Finnar eyða óvissunni og staðfesta þátttöku í Eurovision Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2024 15:31 Atriði Finna er í óhefðbundnari kantinum. Finnska ríkisútvarpið hefur staðfest þátttöku í Eurovision í Malmö í maí. Líkt og á Íslandi hefur verið talað við sniðgöngu keppninnar vegna þátttöku Ísraels. Þeirri óvissu hefur verið eytt í Finnlandi. Finnska ríkisútvarpið segist í tilkynningu fallast á ákvörðun Sambands evrópskra ríkissjónvarpsstöðva, EBU, varðandi val á þátttökuþjóðum. Þar hefur þótt umdeilt að Ísrael fái að keppa vegna árása þeirra á Gaza undanfarna mánuði þar sem á þriðja tug þúsunda Palestínumanna er talinn látinn. Finnska ríkisútvarpið segist hafa rætt við sigurvegara söngvakeppninnar þar í landi Windows95man, sem ætlar að halda áfram undirbúningi fyrir keppnina í Malmö. Teemu Keisteri, skapari karakterins Windows95man, og söngvarinn Henri Piispanen segja að eina rétta ákvörðun EBU hefði verið að meina Ísrael að taka þátt. „Hins vegar teljum við ekki að sniðganga okkar myndi hafa áhrif. Þess í stað höfum við hafið samtal við aðra þátttakendur og velt fyrir okkur leiðum til að hafa áhrif og nýta stöðuna til að setja þrýsting á EBU. Ákvörðunin var erfið en liggur nú fyrir.“ Yfir 1300 tónlistarmenn í Finnlandi höfðu í byrjun janúar skrifað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem þess varr krafist að finnska ríkisútvarpið sniðgengi Eurovision fengi Ísrael að taka þátt. Svipuð umræða hefur átt sér stað hér heima á Íslandi og hefur FÁSES, félag áhugafólks um Eurovision, meðal annars skorað á Ríkisútvarpið að sniðganga keppnina. Útvarpsstjóri fór þá leið að aðskilja Söngvakeppnina, undankeppni Eurovision, og Eurovision. Ákvörðun um þátttöku Íslands yrði ekki tekin fyrr en að lokinni Söngvakeppninni eftir samtal við sigurvegarann. Eurovision Finnland Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Deilt um hvort Eurovision sé utanríkismál: „Reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir“ Ummæli Lilju Alfreðsdóttur, menningar og viðskiptamálaráðherra, um að ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision sé í raun utanríkismál hafa vakið athygli. Stjórnarmaður í RÚV og stjórnarandstöðuþingmaður gagnrýna þau og telja sérstakt ef ákvörðunin sé tekin frá Útvarpsstjóra og færð til utanríkisráðherra. 28. janúar 2024 11:56 Hæðst að Bashar, Björk og Íslandi í ísraelsku sjónvarpi Svo virðist sem fólkið í Ísrael sé afar upptekið af kröfunni sem fram hefur komið á Íslandi þess efnis að Ísrael verði vikið úr keppni vegna stríðsins á Gasa. Og þá finnst þeim þátttaka Bashar Marud eftirtektarverð, svo vægt sé til orða tekið. 31. janúar 2024 10:35 „Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. 27. janúar 2024 08:01 Viðbrögð við Júró-útspili RÚV: „Galið“ að leggja ákvörðunina á sigurvegarann Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að bíða þar til eftir Söngvakeppni sjónvarpsins um að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision í Svíþjóð hefur fallið misvel í kramið hjá landsmönnum. Margir segja þetta útspil galið og vinsælla væri ef Söngvakeppnin væri haldin án möguleika á að fara til Svíþjóðar. 24. janúar 2024 11:12 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Finnska ríkisútvarpið segist í tilkynningu fallast á ákvörðun Sambands evrópskra ríkissjónvarpsstöðva, EBU, varðandi val á þátttökuþjóðum. Þar hefur þótt umdeilt að Ísrael fái að keppa vegna árása þeirra á Gaza undanfarna mánuði þar sem á þriðja tug þúsunda Palestínumanna er talinn látinn. Finnska ríkisútvarpið segist hafa rætt við sigurvegara söngvakeppninnar þar í landi Windows95man, sem ætlar að halda áfram undirbúningi fyrir keppnina í Malmö. Teemu Keisteri, skapari karakterins Windows95man, og söngvarinn Henri Piispanen segja að eina rétta ákvörðun EBU hefði verið að meina Ísrael að taka þátt. „Hins vegar teljum við ekki að sniðganga okkar myndi hafa áhrif. Þess í stað höfum við hafið samtal við aðra þátttakendur og velt fyrir okkur leiðum til að hafa áhrif og nýta stöðuna til að setja þrýsting á EBU. Ákvörðunin var erfið en liggur nú fyrir.“ Yfir 1300 tónlistarmenn í Finnlandi höfðu í byrjun janúar skrifað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem þess varr krafist að finnska ríkisútvarpið sniðgengi Eurovision fengi Ísrael að taka þátt. Svipuð umræða hefur átt sér stað hér heima á Íslandi og hefur FÁSES, félag áhugafólks um Eurovision, meðal annars skorað á Ríkisútvarpið að sniðganga keppnina. Útvarpsstjóri fór þá leið að aðskilja Söngvakeppnina, undankeppni Eurovision, og Eurovision. Ákvörðun um þátttöku Íslands yrði ekki tekin fyrr en að lokinni Söngvakeppninni eftir samtal við sigurvegarann.
