Heyrnartæki óheyrilega dýr á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2024 10:46 Kristján E. Guðmundsson hefur gert verðsamanburð á verði heyrnartækja á Íslandi og víðar. Honum brá, okur á verði slíkra tækja hér er með slíkum ósköpum. vísir/vilhelm Kristján E. Guðmundsson, fyrrverandi framhaldsskólakennari, hefur gert samanburði á verði heyrnartækja á Norðurlöndum og svo á Íslandi. Munurinn er sláandi. Hvað veldur er svo rannsóknarefni út af fyrir sig. Kristján er einn af fjölmörgum eldri borgurum sem þarf á heyrnartækjum að halda, en þeir eru vitaskuld fleiri en aðeins eldri borgarar sem þurfa að styðjast við þetta hjálpartæki. Hann þarf að endurnýja tækin á fimm ára fresti og óhætt er að segja um sé að ræða bita fyrir hvern sem er. „Já. ég hef verið að bera þetta saman. Kannski eðlilega en við erum að tala um útgjöld einkum hjá eldri borgurum sem þurfa á heyrnartækjum að halda. Verðmunurinn er svo hrikalegur að mér var fullkomlega ofboðið,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Um er að ræða um 400 þúsund króna mun Óhætt er að segja að um verulegan mun sé að ræða. Í Noregi eru þessi tæki að fullu niðurgreidd til þeirra sem eldri eru en sextugir, þar þurfa menn ekki að borga krónu og í Danmörku borga menn 15 prósent af kostnaði við tækin. Því er ekki að heilsa á Íslandi. Kristján hefur skoðað þessi mál. „Það eru náttúrlega mismunandi gerðir og verðlag en parið hér kostar um 650 þúsund krónur. Með niðurgreiðslu sjúkratrygginga, sem niðurgreiða tækin um 120 þúsund krónur kostar þetta um 538 þúsund krónur. Þessi sömu tæki kosta án niðurgreiðslu 290 þúsund krónur í Noregi, nákvæmlega sömu tækin þannig að við erum að tala um nálægt 400 þúsund króna mismun,“ segir Kristján. Þetta er hrikalegt dæmi en Kristján hefur legið í þessu og leitað skýringa. En engar finnast. Kristján hefur lagst yfir málið og verðsamanburðurinn er ekki beinlínis Íslandi hagstæður. „Það eru engir tollar á þessu. Í hverju liggur þetta ofboðslega okur hér á heyrnartækjum?“ Það sem svo setur enn strik í reikninginn fyrir þá sem þurfa að nota heyrnartæki er að þeir þurfa að skipta þeim út á fimm ára fresti sem þýðir að um er að ræða umtalsverðan kostnað fyrir hvern þann sem þarf að styðjast við þessi tæki. Hætt er við því að margir freistist til að láta hjá líða að slá út fyrir þessu þegar svona er í pottinn búið og afleiðingarnar af slíku eru margvíslegar og engar jákvæðar. Einhver er að maka krókinn rækilega Kristján telur að um sé að ræða stærra mál en menn geti ímyndað sér í fljótu bragði. Hann hefur gert margvíslegan samanburð á verði heyrnartækja og munurinn er Íslandi verulega í óhag. Það mætti þess vegna bæta Bretlandi og Þýskalandi við í samanburðinn. „Ekkert skýrir þennan mikla verðmun nema þarna séu einhverjir aldeilis að maka krókinn. Ég skil þetta ekki, ég verð að segja alveg eins og er.