Upp með sér að vera andlag „smjörklípu“ Össurar Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2024 21:11 Hildur gefur lítið fyrir kenningu Össurar. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki laust við að hún sé upp með sér að fá að vera andlag „smjörklípu“ Össurar Skarphéðinssonar. Hann velti því upp í dag að hún gæti hugsanlega orðið arftaki Bjarna Benediktssonar í stóli formanns Sjálfstæðisflokksins. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði á Facebook í dag forystukreppu blasa við Sjálfstæðisflokknum þegar Bjarni Benediktsson formaður flokksins kveður stjórnmálin eins og flokksmenn virðist telja að verði á næstunni. Þrír kandídatar væru fyrir löngu komnir í formannsstellingar og safni liði. Össur nefndi þar til sögunnar Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármála- og efnahagsráðherra og varaformann flokksins, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðlaug Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Að lokum nefndi Össur til sögunnar nokkuð óvæntan fjórða möguleika í leiðtoga hjá flokknum. Hildi Sverrisdóttur, þingsflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Reyni að beina kastljósinu annað Ef marka má færslu Hildar á Facebook í kvöld er hún síður en svo á þeim buxunum að gera atlögu að formannsstólnum. „Ég hef alltaf haldið dálítið upp á Össur og ekki laust við að ég sé upp með mér að fá að vera andlag í ekta smjörklípu þar sem hann beinir kastljósinu frá vandræðaganginum á Samfylkingunni,“ segir Hildur. Þar vísar hún vafalítið til þeirrar stöðu sem komin er upp innan Samfylkingarinnar eftir að formaðurinn Kristrún Frostadóttir lýsti því yfir í hlaðvarpsviðtali að hún teldi velferðarsamfélag þurfa landamæri og að hún hefði skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. Þau ummæli Kristrúnar virðast hafa komið illa við sumt samflokksfólk hennar. Þannig hafa þær Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ, til að mynda sagt allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ekki í anda jafnaðarfólks og raunar ganga gegn jafnaðarstefnunni. Aðrir innan flokksins hafa hins vegar stigið fram og tekið upp hanskann fyrir Kristrúnu. Þar má helst nefna Fyrrverandi formennina Loga Einarsson, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Össur sjálfan. Þykist ekki vera dýpri í fræðunum en Össur Hildur segist hafa haldið að smjörklípur þyrftu að hafa einhver örlítil tengsl við veruleikann en það sé kannski engin krafa. Þar virðist hún slá kenningu Össurar um hana út af borðinu. „Ekki ætla ég að þykjast hafa meira vit á smjörklípufræðunum en Össur,“ segir hún að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagði á Facebook í dag forystukreppu blasa við Sjálfstæðisflokknum þegar Bjarni Benediktsson formaður flokksins kveður stjórnmálin eins og flokksmenn virðist telja að verði á næstunni. Þrír kandídatar væru fyrir löngu komnir í formannsstellingar og safni liði. Össur nefndi þar til sögunnar Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármála- og efnahagsráðherra og varaformann flokksins, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðlaug Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Að lokum nefndi Össur til sögunnar nokkuð óvæntan fjórða möguleika í leiðtoga hjá flokknum. Hildi Sverrisdóttur, þingsflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Reyni að beina kastljósinu annað Ef marka má færslu Hildar á Facebook í kvöld er hún síður en svo á þeim buxunum að gera atlögu að formannsstólnum. „Ég hef alltaf haldið dálítið upp á Össur og ekki laust við að ég sé upp með mér að fá að vera andlag í ekta smjörklípu þar sem hann beinir kastljósinu frá vandræðaganginum á Samfylkingunni,“ segir Hildur. Þar vísar hún vafalítið til þeirrar stöðu sem komin er upp innan Samfylkingarinnar eftir að formaðurinn Kristrún Frostadóttir lýsti því yfir í hlaðvarpsviðtali að hún teldi velferðarsamfélag þurfa landamæri og að hún hefði skilning á lögum dómsmálaráðherra um búsetuúrræði. Þau ummæli Kristrúnar virðast hafa komið illa við sumt samflokksfólk hennar. Þannig hafa þær Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Þorbjörg Þorvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ, til að mynda sagt allt tal um hámarksfjölda hælisleitenda ekki í anda jafnaðarfólks og raunar ganga gegn jafnaðarstefnunni. Aðrir innan flokksins hafa hins vegar stigið fram og tekið upp hanskann fyrir Kristrúnu. Þar má helst nefna Fyrrverandi formennina Loga Einarsson, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Össur sjálfan. Þykist ekki vera dýpri í fræðunum en Össur Hildur segist hafa haldið að smjörklípur þyrftu að hafa einhver örlítil tengsl við veruleikann en það sé kannski engin krafa. Þar virðist hún slá kenningu Össurar um hana út af borðinu. „Ekki ætla ég að þykjast hafa meira vit á smjörklípufræðunum en Össur,“ segir hún að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira