði tekið allt frá þeim sem var „mjúkt og öruggt og gott“. Við meðferð málsins hafði Franke freistað þess að koma sökunni yfir á Hildebrant og sagst vera undir áhrifum hennar. Hildebrant sagðist óskað þess að börnin yrðu heil andlega og líkamlega. Uppeldisaðferðir Franke höfðu vakið áhyggjur í nokkurn tíma áður en hún var handtekinn og nokkrir 2,3 milljóna fylgenda hennar gert yfirvöldum viðvart. Í einu myndskeiðanna sáust Franke og eiginmaður hennar til að mynda tilkynna tveimur yngstu börnunum að þau fengju engar jólagjafir frá jólasveininum, þar sem þau væru sjálfselsk og hefðu ekki brugðist rétt við refsingum sem þeim var úthlutað, sem fólust meðal annars í að missa úr skóla og þrífa heimilið. Bandaríkin Erlend sakamál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Sjá meira
Ruby Franke, 42 ára, var handtekin í borginni Ivins í Utah í Bandaríkjunum í ágúst síðastliðnum eftir að vannærður 12 ára sonur hennar flúði heimili Jodi Hildebrant, eiganda lífstílsfyrirtækis og samstarfskonu Franke, og bað nágranna um að gefa sér vatn og brauð. Drengurinn var með djúps ár og hafði verið bundinn niður með teipi. Ein dætra Franke fannst við leit á heimili Hildebrant og reyndist í svipuðu ástandi og bróðir hennar. Eftir að Franke var handtekin deildi elsta dóttir hennar, Shari Franke, mynd á Instagram af lögregluþjónum með myndatextanum: „Loksins“. Franke og Hildebrant voru báðar ákærðar fyrir að hafa beitt börn Franke ofbeldi og hlaut Hildebrant sama dóm og Franke. Báðar hlutu fjóra dóma og refsingu upp á eitt til fimmtán ár en það verður undir nefnd um reynslulausn komið hvenær þær verða látnar lausar. Franke í dómsal í desember.AP/St. George News/Ron Chaffin Við ákvörðun refsingarinnar bað Franke börn sín afsökunar og sagðist hafa talið að „myrkur væri ljós og að rétt væri rangt“. Hún myndi gera hvað sem er fyrir þau en hefði tekið allt frá þeim sem var „mjúkt og öruggt og gott“. Við meðferð málsins hafði Franke freistað þess að koma sökunni yfir á Hildebrant og sagst vera undir áhrifum hennar. Hildebrant sagðist óskað þess að börnin yrðu heil andlega og líkamlega. Uppeldisaðferðir Franke höfðu vakið áhyggjur í nokkurn tíma áður en hún var handtekinn og nokkrir 2,3 milljóna fylgenda hennar gert yfirvöldum viðvart. Í einu myndskeiðanna sáust Franke og eiginmaður hennar til að mynda tilkynna tveimur yngstu börnunum að þau fengju engar jólagjafir frá jólasveininum, þar sem þau væru sjálfselsk og hefðu ekki brugðist rétt við refsingum sem þeim var úthlutað, sem fólust meðal annars í að missa úr skóla og þrífa heimilið.
Bandaríkin Erlend sakamál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Sjá meira