Eurovision Finnland Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Tengdar fréttir Deilt um hvort Eurovision sé utanríkismál: „Reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir“ Ummæli Lilju Alfreðsdóttur, menningar og viðskiptamálaráðherra, um að ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision sé í raun utanríkismál hafa vakið athygli. Stjórnarmaður í RÚV og stjórnarandstöðuþingmaður gagnrýna þau og telja sérstakt ef ákvörðunin sé tekin frá Útvarpsstjóra og færð til utanríkisráðherra. 28. janúar 2024 11:56 Hæðst að Bashar, Björk og Íslandi í ísraelsku sjónvarpi Svo virðist sem fólkið í Ísrael sé afar upptekið af kröfunni sem fram hefur komið á Íslandi þess efnis að Ísrael verði vikið úr keppni vegna stríðsins á Gasa. Og þá finnst þeim þátttaka Bashar Marud eftirtektarverð, svo vægt sé til orða tekið. 31. janúar 2024 10:35 „Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. 27. janúar 2024 08:01 Viðbrögð við Júró-útspili RÚV: „Galið“ að leggja ákvörðunina á sigurvegarann Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að bíða þar til eftir Söngvakeppni sjónvarpsins um að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision í Svíþjóð hefur fallið misvel í kramið hjá landsmönnum. Margir segja þetta útspil galið og vinsælla væri ef Söngvakeppnin væri haldin án möguleika á að fara til Svíþjóðar. 24. janúar 2024 11:12 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Deilt um hvort Eurovision sé utanríkismál: „Reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir“ Ummæli Lilju Alfreðsdóttur, menningar og viðskiptamálaráðherra, um að ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision sé í raun utanríkismál hafa vakið athygli. Stjórnarmaður í RÚV og stjórnarandstöðuþingmaður gagnrýna þau og telja sérstakt ef ákvörðunin sé tekin frá Útvarpsstjóra og færð til utanríkisráðherra. 28. janúar 2024 11:56
Hæðst að Bashar, Björk og Íslandi í ísraelsku sjónvarpi Svo virðist sem fólkið í Ísrael sé afar upptekið af kröfunni sem fram hefur komið á Íslandi þess efnis að Ísrael verði vikið úr keppni vegna stríðsins á Gasa. Og þá finnst þeim þátttaka Bashar Marud eftirtektarverð, svo vægt sé til orða tekið. 31. janúar 2024 10:35
„Ef við þurfum að sleppa nammideginum, þá er það bara þannig“ Afar athyglisverðar og hispurslausar umræður voru í Pallborði Vísis þar sem farið var yfir hugsanlega þátttöku Íslands í Eurovision. 27. janúar 2024 08:01
Viðbrögð við Júró-útspili RÚV: „Galið“ að leggja ákvörðunina á sigurvegarann Ákvörðun Ríkisútvarpsins um að bíða þar til eftir Söngvakeppni sjónvarpsins um að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision í Svíþjóð hefur fallið misvel í kramið hjá landsmönnum. Margir segja þetta útspil galið og vinsælla væri ef Söngvakeppnin væri haldin án möguleika á að fara til Svíþjóðar. 24. janúar 2024 11:12