Rússneskur „svikari“ myrtur á Spáni Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2024 12:34 Maxím Kúsmínóv, rússneskur þyrluflugmaður, fékk greiðslu fyrir að fljúga þyrlu sinni til Úkraínu. Hann hefur verið myrtur á Spáni. EPA/STR Rússneskur flugmaður sem lenti herþyrlu sinni í Úkraínu og gafst upp fyrir úkraínskum hermönnum, var myrtur á Spáni í síðustu viku. Maxim Kusmínóv var skotinn að minnsta kosti sex sinnum og síðan var ekið yfir hann. Kúsmínóv var á Spáni undir fölsku nafni og hafa yfirvöld á Spáni ekki staðfest að um hann sé að ræða. Forsvarsmenn GUR hafa þó staðfest það. Sergei Narishkin, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar ZVR, hefur lýst Kúsmínóv sem glæpsömum svikara og sagt að hann hafi undirritað eigin dauðadóm með því að flýja til Úkraínu. Kúsmínóv, hafði á sínum tíma verið í samskiptum við útsendara leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR) og flúði Rússland á Mi-8 herþyrlu, sem hann lenti á flugvelli nærri Karkív í Úkraínu. Aðrir í áhöfn þyrlunnar vissu ekki af ætlunum flugmannsins. Seinna meir fékk hann að fara til Spánar, þar sem hann hefur búið um skeið. Kiríló Búdanov, yfirmaður GUR, hefur sagt að fjölskyldu hans hafi einnig berið bjargað frá Rússlandi og er Kúsmínóv sagður hafa fengið hálfa milljón dala fyrir þyrluna. Í frétt El País segir að lík Kúsmínóvs hafi fundist í Alicante þann 13. febrúar. Þar höfðu árásarmenn skotið hann ítrekað og flúið á bílnum hans. Bíllinn fannst svo í kjölfarið í ljósum logum. GUR birti myndband af Kúsmínóv eftir að hann gafst upp í Úkraínu í september. Rússland Úkraína Spánn Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16 Trump minnist á Navalní, en ekki Pútín Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um dauða Alexei Navalní, sem lengi var höfuðandstæðingur Vladímír Pútíns Rússlandsforseta, án þess reyndar að minnast á Pútín. 19. febrúar 2024 21:47 Heitir því að halda áfram að berjast fyrir frjálsu Rússlandi „Ég vil lifa í frjálsu Rússlandi, ég vil byggja upp frjálst Rússland,“ segir Yulia Navalnaya, ekkja andófsmannsins Alexei Navalní, í myndskeiði þar sem hún heitir því að halda áfram baráttu eiginmanns síns. 19. febrúar 2024 12:12 Sagði marbletti benda til að Navalní hefði verið haldið niðri Marblettir sem sagðir eru vera á líki Alexei Navalní benda til þess að hann hafi fengið einhvers konar flog þegar hann lést í fangelsi í norðarnverðri Síberíu á dögunum. Líkið var ekki flutt á þann stað sem lík fanga í fanganýlendunni IK-3 eru send. 18. febrúar 2024 14:32 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Kúsmínóv var á Spáni undir fölsku nafni og hafa yfirvöld á Spáni ekki staðfest að um hann sé að ræða. Forsvarsmenn GUR hafa þó staðfest það. Sergei Narishkin, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar ZVR, hefur lýst Kúsmínóv sem glæpsömum svikara og sagt að hann hafi undirritað eigin dauðadóm með því að flýja til Úkraínu. Kúsmínóv, hafði á sínum tíma verið í samskiptum við útsendara leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR) og flúði Rússland á Mi-8 herþyrlu, sem hann lenti á flugvelli nærri Karkív í Úkraínu. Aðrir í áhöfn þyrlunnar vissu ekki af ætlunum flugmannsins. Seinna meir fékk hann að fara til Spánar, þar sem hann hefur búið um skeið. Kiríló Búdanov, yfirmaður GUR, hefur sagt að fjölskyldu hans hafi einnig berið bjargað frá Rússlandi og er Kúsmínóv sagður hafa fengið hálfa milljón dala fyrir þyrluna. Í frétt El País segir að lík Kúsmínóvs hafi fundist í Alicante þann 13. febrúar. Þar höfðu árásarmenn skotið hann ítrekað og flúið á bílnum hans. Bíllinn fannst svo í kjölfarið í ljósum logum. GUR birti myndband af Kúsmínóv eftir að hann gafst upp í Úkraínu í september.
Rússland Úkraína Spánn Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16 Trump minnist á Navalní, en ekki Pútín Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um dauða Alexei Navalní, sem lengi var höfuðandstæðingur Vladímír Pútíns Rússlandsforseta, án þess reyndar að minnast á Pútín. 19. febrúar 2024 21:47 Heitir því að halda áfram að berjast fyrir frjálsu Rússlandi „Ég vil lifa í frjálsu Rússlandi, ég vil byggja upp frjálst Rússland,“ segir Yulia Navalnaya, ekkja andófsmannsins Alexei Navalní, í myndskeiði þar sem hún heitir því að halda áfram baráttu eiginmanns síns. 19. febrúar 2024 12:12 Sagði marbletti benda til að Navalní hefði verið haldið niðri Marblettir sem sagðir eru vera á líki Alexei Navalní benda til þess að hann hafi fengið einhvers konar flog þegar hann lést í fangelsi í norðarnverðri Síberíu á dögunum. Líkið var ekki flutt á þann stað sem lík fanga í fanganýlendunni IK-3 eru send. 18. febrúar 2024 14:32 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Hvíta húsið reiðubúið til að sjá Úkraínu fyrir langdrægum vopnum Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður reiðubúinn til að senda Úkraínumönnum langdrægar eldflaugar ef þingið samþykkir aukna fjárhagsaðstoð til handa Úkraínu. 20. febrúar 2024 07:16
Trump minnist á Navalní, en ekki Pútín Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um dauða Alexei Navalní, sem lengi var höfuðandstæðingur Vladímír Pútíns Rússlandsforseta, án þess reyndar að minnast á Pútín. 19. febrúar 2024 21:47
Heitir því að halda áfram að berjast fyrir frjálsu Rússlandi „Ég vil lifa í frjálsu Rússlandi, ég vil byggja upp frjálst Rússland,“ segir Yulia Navalnaya, ekkja andófsmannsins Alexei Navalní, í myndskeiði þar sem hún heitir því að halda áfram baráttu eiginmanns síns. 19. febrúar 2024 12:12
Sagði marbletti benda til að Navalní hefði verið haldið niðri Marblettir sem sagðir eru vera á líki Alexei Navalní benda til þess að hann hafi fengið einhvers konar flog þegar hann lést í fangelsi í norðarnverðri Síberíu á dögunum. Líkið var ekki flutt á þann stað sem lík fanga í fanganýlendunni IK-3 eru send. 18. febrúar 2024 14:32