Af hverju var konudagurinn ekki í gær? Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. febrúar 2024 15:30 Svona hefur einn þeirra manna sem ætlaði að kaupa blóm í gær sennilega litið út þegar hann var að velta fyrir sér konudeginum. Í bakgrunni má sjá mynd af sígildu fingrarími sem var áður notað til að reika tímatil með fingrunum. Rómantískir makar lentu í því í gær að ætla að kaupa blóm vegna konudagsins en uppgötvuðu þá að hann væri næsta sunnudag. Á venjulegu ári hefði konudagurinn verið í gær en hann frestast vegna svokallaðs rímspillisárs sem gerist á 28 ára fresti. Konudagurinn er fyrsti dagur Góu og er á sunnudegi milli 18. og 25. febrúar. Í gær var 18. febrúar á sunnudegi og skiljanlega héldu því margir að það væri konudagur. Blómasali segir þó nokkurn fjölda manna hafa komið til að kaupa blóm vegna konudagsins sem ekki var. „Það hefur verið lokað hjá okkur á sunnudögum í febrúar en ég var samt hérna í gær þó það væri lokað. Það var mikið tekið í hurðina,“ segir Lilja Dóra, blómasali hjá Blómagalleríi á Hagamel. „Svo var einn herramaður sem hringdi. Ég svaraði símanum og hann sagðist endilega þurfa að panta blóm. Ég sagði honum að það væri því miður lokað. Þá sagði hann Bíddu er ekki konudagurinn? og ég svaraði neitandi, sagði honum að hann hefði grætt heila viku,“ sagði hún. „Þannig þetta er almennur ruglingur í samfélaginu. Þeir eru nokkrir sem eru búnir að spyrja,“ sagði Lilja og bætti við að næsta sunnudag yrði hins vegar opið í Blómagalleríinu, enda konudagurinn þá. Rímspillirinn kemur á 28 ára fresti Ástæðuna fyrir þessum ruglingi má rekja til svokallaðs rímspillisárs sem er tilkomið vegna misræmis milli gamla misseristalsins og nýja tímatalsins sem við notum í dag. Rímspillisár verður þegar seinasti dagur ársins á undan er laugardagur og næsta ár á eftir er hlaupár. Sem var tilvikið í fyrra. Rímspillir þýðir í raun að verið sé að rugla í reikningnum sem veldur því að dagsetningar breytast. Á Vísindavefnum segir að rímspillir verði þegar sumarauka, viku sem er bætt við misseristalið á nokkurra ári fresti til að halda samræmi við árstíðaár, er skotið inn í misseristalið degi síðar en vanalegt er. „Þetta gamla íslenska tímatal eða misseristal hangir saman við sumardaginn fyrsta. Hann getur bara lent á ákveðnum dögum, frá 19. til 25. apríl,“ segir Gunnlaugur Björnsson, stjarneðlisfræðingur. Gunnlaugur Björnsson segir svo langt frá síðasta rímspillisári að allir séu búnir að gleyma því að það rugli í dagatalinu.Háskóli Íslands „Gamla árið er degi styttra heldur en árstíðaárið. Það eru 30 dagar í mánuði sinnum tólf plús fjórir þannig það eru 364 dagar í gamla árinu en 365 hjá okkur þannig þessar dagsetningar færast alltaf fram um einn dag á ári og ef sumardagurinn fyrsti myndi lenda á 18. apríl frekar en 19. þá er öllu hent aftur um heila viku,“ segir Gunnlaugur. „Það gerist á 28 ára fresti. Þá kemur svona rímspillir inn og ruglar allt kerfið. Þess vegna færist þetta aftur um eina viku, bæði Þorrinn og Góan, þegar konudagurinn er,“ bætir hann við. Bóndadagurinn færist líka en eru það bara þessir tveir? „Nei, það eru fleiri. En þetta eru þeir dagar sem flestir vita af og eru að hugsa um, bónda- og konudagurinn, segir Gunnlaugur. „Þetta byrjar í rauninni í júní í fyrra, rímspillirinn. Allir mánuðir sem venjulega byrja á tilteknum degi koma viku seinna. Fyrsti vetrardagur í