“ Kristjáni dettur helst í hug að þetta okur sé verndað með lögum. Fjórir aðilar hafa leyfi til að selja þessi tæki á Íslandi. Þar bendi flest til verðsamráðs, að söluaðilar taki mið af verðstigi hver hjá öðrum. Annars væri þetta varla á sama planinu. Þeir sem vilja kaupa slík tæki úti í Noregi geta vitaskuld gert það en geta þá ekki nýtt sér sjúkratryggingarnar. En engu að síður kemur það út þannig að ekki þarf að greiða nema helming upphæðarinnar, sem er eins og áður segir biti fyrir fólk sem er ekki mjög fjáð. Óvíst er að margir hafi tök á því. Neytendur Eldri borgarar Sjúkratryggingar Noregur Danmörk Þýskaland Bretland Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Kristján er einn af fjölmörgum eldri borgurum sem þarf á heyrnartækjum að halda, en þeir eru vitaskuld fleiri en aðeins eldri borgarar sem þurfa að styðjast við þetta hjálpartæki. Hann þarf að endurnýja tækin á fimm ára fresti og óhætt er að segja um sé að ræða bita fyrir hvern sem er. „Já. ég hef verið að bera þetta saman. Kannski eðlilega en við erum að tala um útgjöld einkum hjá eldri borgurum sem þurfa á heyrnartækjum að halda. Verðmunurinn er svo hrikalegur að mér var fullkomlega ofboðið,“ segir Kristján í samtali við Vísi. Um er að ræða um 400 þúsund króna mun Óhætt er að segja að um verulegan mun sé að ræða. Í Noregi eru þessi tæki að fullu niðurgreidd til þeirra sem eldri eru en sextugir, þar þurfa menn ekki að borga krónu og í Danmörku borga menn 15 prósent af kostnaði við tækin. Því er ekki að heilsa á Íslandi. Kristján hefur skoðað þessi mál. „Það eru náttúrlega mismunandi gerðir og verðlag en parið hér kostar um 650 þúsund krónur. Með niðurgreiðslu sjúkratrygginga, sem niðurgreiða tækin um 120 þúsund krónur kostar þetta um 538 þúsund krónur. Þessi sömu tæki kosta án niðurgreiðslu 290 þúsund krónur í Noregi, nákvæmlega sömu tækin þannig að við erum að tala um nálægt 400 þúsund króna mismun,“ segir Kristján. Þetta er hrikalegt dæmi en Kristján hefur legið í þessu og leitað skýringa. En engar finnast. Kristján hefur lagst yfir málið og verðsamanburðurinn er ekki beinlínis Íslandi hagstæður. „Það eru engir tollar á þessu. Í hverju liggur þetta ofboðslega okur hér á heyrnartækjum?“ Það sem svo setur enn strik í reikninginn fyrir þá sem þurfa að nota heyrnartæki er að þeir þurfa að skipta þeim út á fimm ára fresti sem þýðir að um er að ræða umtalsverðan kostnað fyrir hvern þann sem þarf að styðjast við þessi tæki. Hætt er við því að margir freistist til að láta hjá líða að slá út fyrir þessu þegar svona er í pottinn búið og afleiðingarnar af slíku eru margvíslegar og engar jákvæðar. Einhver er að maka krókinn rækilega Kristján telur að um sé að ræða stærra mál en menn geti ímyndað sér í fljótu bragði. Hann hefur gert margvíslegan samanburð á verði heyrnartækja og munurinn er Íslandi verulega í óhag. Það mætti þess vegna bæta Bretlandi og Þýskalandi við í samanburðinn. „Ekkert skýrir þennan mikla verðmun nema þarna séu einhverjir aldeilis að maka krókinn. Ég skil þetta ekki, ég verð að segja alveg eins og er.“ Kristjáni dettur helst í hug að þetta okur sé verndað með lögum. Fjórir aðilar hafa leyfi til að selja þessi tæki á Íslandi. Þar bendi flest til verðsamráðs, að söluaðilar taki mið af verðstigi hver hjá öðrum. Annars væri þetta varla á sama planinu. Þeir sem vilja kaupa slík tæki úti í Noregi geta vitaskuld gert það en geta þá ekki nýtt sér sjúkratryggingarnar. En engu að síður kemur það út þannig að ekki þarf að greiða nema helming upphæðarinnar, sem er eins og áður segir biti fyrir fólk sem er ekki mjög fjáð. Óvíst er að margir hafi tök á því.
Neytendur Eldri borgarar Sjúkratryggingar Noregur Danmörk Þýskaland Bretland Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira