Innlent

Um 400 manns í Grinda­vík í dag

Lovísa Arnardóttir og Telma Tómasson skrifa
Úlfar Lúðvíksson segir að vel hafi gengið í Grindavík í dag. 
Úlfar Lúðvíksson segir að vel hafi gengið í Grindavík í dag.  Vísir/Einar

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að vel hafi gengið í Grindavík í dag. Hann telur að 400 einstaklingar hafi farið inn í bæinn í dag og um 150 aftur út. Einhverjir séu starfsmenn fyrirtækja og eigendur og svo séu líka einstaklingar sem séu á leið heim.

„Þetta skiptist í tvo holl,“ segir Úlfar. 

Hann segir að einhverjir hafi reynt að fara inn í bæinn um Grindavíkurveg en að það sé ekki fært. Það verði að fara Nesveg.

Spurður hvernig verði að því staðið ef fólk ákveður að gista í bænum segir Úlfar að ávallt séu lögreglumenn í bænum og að búið sé að setja upp almannavarnalúðra sem láti fólk vita ef eitthvað kemur upp.

„Jörðin er til friðs þessa daga þannig í sjálfu sér á maður ekki von á því að hún fari að hreyfa sig akkúrat næsta sólarhringinn en við erum með okkar viðbragð.“

Hann segir enn vatnslaust í bænum en að það sé enn unnið að viðgerð.


Tengdar fréttir

Hættir við málsókn gegn ríkinu vegna aðgengi að Grindavík

Maður sem höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna lokunar Grindavíkur hefur hætt við. Stefán Kristjánsson, forstjóri og eigandi fiskvinnslufyrirtækisins, hætti við þar sem búið er að opna á aðgengi fólks að bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×