fyrra kom viku seinna í fyrra og allir þessi gömlu íslensku misserisdagar eftir það. Konudagurinn er í raun síðasti dagurinn sem verður fyrir áhrifum og svo jafnar þetta sig eftir hlaupaár,“ segir Gunnlaugur Björnsson, Konudagur Blóm Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Konudagurinn er fyrsti dagur Góu og er á sunnudegi milli 18. og 25. febrúar. Í gær var 18. febrúar á sunnudegi og skiljanlega héldu því margir að það væri konudagur. Blómasali segir þó nokkurn fjölda manna hafa komið til að kaupa blóm vegna konudagsins sem ekki var. „Það hefur verið lokað hjá okkur á sunnudögum í febrúar en ég var samt hérna í gær þó það væri lokað. Það var mikið tekið í hurðina,“ segir Lilja Dóra, blómasali hjá Blómagalleríi á Hagamel. „Svo var einn herramaður sem hringdi. Ég svaraði símanum og hann sagðist endilega þurfa að panta blóm. Ég sagði honum að það væri því miður lokað. Þá sagði hann Bíddu er ekki konudagurinn? og ég svaraði neitandi, sagði honum að hann hefði grætt heila viku,“ sagði hún. „Þannig þetta er almennur ruglingur í samfélaginu. Þeir eru nokkrir sem eru búnir að spyrja,“ sagði Lilja og bætti við að næsta sunnudag yrði hins vegar opið í Blómagalleríinu, enda konudagurinn þá. Rímspillirinn kemur á 28 ára fresti Ástæðuna fyrir þessum ruglingi má rekja til svokallaðs rímspillisárs sem er tilkomið vegna misræmis milli gamla misseristalsins og nýja tímatalsins sem við notum í dag. Rímspillisár verður þegar seinasti dagur ársins á undan er laugardagur og næsta ár á eftir er hlaupár. Sem var tilvikið í fyrra. Rímspillir þýðir í raun að verið sé að rugla í reikningnum sem veldur því að dagsetningar breytast. Á Vísindavefnum segir að rímspillir verði þegar sumarauka, viku sem er bætt við misseristalið á nokkurra ári fresti til að halda samræmi við árstíðaár, er skotið inn í misseristalið degi síðar en vanalegt er. „Þetta gamla íslenska tímatal eða misseristal hangir saman við sumardaginn fyrsta. Hann getur bara lent á ákveðnum dögum, frá 19. til 25. apríl,“ segir Gunnlaugur Björnsson, stjarneðlisfræðingur. Gunnlaugur Björnsson segir svo langt frá síðasta rímspillisári að allir séu búnir að gleyma því að það rugli í dagatalinu.Háskóli Íslands „Gamla árið er degi styttra heldur en árstíðaárið. Það eru 30 dagar í mánuði sinnum tólf plús fjórir þannig það eru 364 dagar í gamla árinu en 365 hjá okkur þannig þessar dagsetningar færast alltaf fram um einn dag á ári og ef sumardagurinn fyrsti myndi lenda á 18. apríl frekar en 19. þá er öllu hent aftur um heila viku,“ segir Gunnlaugur. „Það gerist á 28 ára fresti. Þá kemur svona rímspillir inn og ruglar allt kerfið. Þess vegna færist þetta aftur um eina viku, bæði Þorrinn og Góan, þegar konudagurinn er,“ bætir hann við. Bóndadagurinn færist líka en eru það bara þessir tveir? „Nei, það eru fleiri. En þetta eru þeir dagar sem flestir vita af og eru að hugsa um, bónda- og konudagurinn, segir Gunnlaugur. „Þetta byrjar í rauninni í júní í fyrra, rímspillirinn. Allir mánuðir sem venjulega byrja á tilteknum degi koma viku seinna. Fyrsti vetrardagur í fyrra kom viku seinna í fyrra og allir þessi gömlu íslensku misserisdagar eftir það. Konudagurinn er í raun síðasti dagurinn sem verður fyrir áhrifum og svo jafnar þetta sig eftir hlaupaár,“ segir Gunnlaugur Björnsson,
Konudagur Blóm Mest lesið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira