Við fjöllum í hádegisfréttum um aðgengi Grindvíkinga að bænum sínum og heyrum einnig í framkvæmdastjóra sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis.
Þá verður fjallað um starf sjálfboðaliðanna í Egyptalandi en diplómatar á vegum utanríkisráðuneytisins höfðu um helgina samband við þá. Fleiri eru á leið út til að halda verkefninu áfram.
Einnig heyrum við í Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR og tökum stöðuna á kjaraviðræðunum.
Í íþróttapakka dagsins verður síðan fjallað um gott gengi Selfoss í næstefstu deild kvenna í handbolta og einnig beinum við sjónum okkar að Meistaramóti Íslands í frjálsum sem fram fór um helgina.