Enn af Rapyd og röngum fullyrðingum Garðar Stefánsson skrifar 19. febrúar 2024 11:30 Í grein minni sem birtist í síðustu viku benti ég á staðreyndir um Rapyd á Íslandi sem svar við ómálefnalegri gagnrýni og rangfærslum fámenns hóps fólks um fyrirtækið og starfsmenn þess. Ég virði það að fólk hafi ólíkar skoðanir og vissi að grein mín kynni að kalla fram viðbrögð enda gengur þessi fámenni hópur langt í að reyna að tengja Rapyd á Íslandi við átök í Mið-Austurlöndum. Slíkum rangfærslum verður ekki svarað. Hvað varðar rangfærslur og útúrsnúninga um raunverulegt eignarhald Rapyd á Íslandi vil ég hins vegar benda á eftirfarandi. Rapyd á Íslandi er vissulega íslenskt fyrirtæki, með íslenska kennitölu, stofnað hér á landi og hefur haft hér starfsstöð í tugi ára. Félagið er með umfangsmikla starfsemi og 180 starfsmenn á Íslandi. Þessir starfsmenn byggja íslenskt samfélag og þurfa því miður að sitja undir ómálefnalegum áróðri um sinn starfsvettvang. Umræða um eigendaskráningu í fyrirtækjaskrá, sem átti að gjaldfella grein mína og gera hana ótrúverðuga, byggir á vanþekkingu á því hvernig skráning raunverulegra eigenda virkar. Í ljósi þess að raunverulegt eignarhald á Rapyd á Íslandi er dreift og enginn einstaklingur fer beint eða óbeint með ráðandi hlut í Rapyd á Íslandi, þ.m.t. í gegnum eignarhald í móðurfélagi, eru þeir einstaklingar sem mynda stjórn Rapyd á Íslandi skráðir sem raunverulegir eigendur. Þvert á rangar fullyrðingar, styður þetta það sem kom fram í grein minni um dreift og alþjóðlegt eignarhald á Rapyd á Íslandi. Krafa um sniðgöngu á Rapyd á Íslandi í nafni mannréttinda er að mínu mati ómálefnaleg og ómakleg. Rapyd á Íslandi og það góða starfsfólk sem starfar hjá félaginu hefur ekkert með ástandið í Mið-Austurlöndum að gera og er jafn vanmáttugt um að stöðva átökin og aðrir hér á landi. Hjá Rapyd starfar stór hópur fólks sem hefur byggt upp starfsemina á síðustu 40 árum. Viðskiptavinir félagsins þekkja starfsemina af góðu einu og hafa stutt við þróun á framúrskarandi greiðsluinnviðum á Íslandi. Við erum þakklát fyrir að svo verði áfram og fyrir þá fjölmörgu viðskiptavini sem hafa ekki látið áróðurinn á sig fá. Það væri óskandi að þeir sem ganga lengst í því að reyna að gera Rapyd á Íslandi að sökudólg átakanna beini kröftum sínum í raunverulegri baráttu fyrir friði og betri veröld. Slíkt vinnst ekki með sniðgöngu á aðilum sem ekkert hafa sér til sakar unnið. Höfundur er forstjóri Rapyd á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í grein minni sem birtist í síðustu viku benti ég á staðreyndir um Rapyd á Íslandi sem svar við ómálefnalegri gagnrýni og rangfærslum fámenns hóps fólks um fyrirtækið og starfsmenn þess. Ég virði það að fólk hafi ólíkar skoðanir og vissi að grein mín kynni að kalla fram viðbrögð enda gengur þessi fámenni hópur langt í að reyna að tengja Rapyd á Íslandi við átök í Mið-Austurlöndum. Slíkum rangfærslum verður ekki svarað. Hvað varðar rangfærslur og útúrsnúninga um raunverulegt eignarhald Rapyd á Íslandi vil ég hins vegar benda á eftirfarandi. Rapyd á Íslandi er vissulega íslenskt fyrirtæki, með íslenska kennitölu, stofnað hér á landi og hefur haft hér starfsstöð í tugi ára. Félagið er með umfangsmikla starfsemi og 180 starfsmenn á Íslandi. Þessir starfsmenn byggja íslenskt samfélag og þurfa því miður að sitja undir ómálefnalegum áróðri um sinn starfsvettvang. Umræða um eigendaskráningu í fyrirtækjaskrá, sem átti að gjaldfella grein mína og gera hana ótrúverðuga, byggir á vanþekkingu á því hvernig skráning raunverulegra eigenda virkar. Í ljósi þess að raunverulegt eignarhald á Rapyd á Íslandi er dreift og enginn einstaklingur fer beint eða óbeint með ráðandi hlut í Rapyd á Íslandi, þ.m.t. í gegnum eignarhald í móðurfélagi, eru þeir einstaklingar sem mynda stjórn Rapyd á Íslandi skráðir sem raunverulegir eigendur. Þvert á rangar fullyrðingar, styður þetta það sem kom fram í grein minni um dreift og alþjóðlegt eignarhald á Rapyd á Íslandi. Krafa um sniðgöngu á Rapyd á Íslandi í nafni mannréttinda er að mínu mati ómálefnaleg og ómakleg. Rapyd á Íslandi og það góða starfsfólk sem starfar hjá félaginu hefur ekkert með ástandið í Mið-Austurlöndum að gera og er jafn vanmáttugt um að stöðva átökin og aðrir hér á landi. Hjá Rapyd starfar stór hópur fólks sem hefur byggt upp starfsemina á síðustu 40 árum. Viðskiptavinir félagsins þekkja starfsemina af góðu einu og hafa stutt við þróun á framúrskarandi greiðsluinnviðum á Íslandi. Við erum þakklát fyrir að svo verði áfram og fyrir þá fjölmörgu viðskiptavini sem hafa ekki látið áróðurinn á sig fá. Það væri óskandi að þeir sem ganga lengst í því að reyna að gera Rapyd á Íslandi að sökudólg átakanna beini kröftum sínum í raunverulegri baráttu fyrir friði og betri veröld. Slíkt vinnst ekki með sniðgöngu á aðilum sem ekkert hafa sér til sakar unnið. Höfundur er forstjóri Rapyd á Íslandi.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar